Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 48

Hugur og hönd - 01.06.1986, Blaðsíða 48
HERRAPEYSA Stœrð: 52. Yfirvídd: 120 cm. Sídd: 60 cm. Efni: „Álafoss-flos“ sem er 90% ull og 10% angórageitarull (móhár). 500 g af bláu nr 427 og 100 g af dökkbláu nr 418. Prjónar: Langir prjónar eða hring- prjónar nr 3lA og 5. Prjónfesia: 10x10 cm = 121ykkjurog 36 umferðir í klukkuprjóni. Klukkuprjón I: Lykkjufjöldi þarf að vera deilanlegur með 2. 1. umferð: *Slegið upp á prjóninn, 1 lykkja tekin óprjónuð, farið inn í lykkjuna eins og eigi að bregða hana, 1 slétt*. Endurtekið frá *að*. 2. umferð: *Slegið upp á prjóninn, 1 lykkja óprjónuð, band og lykkja prjónuð slétt saman*. Endurtekið frá *að*. Allar umferðir hér eftir prjónað- ar eins og 2. umferð. 48 Klukkuprjón II: Það er prjónað eins og klukkuprjón I að öðru leyti en því að nú eru band og lykkja brugðin saman. Á mótum klukkuprjóns I og II víxlast prjónið þannig, að slétt lykkja kemur upp af brugðinni og öfugt. Bak: Fitjaðar eru upp með dökkbláu 72 lykkjur á prjóna nr 3'/2. Síðan eru prjónaðar brugðningar með ljósari litnum, 1 slétt og 1 brugðin, 19 um- ferðir. Fyrsta lykkja réttu megin skal vera brugðin til þess að klukkuprjónið komi í beinu framhaldi. Eftir brugðn- ingarnar kemur klukkuprjón I prjón- að á prjóna nr 5, 47 cm (170 umferðir). Siðan eru prjónaðar 10 umferðir klukkuprjón II með dökka litnum. Fellt er af á öxlum í byrjun hverrar um- ferðar 9-9-10 lykkjur og síðast 16 lykkjur fyrir hálsmál að aftan. Framstykki: Fitjað er upp og prjónað- ar brugðningar eins og á baki. Þegar komnir eru 29 cm (104 umferðir) af klukkuprjóni eru 16 miðlykkjur geymdar á spotta og 28 lykkjur hvor- um megin prjónaðar áfram með klukkuprjóni I þar til komnir eru 47 cm frá brugðningum. Næst eru prjón- aðar með dökka litnum 10 umferðir (11 umferðir á hægri öxl) af klukku- prjóni II og síðan fellt af í byrjun um- ferða 9-9-10 lykkjur. Kragi: Lykkjurnar 16 eru teknar upp á prjón nr 5 og prjónaðar brugðningar, 1 slétt, 1 brugðin, með dökka litnum. I fyrstu umferð er einni lykkju aukið í við byrjun og enda umferðar Qaðar- lykkjur) og brugðin lykkja látin standast á við slétta í klukkuprjóni og öfugt. Jaðarlykkjur eru prjónaðar sléttar í öllum umferðum (perlujaðar). Aukið í einni lykkju innan við jaðar- lykkju hægra megin á peysunni í 4. hverri umferð þar til komnar eru 34 lykkjur, þá er prjónað 18 cm beint stykki (40 umferðir) og síðan tekin úr ein lykkja innan við sömu jaðarlykkju í 4. hverri umferð þar til eftir eru 18 lykkjur, fellt af. Ermar: Fitjaðar eru upp með dökk- bláu 40 lykkjur og prjónaðar brugðn- ingar með ljósari litnum, 19 umferðir. Síðan er prjónað klukkuprjón I með einni jaðarlykkju hvorum megin. Hér kemur slétt lykkja í klukkuprjóni í beinu framhaldi af sléttri lykkju í brugðningu. Aukið er út innan við jaðarlykkju báðum megin í 12. hverri umferð þar til komnar eru 64 lykkjur. Síðast eru prjónaðar 12 umferðir og fellt af. Ermin mælist 50 cm með þrugðningum. Fragangur: Byrjað er á að sauma sam- an á öxlum og þess gætt að saumurinn gefi hæfilega eftir. Lausi endinn á kraganum er festur við að innanverðu og skájaðarinn saumaður við háls- málið. Til þess að fá kragann beinan í er miðja á kraga næld við miðju háls- máls að aftan, skáinn saumaður við hálsmál á framstykki, en beini jaðar- inn (18 cm) við hálsmál á baki. Þá eru ermar saumaðar í, 2 lykkjur á ermi við 3 lykkjur á bol, og síðast hliðar og ermarsaumaðar saman. Ermasaumur kemur innan við jaðarlykkjur, en á hliðum er hægt að jaðra prjónið sam- an án saumfars. Peysan er að lokum undin úr volgu vatni, löguð til á borði og látin þorna. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. HUGUR OG HÖND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.