Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 7

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 7
2. um í íslenskum fornsögum rituðum á 13. og 14. öld, að talið var bæði við hæfi og lofsvert að konur væru vel að sér í slíkri mennt, og að hannyrðir voru þáttur í þeirri uppfræðslu sem efnaðar ungar konur nutu á íslandi á miðöldum líkt og í grannlöndunum. Varðveittar heimildir og verk sýna að þeim var kenndur bæði spjaldvefnaður og útsaumur, og varla fer heldur milli mála að þær hafí lært útvefn- að í kljásteinavefstað, því að enda þótt enginn slíkur sé varðveittur frá þessu tímabili, virðist mega draga þá ályktun af rituðum heimildum bornum saman við skrautvefnað frá seinni tímum. Frá miðöldum eru varðveitt um tuttugu útsaumuð klæði. Sennilega er ekkert þeirra eldra en frá lokum 14. aldar, ef þau eru þá svo gömul, en meira en helming þeirra verður að tímasetja til loka þessa tímabils, þ. e. fyrri hluta 16. aldar. Útsaumuðu klæðin, sem svo vill til að eru öll kirkjuleg, sýna að í hannyrðum höfðu þróast mjög sterk þjóðleg einkenni í samspili munstra og saumgerða, þó að fyrir komi ótvíræð áhrif erlendis frá í hvoru tveggja. Meginið af útsaumnum er altarisklæði, flest með refilsaumi, sem er lagður saumur sömu gerðar og á Bayeuxreflinum (sjá 5. mynd). Mótífm sýna meðal annars dýrlinga og helgisög- ur, og flest eru klæðin saumuð með ullarbandi í innflutt hörléreft (6. mynd), þó einstöku sinnum í tvist. Einu dæmin um íslenskan munstur- vefnað frá þessu tímabili eru fáein spjaldofm bönd úr ull: tveir smábútar af mjóum borðum frá 10. öld, jarðfundnum (sbr. 3. mynd efst t.v.), og fjögur tiltölu- 4. lega breið bönd, margbrotin að gerð, þrjú þeirra trúlega hlutar af sama band- inu, sem varðveist hafa á altarisklæði frá lokum miðalda (sjá myndir í Hugur og hönd 1985, bls. 23, 24 og 27). I heiðni og fyrst eftir kristnitöku hafa höfðingjasetur verið miðstöðvar hann- 1. mynd. íslenskur vefstaður settur upp í Þjóðminjasafni Islands 1963, og ofið í hon- um vaðmál með hefðbundnum hætti. Upp- setningin lagfærð 1980. Rifurinn og önnur hleinin upprunaleg, Þjms. 1919 a, b, svo og vefjarskeiðin úr hvalbeini, Þjms. 4735; aðrir hlutir nýsmíð unnir af Guðmundi Þorsteinssyni frá Lundi. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson / Imynd. 2. mynd. Röggvarvefnaður, tveir bútar samfastir, sá stærri með jaðri (vinstra megin á myndinni). Fundnir í jörðu að Heynesi í Innri-Akraneshreppi 1959. Frá 10. eða 11. öld. Ullarvaðmál með röggvum úr toglögðum. Stærðir 35x17 og 26x17 cm. Vaðmálsræma, stærð 12x2 cm, er saumuð við jaðarinn ofan til. Þjms. 1959: 123. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson / Imynd. 3. mynd. Vefnaðarleifar úr kumli að Reykjaseli á Jökuldal. Frá 10. öld. Aðal- hlutar: bútur af munstruðu spjaldofnu bandi mislitu, og leifar af vaðmáli og smá- gerðum einlitum munsturvefnaði. Ullar- vefnaður. Stærð spjaldvefnaðar um 8x2 cm. Þjms. 4873 I—IV. Ljósmynd: Guð- mundur Ingólfsson / Imynd. 4. mynd. Vöttur fundinn að Arnheiðar- stöðum á Fljótsdalshéraði. Frá 10. öld? Saumaður með nálbragði (vattarsaumi). Ullarband. Lengd 26 cm. Þjms. 3405. 3- Ljósmynd: Gísli Gestsson. HUGUR OG HÖND 7

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.