Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 41
Matur er mannsins megin. Garðyrkja var sáralítil á íslandi fyrr á öldum. En menn hagnýttu ýmsar villijurtir til matar miklu meira en nú tiðkast. Fjallagrös, hvönn, skarfakál, söl og melgraskorn voru mikilvægar mat- jurtir öldum saman og juku mjög hollustu fæðunnar, sem mestmegnis var kjöt og fiskur og eitthvað af korn- vörum. Komið hefur í ljós að í fjalla- grösum eru bakteríueyðandi efni. Hin mikla almenna notkun fjallagrasa fyrr á tíð átti e.t.v. þátt í því að halda berklaveikinni í skefjum. Skarfakál er sérlega auðugt af C-fjörefni og var gott lyf gegn skyrbjúg. Heilir báts- farmar af skarfakáli voru fluttir heim á mannmörg heimili við Breiðafjörð. Hin matarmikla hvönn, einkum ræt- urnar, varð oft til bjargar í hallærum. Rótin var og tuggin gegn farsóttum. Ungir stönglar voru góðir til matar. Grænlendingar stýfa þá úr hnefa enn í dag. I hvönn eru ýmis hollustuefni. Hin fjölmörgu örnefni, kennd við hvönn, sýna, hve alkunn og mikilsverð jurt hún þótti. Söl geyma ýmis sölt sævarins, og er í þeim allmikil næring. Fyrr á öldum gengu sölvalestir frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Saurbæ upp í sveitir. Hólamenn fóru Sölva- mannagötur, er þeir sóttu söl í Saur- bæ. Korn melgresisins (íslandskorn) þóttu mikil guðsblessun og voru nytj- uð í stórum stíl á sandsvæðum í Rang- árvalla- og Skaftafellssýslum. Nú þykir ekki borga sig að nytja melkorn- ið til matar, en melgresið er notað til sandgræðslu í miklum mæli. Leikir. „Úr fíflum og sóleyjum festar hún batt, þær fléttur hún yfir mig lagðiþ kvað Steingrímur. Þetta gera börn enn í dag. Og að kljúfa stöngla fífilsins og sjá hvernig þeir snúa upp á sig, þ. e. klofningarnir. Við sugum hunang úr disætum fífilblómunum. Biðukollu tókum við með varúð og blésum svo á hana einn blástur. Hárin sem sátu eftir áttu að gefa vísbendingu um tilsvarandi barnafjölda. Sápukúl- ur blésum við gegnum fífilleggi. 2. Starkóngur var leikfang gert úr löng- um stararblöðum, líklega á fleiri en einn veg? Fáir munu þekkja hann. Börn blása í gróf grasblöð, ýlustrá, og framleiða hvell blísturhljóð til gam- ans. Þau gera oft smálykkjur úr gras- blöðum og gera í þær glugga, rúður eða spegla með munnvatni sínu. Mörgum þykir erfitt að þekkja sundur starartegundir þótt í blómi séu. Jakob Líndal á Lækjamóti lék sér að því að þekkja sundur blöð ýmissa stara með því að bregða þeim í munn sér og finna mismunandi snerpu, bæði á yfirborði og jöðrum blaðanna. Ingólfur Davíðsson 1. Klófífa, teikning eftir Eggert Pétursson. 2. Vefspólur úr njólastönglum, fífa, fífu- kveikur og lýsislampi. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.