Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 44

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 44
PRJONIÐ PEYSU EFTIR EIGIN HUGMYND Prjónið á að baki langa sögu. Allt frá því á 16. öld hafa ís- lendingar fengist við prjón. í tímans rás hefur það tekið á sig marg- víslegar myndir og byggjum við kunn- áttu okkar að miklu leyti á rótgrónum aðferðum. Prjónið gefur margvíslega möguleika í fatagerð og er að auki ákaflega þægilegt í meðförum þar sem verkfærin eru létt og lipur. í þessari samantekt verður greint frá nokkrum atriðum um útfærslu á prjónafatnaði. Góður undirbúningur fyrir prjón er mikilvægur til að flíkin verði vel heppnuð. Vanda þarf fyrst og fremst efnisval og hafa það í samræmi við notagildi, t.d. ull í skíðapeysur, bóm- ull í léttar innipeysur, silki í sparipeys- ur o.s.frv. En umfram allt ætti að not- ast við gott efni, helst náttúruefni. Stærðir: Þegar hafist er handa er gott að hafa við höndina prjóna af ýmsum grófleika, skriffæri og pappír. Fyrst skal teikna rissmynd af peysunni (út- línur). Ákveðin er sídd og yfirvídd peysunnar, þ.e. vídd yfir brjóstin (fer hún eftir smekk og tísku hverju sinni). Þessi mál eru skrifuð á myndina og aðrir útreikningar sem notast er við í prjóninu. Ermalengd á langerma peysu fer eftir sniði peysunnar, þ. e. yfirvídd hennar. Góð aðferð við að reikna ermalengd á langerma peysu er þannig: Sá eða sú sem á að fá peysuna breiðir út faðminn, síðan er mæld lengdin milli úlnliða. Hálf yfirvídd peysunnar er dreginn frá þessari lengd og síðan deilt í með 2. Hvor ermin má vera 2—3 cm lengri en sú tala. Dæmi: Faðmslengd milli úlnliða er 140 cm, /i yfirvídd er 59 cm. 140 -í- 59 = 81 cm 81 : 2 = 40,5 cm 40,5 + 3 = 43,5 cm langar ermar. Einnig má prjóna upp lykkjur í handvegi og prjóna ermina síðan nið- ur, þá er hægt að máta flikina um leið og prjónað er og fæst með því móti nákvæm ermalengd. Prjónaðferð: Áður en lengra er haldið þarf að ákveða prjónaðferð, þ. e. hvort peysan verður með sléttu prjóni, garðaprjóni, tvíbandaprjóni, kaðlaprjóni eða út- prjóni (gataprjóni), svo eitthvað sé nefnt og hvort hún verður prjónuð fram og aftur eða í hring. En á byrjun- arverkefni er heppilegast að hafa prjónið sem einfaldast og varast ber að setja allar góðar hugmyndir í eina flík. Teygjanleiki prjóns er mismun- andi eftir prjónaðferð, t.d. gefur garða- prjón mun betur eftir en tvíbanda- prjón, með öðrum orðum þá erprjón- festan mismunandi. Því þarf grófleiki prjóna að hæfa garni og prjónaðferð. Oft er það smekksatriði hvort prjónað er laust eða fast, en of laust prjónuð flík vill aflagast fljótt og sú sem er of fast prjónuð verður stíf og óþjál. Prjóna þarf sýnishorn, oft fleiri en eitt, með valinni prjónaðferð til að finna þann grófleika á prjónum sem gefur bestu áferðina. Dæmi: Peysu á að prjóna fram og aftur, með munstri sem i eru 4 lykkjur. Fitjaðar eru upp 26 lykkjur (4x6 munstur = 24 lykkjur + 1 jaðar- lykkja hvorum megin = 26 lykkjur). Munstrið er prjónað fram og aftur a.m.k. 12 cm og fellt af. Sýnishornið er bleytt og lagt slétt til þerris. Ef hins vegar á að prjóna peysu í hring er sýn- ishornið einnig prjónað í hring. Fitj- aðar eru upp 30—40 lykkjur á sokka- prjóna og fer lykkjufjöldi eftir prjón- aðferð, eins og áður en án jaðar- lykkja. Munstrið er prjónað a.m.k. 12 cm og fellt af. Saumað er í vél eða höndum báðum megin við 1 lykkju og klippt á milli. Sýnishornið er bleytt og 44 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.