Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 50

Hugur og hönd - 01.06.1986, Page 50
HEIMILISIÐNAÐARÞING ÍFINNLANDI 1986 Norrænt heimilisiðnaðarþing, það 19. í röðinni, var haldið í Kuopio í Finnlandi 1.—3. júlí s.l. Þessi þing eru haldin þriðja hvert ár en dagskrá þeirra undirbúin á tveimur stjórnarfundum sem haldnir eru milli þinga. Þingið fór fram í tónlistar- og ráð- stefnuhúsi, nýju og fallegu, sem var tekið í notkun fyrir tæpu ári. Er óhætt að segja að öll aðstaða fyrir sýningar og fundi hafi verið mjög góð. Að venju var hvert land með sýningu á sínum heimilisiðnaði. Finnar fengu arkitekt til að skipuleggja sýningar- svæðið og að margra dómi fékkst með því fallegri og samstæðari sýning en oft áður á þessum þingum. Danir sýndu muni úr horni og beini og „Hedebo“saum. Færeyingar komu með ýmiss konar bönd, gerð með mis- munandi aðferðum og sýndu hvernig þau eru notuð, t.d. á þjóðbúningum þeirra. Aðalverkefni finnska félagsins voru munir úr skinnum og steinum sem þeir leggja áherslu á i sínum heim- ilisiðnaði um þessar mundir. Heimilis- iðnaðarfélag íslands sýndi ullarflíkur með útprjóni (gataprjóni), gamlar og 50 nýjar. HÍ sýndi einnig muni unna úr hrosshári. Þeir elstu voru fengnir að láni úr Þjóðminjasafninu, en sá nýjasti, ofið veggteppi, gert síðast lið- inn vetur. Noregur var með 4 verkefni. Flókagerð, munstrað vélprjón, ýmiss konar hnífa og trémuni, fagurlega gerða. „Nýr fatnaður byggður á gam- alli hefð“ var yfirskriftin á aðalverk- efni sænska félagsins. Útkoman var mjög áhugaverður og fallegur klæðn- aður. Stór hluti sýninganna var sam- einaður í eina farandsýningu sem fer til allra Norðurlandanna og verður hér í maí 1987. Hér verða nefnd nokkur atriði úr dagskrá þingsins. Eftir hátíðlega þing- setningu, að morgni 1. júlí, voru flutt tvö mjög fróðleg erindi um þróun og hönnun í heimilis- og listiðnaði. Það gerðu háskólakennararnir Bertel Gardberg og Kirsti Rantanen. Seinna sama dag voru sýningardeildirnar kynntar með stuttum erindum og myndasýningum. Næsta dag störfuðu 6 umræðuhópar um fyrirfram ákveð- in málefni. Eins og kom fram í Hug og hönd 1985 var íslandi úthlutað að hafa fram- sögu og stjórna þeim hópi sem ræddi um kennslumál. Hildur Sigurðardótt- ir annaðist það verkefni. Daginn eftir sögðu stjórnendur umræðuhópanna frá því helsta sem fram hafði komið. Síðan voru almennar umræður. Þinginu lauk með hófi 3. júlí, þar sem Svíþjóð tók við formennsku í norrænu heimilisiðnaðarsamtökun- um fyrir næstu 3 árin. í hófinu voru 5 manns sæmdir æðsta heiðursmerki finnska félagsins. Það voru þau Per Vale, formaður frá Noregi, Ingegárd Oskarsson, formaður sænska sam- bandsins, Stefán Jónsson, fyrrverandi formaður H.Í., Folmer Bukh, skóla- stjóri, Kerteminde, og Ib Solvang, starfsmaður danska heimilisiðnaðar- félagsins. Þetta fólk hefur allt starfað árum saman að heimilisiðnaðarmál- um í sínu heimalandi og einnig verið virkt í norrænu samstarfi. Næsta þing verður haldið í Svíþjóð 1989 á Hótel Selma Lagerlöf í Verma- landi. Jakobína Guðmundsdóttir 1. Frá sýningu á norrænu heimilisiðnaðar- þingi í Kuopio í Finnlandi 1986. Ljósmynd: Kristín J. Schmidhauser. HUGUR OG HÖND I

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.