Hugur og hönd - 01.06.1986, Qupperneq 54
Heimilisiðnaðarskólinn
r
Avetri komanda, 1986—87,
verður Heimilisiðnaðarskól-
inn starfræktur á sama
grundvelli og áður með mislöngum
námskeiðum í hinum ýmsu handíða-
greinum. Flest námskeiðin eru kvöld-
námskeið, fer kennslan oftast fram frá
kl. 20—23. Á nokkrum námskeiðum
hefst kennslan um kl. 17 og stendur
yfir í 2—3 klst. Nemendur mæta 1—3
sinnum í viku eftir því hvert námskeið-
ið er. Á þessu sést að nýting húsnæðis-
ins er lítil að deginum en það er bein
afleiðing af því að næg aðsókn hefur
ekki fengist á morgun- og dagnám-
skeið og virðist engin breyting í aðsigi
á því. Hugmyndir um aukna nýtingu
húsnæðis hafa komið fram en eru enn
á umræðustigi.
Skipulag námskeiða er þannig að
lögð er áhersla á að veita undirstöðu-
þekkingu í hverri námsgrein, s.s. á
hægustum handtökum, vönduðu efni
og áhöldum og, eftir því sem tök eru
á, þáttum úr sögu greinarinnar. Jafn-
framt er leitast við að opna augu nem-
enda fyrir samræmi lita og forms og
gildi góðrar hönnunar í allri fram-
leiðslu.
Lengstu námskeiðin eru í almenn-
um vefnaði, 99 kennslustundir. Þar er
m.a. reynt að leggja áherslu á uppsetn-
ingu með því að hver nemandi setur
upp 2—4 sinnum mismunandi vefi og
vefur niður. Mörg framandi heiti, orð
og orðasambönd eru notuð um og í
vefstólum og vefnaði. Tengist fagið
þannig beint og óbeint íslensku máli
og menningarsögu. Þetta getur reynd-
ar átt við margar fleiri greinar, því að
í skólanum er leitast við að varðveita
gömul íslensk vinnubrögð á sviði
heimilisiðnaðar og finna þeim jafn-
framt stað í nútímanum. Má þar nefna
greinar eins og tóvinnu, baldýringu,
jurtalitun, tréskurð, spjaldvefnað,
knipl, þjóðbúningasaum o.fl. Þó
fæstar þessara greina séu kenndar
annars staðar en í Heimilisiðnaðar-
skólanum gengur oft misjafnlega að
ná inn nægum nemendafjölda. Heim-
ilisiðnaðarskólinn leggur þó áfram
metnað sinn í að halda við þessum
þjóðlegu greinum.
Við skólann starfa á hverjum vetri
12—15 stundakennarar, áhugasamir
54
og vel menntaðir. Inntökuskilyrði til
náms í skólanum eru engin og engar
kröfur gerðar til prófa. Vottorð um
námið eru afhent þeim sem óska og
hafa nýst mörgum sem viðurkenning á
aukinni fagþekkingu eða sem þáttur í
námi á list- og verkmenntabrautum
framhaldsskóla.
Skólinn er allvel búinn tækjum, á
öll nauðsynleg verkfæri fyrir hverja
grein, svo að nemendur þurfa ekki að
taka með sér annað en smááhöld eins
og nálar, prjóna, skæri og málbönd.
Efni að einhverju marki er einnig fyrir
hendi í skólanum. Efni í fyrsta sýnis-
horn er oftast innifalið í kennslu-
gjaldi. Nemendafjöldi á hverju nám-
skeiði er aldrei meiri en 10, í sumum
greinum eru aðeins 8 og í einu 6 (þjóð-
búningasaum).
í fyrra voru haldin samtals 35 nám-
skeið og sóttu þau 270 nemendur.
Kennarar voru 12 auk skólastjóra.
Eftir aðalfund 1986 varð sú breyting
á skólanefnd að Elínbjört Jónsdóttir,
sem setið hefur í skólanefnd og verið
formaður frá upphafi, vék þaðan,
mátti ekki sitja lengur samkvæmt
lagabókstafnum. Hildur Sigurðar-
dóttir handavinnukennari hvarf einn-
ig úr skólanefnd. í þeirra stað komu
Hildur M. Sigurðardóttir smíðakenn-
ari og Ragnheiður Thorarensen
handavinnukennari. Þórir Sigurðsson
tók að sér formennsku í nefndinni.
Sigríður Halldórsdóttir
NÁMSKEIÐ HEIMILISIÐNAÐAR-
SKOLANS VETURINN 1986- -1987
Prjón 4. Tauþrykk 7. okt.—11. nóv.
1. Sokka- og 5. Tauþrykk 3. mars—7. apríl
vettlingaprjón 6. nóv.—4. des. 6. Tréskurður 8. sept.—6. okt.
2. Hyrnur og sjöl 23. febr.—23. mars 7. Tréskurður 8. okt.—5. nóv.
3. Prjóntækni 8. sept.—13. okt. 8. Tréskurður 10. nóv.—8. des.
4. Prjóntækni 27. okt.—1. des. 9. Tréskurður 7. jan.—4. febr.
5. Prjóntækni 5. jan.—9. febr. 10. Tréskurður 9. mars—6. apríl
6. Dúkaprjón 5. febr.—5. mars 11. Tréskurður 22. apríl—20. maí
Vefnaður 1. Myndvefnaður 2. Myndvefnaður 3. Myndvefnaður 9. sept.—11. nóv. 25. nóv.—10. febr. 3. mars—19. maí 12. Tóvinna 13. Leðursmíði 14. Leðursmíði Saumur 2. febr.—23. mars 4. okt.—22. nóv. 7. febr.—28. mars
4. Vefnaður börn 11. okt.—29. nóv. 1. Bótasaumur 14. okt.—2. des.
5. Vefnaður börn 7. febr.—28. mars 2. Bótasaumur 13. jan.—3. mars
6. Vefnaður byrj. 8. sept.—27. okt. 3. Tuskubrúðugerð 14. okt.—4. nóv.
7. Vefnaður byrj. 3. nóv.—12. jan. 4. Tuskubrúðugerð 11. nóv.—2. des.
8. Vefnaður byrj. 19. jan.—9. mars 5. Tuskubrúðugerð 13. jan.—3. febr.
9. Vefnaður byrj. 16. mars—14. maí 6. Tuskubrúðugerð 10. febr.—3. mars
10. Brugðin bönd 8. okt.—12. nóv. 7. Baldýring 18. sept.—13. okt.
11. Spjaldvefnaður 5. febr.—26. mars 8. Þjóðbúninga-
12. Vefnaðarfræði 6. okt.—24. nóv. saumur 3. okt.—5. des.
13. Vefnaðarfræði 19. jan.—9. mars 9. Þjóðbúninga-
Ýmis námskeiö 10. saumur Fatasaumstækni 6. febr.—10. apríl 1. okt.—29. okt.
1. Jurtalitun 9. febr.—5. mars 11. Fatasaumstækni 12. nóv.—10. des.
2. Knipl 11. okt.—29. nóv. 12. Fatasaumstækni 14. jan.—11. febr.
3. Knipl 7. febr.—28. mars 13. Fatasaumstækni 4. mars—1. apríl
HUGUR OG HÖND