Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 42

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 42
1. STARKÓNGUR Igrein sinni hér að framan nefnir Ingólfur Davíðsson starkóng, leikfang gert úr löngum starar- blöðum, telur að fáir muni þekkja. Það gefur tilefni til að birta smálýsingu á starkóngi, sem sennilega er sá sami og börn léku sér við að bregða úr star- arblöðum. Reyndar þekkir undirrituð ekki aðra gerð. í íslenskri orðabók Menningarsjóðs er starkóngur (starkonkur) m.a. skil- greindur þannig: 1) e.k. leikfang, flétt- að úr löngum stararblöðum. 2) sérstak- ur hnútur, sem endar eru brugðnir saman með: starkóngur á beislistaum- um. I bók Halldóru Bjarnadóttur, Vefnaði, bls. 161, er mynd af brugðnum böndum. Þar er m. a. sýnishorn af star- kóngi sem hafður var á beislistauma. Sá er brugðinn á sama hátt og lýst er hér að neðan og því væntanlega eins og leikfangið. Til að bregða starkóng þarf fjóra enda, t.d. gróft band, leðurræmur eða stararblöð. Þeim er raðað saman eins og sýnt er á 1. teikningu. Endarnir eru teknir i röð, fyrst sólarsinnis, og brotnir ofan á sjálfa sig og þvert á aðra tvo (skiptir ekki máli hver er tekinn fyrst- ur). Bragðið er fest með því að draga 4. endann undir og út undan 1. enda, sjá 2. teikningu. Nú snúa endarnir í gagn- stæðar áttir við það sem þeir gerðu fyrst. Endarnir eru nú aftur brotnir á sama hátt og áður, að öðru leyti en því að nú eru þeir teknir í röð rangsælis, 3. teikning. Brugðið er til skiptis eins og sýnt er á 2. og 3. teikningu. Þegar starkóngur var hafður á beisli voru taumarnir, hvorum megin, það sem kallað var stungnir, þ. e. lóðréttar skorur gerðar með einhverju millibili á leðurræmuna og endum hennar stung- ið til skiptis í gegnum skorurnar. Tveir endar komu þannig frá hvorum beislis- kjálka, þeim var síðast brugðið saman í starkóng. Trúlega hafa slík beisli þótt kjörgripir. Sigríður Halldórsdóttir 1. Starkóngur brugðinn úr sverðliljublöð- um. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 42 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.