Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 6

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 6
NYTJAVEFNAÐUR OG LISTRÆN TEXTÍLIÐJA Á ÍSLANDI Á MIÐÖLDUM Frá landnámi íslands á ofan- verðri 9. öld og um allar mið- aldir, sem á íslandi eru taldar ná fram til siðaskipta 1550, var allur vefnað- ur að undanskildum bandvefnaði unninn í vefstað, kljásteinavefstað (1. mynd). Vefstaðurinn var seinvirkur og erfiður í meðförum, en þrátt fyrir það unnu ís- lenskar konur á þjóðveldisöld í honum, úr sauðfjárull, tvær aðalútflutnings- afurðir landsmanna, vaðmál og varar- feldi, en þeir voru staðlaðar yfirhafnir með röggvaráferð (2. mynd). Fram- leiðslu vararfelda virðist hafa verið hætt fyrir lok 12. aldar, en vaðmál voru flutt út langt fram eftir öldum, þótt þau væru ekki aðalútflutningsvara eftir 1300. Auk útflutningsvörunnar voru ofnir flestir ullardúkar, sem þörf var fyrir innanlands, einkum ýmsar gerðir vað- mála, svo og einskefta, þar á meðal tvist- ur, gisinnjafavefnaðurúrtogi, sem hafð- ■ur var sem grunnur fyrir útsaum. Fátt eitt þer varðveitt af íslenskum nytjadúkum frá miðöldum. Helst eru það lítilfjörlegar vefnaðarleifar og stöku pjötlur úr flík- um, mestmegnis úr vaðmáli, fundnar við fornleifagrefti (3. mynd). Ekki verður séð að ofið hafi ve'rið úr öðrum vefjarefn- um en ull hér á landi á þeim tímum. Af rituðum heimildum má ráða að vefnaður á íslandi á miðöldum hefur ver- ið kvennaverk. Fyrst þegar lárétti vef- stóllinn kemur til sögunnar á 18. öld fara karlmennirnir að vefa. Þó að ekki finnist dæmi þess frá miðöldum, verður að telja víst, eftir seinni tíma heimildum að dæma, að það hafi verið lægri stéttar konur sem inntu af hendi hina erfiðu og grófu vinnu við að framleiða söluvað- málin og brúkunarklæðin. Af Búalögum, sem hafa að geyma verðlagsskrár og ákvæði um afköst og til eru í mörgum gerðum allt frá 15. öld, sést að konur hafa stundum starfað sem at- vinnuvefarar. Þar eru sérstök ákvæði um vefkonur, afköst þeirra, vinnukjör og kaup. Engar heimildir eru kunnar um nafngreindar vefkonur. Hins vegar má nefna að þekkt er, úr fornbréfi frá 1467, nafn konu, Þuríðar Halldórsdóttur, sem þjóna átti Munkaþverárklaustri meðal annars með tóskap. Þess skal getið að auk vefnaðar tíðkuð- ust á miðöldum þrjár aðrar aðferðir við gerð textíla, að minnsta kosti þegar um minni flíkur var að ræða. Ein þeirra er nálbragð (vattarsaumur), sem varðveitt er dæmi um, stakur vöttur, ef til vill frá 10. öld (4. mynd). Önnur aðferð er prjón. Um það fannst árið 1981 dæmi, einnig stakur vettlingur, sem tímasettur er að svo stöddu til fyrri hluta 16. aldar (sjá mynd í Hugur og hönd 1982, bls. 47), en áður var talið að prjónatæknin hefði ekki borist til íslands fyrr en á seinni hluta aldarinnar. Ennfremur var ull þæfð í flóka. Hafa fundist í jörðu tveir flókahettir með ísaumuðu, klipptu flosi, sem báðir kunna að vera frá miðöldum. II Á meðan vinnukonur og vefkonur hafa staðið við grófan vaðmálsvefinn og unnið vöru til útflutnings, fengust heldri konur við listræna textíliðju til að prýða heimil- in og, eftir að kristni komst á, einnig kirkjurnar. Ritaðar heimildir frá því fyrir siðaskipti eru að vísu fáskrúðugar að nákvæmum lýsingum hvað þetta snertir. Þó kemur glöggt fram af frásögn- 6 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.