Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 48

Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 48
HERRAPEYSA Stœrð: 52. Yfirvídd: 120 cm. Sídd: 60 cm. Efni: „Álafoss-flos“ sem er 90% ull og 10% angórageitarull (móhár). 500 g af bláu nr 427 og 100 g af dökkbláu nr 418. Prjónar: Langir prjónar eða hring- prjónar nr 3lA og 5. Prjónfesia: 10x10 cm = 121ykkjurog 36 umferðir í klukkuprjóni. Klukkuprjón I: Lykkjufjöldi þarf að vera deilanlegur með 2. 1. umferð: *Slegið upp á prjóninn, 1 lykkja tekin óprjónuð, farið inn í lykkjuna eins og eigi að bregða hana, 1 slétt*. Endurtekið frá *að*. 2. umferð: *Slegið upp á prjóninn, 1 lykkja óprjónuð, band og lykkja prjónuð slétt saman*. Endurtekið frá *að*. Allar umferðir hér eftir prjónað- ar eins og 2. umferð. 48 Klukkuprjón II: Það er prjónað eins og klukkuprjón I að öðru leyti en því að nú eru band og lykkja brugðin saman. Á mótum klukkuprjóns I og II víxlast prjónið þannig, að slétt lykkja kemur upp af brugðinni og öfugt. Bak: Fitjaðar eru upp með dökkbláu 72 lykkjur á prjóna nr 3'/2. Síðan eru prjónaðar brugðningar með ljósari litnum, 1 slétt og 1 brugðin, 19 um- ferðir. Fyrsta lykkja réttu megin skal vera brugðin til þess að klukkuprjónið komi í beinu framhaldi. Eftir brugðn- ingarnar kemur klukkuprjón I prjón- að á prjóna nr 5, 47 cm (170 umferðir). Siðan eru prjónaðar 10 umferðir klukkuprjón II með dökka litnum. Fellt er af á öxlum í byrjun hverrar um- ferðar 9-9-10 lykkjur og síðast 16 lykkjur fyrir hálsmál að aftan. Framstykki: Fitjað er upp og prjónað- ar brugðningar eins og á baki. Þegar komnir eru 29 cm (104 umferðir) af klukkuprjóni eru 16 miðlykkjur geymdar á spotta og 28 lykkjur hvor- um megin prjónaðar áfram með klukkuprjóni I þar til komnir eru 47 cm frá brugðningum. Næst eru prjón- aðar með dökka litnum 10 umferðir (11 umferðir á hægri öxl) af klukku- prjóni II og síðan fellt af í byrjun um- ferða 9-9-10 lykkjur. Kragi: Lykkjurnar 16 eru teknar upp á prjón nr 5 og prjónaðar brugðningar, 1 slétt, 1 brugðin, með dökka litnum. I fyrstu umferð er einni lykkju aukið í við byrjun og enda umferðar Qaðar- lykkjur) og brugðin lykkja látin standast á við slétta í klukkuprjóni og öfugt. Jaðarlykkjur eru prjónaðar sléttar í öllum umferðum (perlujaðar). Aukið í einni lykkju innan við jaðar- lykkju hægra megin á peysunni í 4. hverri umferð þar til komnar eru 34 lykkjur, þá er prjónað 18 cm beint stykki (40 umferðir) og síðan tekin úr ein lykkja innan við sömu jaðarlykkju í 4. hverri umferð þar til eftir eru 18 lykkjur, fellt af. Ermar: Fitjaðar eru upp með dökk- bláu 40 lykkjur og prjónaðar brugðn- ingar með ljósari litnum, 19 umferðir. Síðan er prjónað klukkuprjón I með einni jaðarlykkju hvorum megin. Hér kemur slétt lykkja í klukkuprjóni í beinu framhaldi af sléttri lykkju í brugðningu. Aukið er út innan við jaðarlykkju báðum megin í 12. hverri umferð þar til komnar eru 64 lykkjur. Síðast eru prjónaðar 12 umferðir og fellt af. Ermin mælist 50 cm með þrugðningum. Fragangur: Byrjað er á að sauma sam- an á öxlum og þess gætt að saumurinn gefi hæfilega eftir. Lausi endinn á kraganum er festur við að innanverðu og skájaðarinn saumaður við háls- málið. Til þess að fá kragann beinan í er miðja á kraga næld við miðju háls- máls að aftan, skáinn saumaður við hálsmál á framstykki, en beini jaðar- inn (18 cm) við hálsmál á baki. Þá eru ermar saumaðar í, 2 lykkjur á ermi við 3 lykkjur á bol, og síðast hliðar og ermarsaumaðar saman. Ermasaumur kemur innan við jaðarlykkjur, en á hliðum er hægt að jaðra prjónið sam- an án saumfars. Peysan er að lokum undin úr volgu vatni, löguð til á borði og látin þorna. Sigríður Halldórsdóttir Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.