Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 46

Hugur og hönd - 01.06.1986, Side 46
JAKKI MEÐ VÖFFLUPRJÓNI Stcerð: 38—42. Efni: „Álafoss-flos“ sem er laust spunnið band, 90% ull og 10% angórageitarull (móhár). 300 g hvítt og 300 g svart. 2 tölur. Prjónar: Langir prjónar nr 4 og 5. Prjónfesta: 10x10 cm vöffluprjón á prjóna nr 5 = 12 lykkjur, þ. e. 1 cm = 1,2 lykkja, og 36 umferðir (18 umferðir teljanlegar á röngu), þ. e. 1 cm = 3,6 umferðir. 10x10 cm garðaprjón á prjóna nr 4 = 15 lykkjur og 30 um- ferðir (15 garðar). Ath. Vöffluprjón, sem er á bol, gef- ur mun betur eftir en garðaprjón á lín- ingum. Því þarf ekki að hafa færri lykkjur á líningum heldur einungis finni prjóna. Vöffluprjón: Lykkjufjöldi þarf að vera deilanlegur með 4. 1. umferð (ranga): 1 lykkja slétt (jað- arlykkja), *1 lykkja slétt, slegið upp á prjóninn, næsta lykkja tekin óprjón- uð og farið inn í lykkjuna eins og eigi að bregða*. Endurtekið frá *að* og endað á 1 lykkju sléttri (jaðarlykkju). 2. umferð (rétta): 2 lykkjur sléttar, *bandið tekið óprjónað sem fyrr, 2 lykkjur sléttar*. Endurtekið frá *að* og endað á 2 lykkjum sléttum. 3. umferð: 1 lykkja slétt, *slegið upp á prjóninn, 1 lykkjatekinóprjónuðsem fyrr, band og lykkja prjónuð slétt saman*. Endurtekið frá *að* og endað á 1 lykkju sléttri. 4. umferð: 1 lykkja slétt, *2 lykkjur sléttar, bandið tekið óprjónað sem fyrr*. Endurtekið frá *að* og endað á 1 lykkju sléttri. 5. umferð: 1 lykkja slétt, *band og lykkja prjónuð slétt saman, slegið upp á prjóninn, 1 lykkja tekin óprjónuð sem fyrr*. Endurtekið frá *að* og end- að á 1 lykkju sléttri. 2., 3., 4. og 5. umferð eru endurteknar. I— 18cm —(— 17cm 1— 18 cm Garðaprjón: Prjónað slétt frá réttu og röngu. Bak: Allir útreikningar eru sýndir inn- an sviga. (59 cm X 1,2 = 70 + 2jað- arlykkjur = ) 72 lykkjur fitjaðar upp með svörtu á prjóna nr 4. Prjónaðar eru 6 umferðir garðaprjón, þá vöfflu- prjón með hvítu á prjóna nr 5, 29 cm mælt frá uppfitjun. Handvegur: Felldareru af (5 cm X 1,2 =)61ykkjur hvorum megin, 60 lykkjur á. Hand- vegur er prjónaður upp 24 cm. Garða- prjón er prjónað yfir (18 cm X 1,2 =) 21 lykkju á hvorri öxl, 4 umferðir. Fellt af á öxlum. 18 miðlykkjur eru geymd- ar. Hægraframstykki: (45 cm x 1,2 = 54 + 2 jaðarlykkjur =) 56 lykkjur fitj- aðar með hvítu á prjóna nr 4. Garða- prjón prjónað — hnappagat er gert í 3. umferð þannig: Prjóna 36 lykkjur, 46 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.