Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 39

Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 39
umferð. Aukið er í á miðju hvers prjóns og í lok hans með því að taka upp band milli lykkja og prjóna í það snúið. Þegar aukið hefur verið í 6 sinn- um á þennan hátt eru 80 lykkjur á. í 7. skiptið er aðeins 4 lykkjum aukið í, 1 á hverjum prjóni, 84 lykkjur á. Eftir eina umferð i viðbót eiga að vera komnar 20 grænar umferðir frá síð- asta munsturbekk. Nú er prjónaður munsturbekkur, 20 umferðir grænar og annar munsturbekkur. Þá er enn prjónað með grænu og 7 lykkjur tekn- ar úr í 1. umferð með því að prjóna 11. og 12. hverjalykkju saman, 77 lykkjur á. 2. umferð er slétt frá röngu og 3. slétt frá réttu. Felldar eru nú af 8 lykkjur (prjónað slétt frá röngu), 16 næstu lykkjur prjónaðar sléttar og geymdar, síðan eru felldar af þær lykkjur sem eftir eru (53). Slitið frá. Næst er prjónað langt eyrnaskjól, sem jafnframt er annar endi trefils. Fitjaðar eru upp 16 lykkjur með grænu og síðan prjónað slétt í geymdu lykkjurnar 16. Prjónað er í hring í þessar 32 lykkjur, þar til komnar eru 20 umferðir frá síðasta munsturbekk. Þá er prjónaður munsturbekkur og 20 umferðir grænar til skiptis, þar til komnir eru 3 munsturbekkir. Eftir þann síðasta eru 14 grænar umferðir og síðan teknar 8 lykkjur úr í 2. hverri umferð (2 á hverjum prjóni) þar til eftir eru 8 lykkjur. Bandið er þá slitið og dregið í gegnum lykkjurnar. Gengið er frá öllum lausum endum, garðarnir neðst á húfunni saumaðir saman að aftan og opi innan á eyrna- skjóli lokað. Síðast eru gerðar tvær snúrur, um 20 cm langar, úr tvöföldu bandinu (fjórfalt í snúrunum), fjórir smáskúfar búnir til úr öllum litunum (sjá leiðbeiningar) og festir á enda snúranna, sem eru saumaðar um miðju við trefilendana. Vettlingar Fitjaðar eru upp 40 lykkjur með grænu og prjónaðir 2 garðar (3 um- ferðir sléttar fram og tilbaka) og síðan 2 umferðir sléttar í hring á 4 prjóna. Næst er prjónaður munsturbekkur og síðan 9 umferðir grænar. í grænu um- ferðunum eru 4 lykkjur teknar úr í 3. hverri umferð (1 í byrjun hvers prjóns), 28 lykkjur á. Þá eru prjónað- ar 5 umferðir brugðningar, 1 lykkja slétt og 1 brugðin, síðan aftur slétt prjón og 4 lykkjum aukið í í 1. umferð, 32 lykkjur á. Eftir 10 umferðir sléttar er mislitur spotti prjónaður í fyrir þumalgat. Á hægra vettlingi er þumal- spottinn prjónaður í 2.—6. lykkju á 3. prjóni, á vinstri vettlingi er hann prjónaður í 3.—7. lykkju á 2. prjóni. Prjónaðar eru áfram 12 umferðir og síðan tekið úr: 1. prjónn; 1 slétt, 2 saman og 5 sléttar. 2. prjónn; 5 sléttar, 1 óprjónuð, 1 slétt, óprjónuðu steypt yfir og 1 slétt. 3. prjónn er eins og 1. og 4. prjónn eins og 2. Eftir fyrstu úr- tökuumferð eru prjónaðar 3 umferðir sléttar, siðan 2 og 1, loks er tekið úr í hverri umferð þar til eftir eru 4 lykkj- ur, spottinn slitinn og dreginn í gegn- um lykkjurnar. Þumalspottinn er nú rakinn úr og 9 lykkjur settar á 3 prjóna. í 1. umferð eru prjónaðar upp 2 lykkjur í hvoru viki og 2 þeirra teknar úr aftur í 3. um- ferð, 1 hvorum megin. Prjónaðar eru 12 umferðir, þá teknar úr 3 lykkjur, prjónuð 1 umferð og síðan 2 teknar saman þar til eftir eru 3 lykkjur. Spott- inn slitinn og dreginn í gegn. Garðaprjónið efst er saumað sam- an og gengið frá lausum endum. Síð- ast er gerður lítill skúfur og festur í totuna. Húfa og vettlingar eru undin upp úr volgu vatni og lögð slétt til þerris. Hönnun: Herborg Sigtryggsdóttir Tákn: Munsturbekkur r-r Framhald af bls. 37 upp úr volgu vatni og lögð slétt til þerris. Skúfar Undið er með öllum litum í húfunni í einu utan um þveran eldspýtustokk, svo oft að endarnir verði um 60 þegar klippt hefur verið upp úr. Ef undið er t.d. með 5 litum þarf að fara 6 sinnum utan um stokkinn. Þráðunum er smeygt ofan af stokknum og síðan undið með aðallit nokkrum sinnum inn í lykkjuna, allþétt. Þá er klippt upp úr þannig að vafningurinn komi á miðju, brotið saman um miðju og aftur vafið fast með aðallit rétt neðan við fyrri vafning. Ef bandið vill renna í sundur er gott að snúa upp á það með nálinni. Siðast er endinn dreginn und- ir vafninginn með nál og skúfurinn snyrtur með skærum. Hönnun: Herborg Sigtryggsdóttir Ljósmyndir: Kristján Pétur Guðnason. Grænt nr 463 Appelsínugult nr 468 Gult nr 466 HUGUR OG HÖND 39

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.