Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 45
lagt slétt til þerris. Ef garnið er mjög
hált, t.d. silki, er æskilegt að bleyta
sýnishornið tvisvar til þess að fá ná-
kvæmari útkomu. Sýnishornið sem
hefur fallegustu áferðina er síðan not-
að til að mæla prjónfestu og út frá
henni er reiknaður lykkju- og um-
ferðafjöldi.
Dæmi: Prjónað er sýnishorn fram
og aftur úr ullargarni á prjóna nr. 5,
með munstri sem í eru 4 lykkjur
(vöffluprjón). Prjónað er eins og fyrra
dæmið hér á undan segir til um.
Lykkjur eru taldar á 10 cm, þær reyn-
ast 12, þ.e. 1,2 lykkja á 1 cm. Eins eru
taldar umferðir á 10 cm, sem reynast
vera 36, þ.e. 3,6 umferðir á 1 cm. Gott
er að byrja að reikna út lykkjur og um-
ferðir á bakstykki. Yfirvídd peysu skal
vera 118 cm.
118 : 2 = 59 cm er hálf yfirvídd
59 x 1,2 = 70 lykkjur
70 -r 2 (jaðarlykkjur) = 68 lykkjur
68 : 4 (lykkjur í einu munstri) = 17
munstur.
Síddin er ákveðin 55 cm, sem er
fremur stutt peysa, þar af eru 3 cm í
líningu neðst og 2 cm í garðaprjón efst
á öxlum. Munstrið prjónast því 50 cm.
50 X 3,6 = 180 umferðir.
Oftast er brugðning eða líning af
einni eða annarri gerð neðst á peysum
og framan á ermum. Prjóna skal
brugðninguna á 1—2 númerum fínni
prjóna en notaðir eru á bolinn. Oftast
eru hafðar faérri lykkjur en í yfirvídd-
inni. Fer sá lykkjufjöldi eftir því
hversu þétt brugðningin á að vera og
einnig eftir prjónaðferð og grófleika
garnsins. Nokkuð hæfileg útaukning
ofan við brugðningu á bol er á bilinu
12—14 lykkjur á hverjar 100 lykkjur.
Jafnar úrtökur og útaukningar (t.d.
á ermum) reiknast út frá umferða-
fjölda.
Dæmi: Prjónfesta á 10x10 cm er 12
lykkjur og 36 umferðir (vöffluprjón).
Ermi skal vera 42 cm löng: 42 x 3,6 =
151 umferð. Víddin ofan við brugðn-
ingu er 26 cm: 26 X 1,2 = 32 lykkjur.
Víddin efst er 52 cm: 52 x 1,2 = 62
lykkjur. Þá eru auknar í: 62 -=- 32 =
30 lykkjur jafnt upp ermina (þ. e. 2
lykkjur eru auknar í sömu umferð á
undirermi 15 sinnum). I (151 umferð :
15 =) 10. hverri umferð er aukið í.
Þegar framstykki er prjónað skal
styðjast við útreikninga sem gerðir
voru á bakstykki. Þvi er mjög gott að
hafa bakstykkið fullprjónað áður en
byrjað er á framstykki. Það auðveldar
að staðsetja vasa, reikna út hálsmálið
o.s.frv.
Vanda þarf vel allan frágang á
prjónlesi, þ.e. ísetningu erma, sam-
setningu og líningar. Góður frágangur
skiptir fullt eins miklu máli og vel
prjónuð flík.
Að lokum hygg ég að lesendur geti
verið mér sammála um að prjónið er
heillandi handmennt — að lykkja
garnið um sjálft sig og búa þannig til
voð sem hefur verið okkur ylgjafi og
augnayndi um aldir og mun verða um
ókomna tíð.
Ragna Þórhallsdóttir
1. Nærmynd af vöffluprjóni.
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
Suöurveri Stigahlíö 45—47
Pósthússtræti 13 viö Austurvöll Sími 12392
hugur og hönd
45