Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 41

Hugur og hönd - 01.06.1986, Síða 41
Matur er mannsins megin. Garðyrkja var sáralítil á íslandi fyrr á öldum. En menn hagnýttu ýmsar villijurtir til matar miklu meira en nú tiðkast. Fjallagrös, hvönn, skarfakál, söl og melgraskorn voru mikilvægar mat- jurtir öldum saman og juku mjög hollustu fæðunnar, sem mestmegnis var kjöt og fiskur og eitthvað af korn- vörum. Komið hefur í ljós að í fjalla- grösum eru bakteríueyðandi efni. Hin mikla almenna notkun fjallagrasa fyrr á tíð átti e.t.v. þátt í því að halda berklaveikinni í skefjum. Skarfakál er sérlega auðugt af C-fjörefni og var gott lyf gegn skyrbjúg. Heilir báts- farmar af skarfakáli voru fluttir heim á mannmörg heimili við Breiðafjörð. Hin matarmikla hvönn, einkum ræt- urnar, varð oft til bjargar í hallærum. Rótin var og tuggin gegn farsóttum. Ungir stönglar voru góðir til matar. Grænlendingar stýfa þá úr hnefa enn í dag. I hvönn eru ýmis hollustuefni. Hin fjölmörgu örnefni, kennd við hvönn, sýna, hve alkunn og mikilsverð jurt hún þótti. Söl geyma ýmis sölt sævarins, og er í þeim allmikil næring. Fyrr á öldum gengu sölvalestir frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Saurbæ upp í sveitir. Hólamenn fóru Sölva- mannagötur, er þeir sóttu söl í Saur- bæ. Korn melgresisins (íslandskorn) þóttu mikil guðsblessun og voru nytj- uð í stórum stíl á sandsvæðum í Rang- árvalla- og Skaftafellssýslum. Nú þykir ekki borga sig að nytja melkorn- ið til matar, en melgresið er notað til sandgræðslu í miklum mæli. Leikir. „Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt, þær fléttur hún yfir mig lagðiþ kvað Steingrímur. Þetta gera börn enn í dag. Og að kljúfa stöngla fífilsins og sjá hvernig þeir snúa upp á sig, þ. e. klofningarnir. Við sugum hunang úr disætum fífilblómunum. Biðukollu tókum við með varúð og blésum svo á hana einn blástur. Hárin sem sátu eftir áttu að gefa vísbendingu um tilsvarandi barnafjölda. Sápukúl- ur blésum við gegnum fífilleggi. 2. Starkóngur var leikfang gert úr löng- um stararblöðum, líklega á fleiri en einn veg? Fáir munu þekkja hann. Börn blása í gróf grasblöð, ýlustrá, og framleiða hvell blísturhljóð til gam- ans. Þau gera oft smálykkjur úr gras- blöðum og gera í þær glugga, rúður eða spegla með munnvatni sínu. Mörgum þykir erfitt að þekkja sundur starartegundir þótt í blómi séu. Jakob Líndal á Lækjamóti lék sér að því að þekkja sundur blöð ýmissa stara með því að bregða þeim í munn sér og finna mismunandi snerpu, bæði á yfirborði og jöðrum blaðanna. Ingólfur Davíðsson 1. Klófífa, teikning eftir Eggert Pétursson. 2. Vefspólur úr njólastönglum, fífa, fífu- kveikur og lýsislampi. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 41

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.