Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 46

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 46
nýtískulegar peysur með gataprjóni, eftir Kristínu Schmidhauser Jónsdóttur, prjónaðar 1986. Kynr.t var vinnsla á hrosshári fyrr og nú. Elstu munirnir voru fengnir að láni úr Þjóðminjasafninu, nytjahlutir sem voru sjálfsagðir á hverju heimili fyrr á árum, en þeir nýjustu, veggteppi eftir Elísabetu Þorsteinsdóttur og „skúlptúr“, gerður af Sigurlaugu Jóhannesdóttur, unnir á síðasta ári. Jakobína Guðmundsdóttir 6. Finnskir sýningarmunir. Ljósmyndir: Sigurður R. Sigurbjörnsson. Heimilisiðnaðarfélag Islands sýndi ullarflíkur með útprjóni (gataprjóni) og muni úr hrosshári. Ullarfatnaðurinn var frá ýmsum timum og sýndi þróunina í þessari prjóngerð. Það er bandið sem er fáan- legt hverju sinni sem hefur afgerandi áhrif á framleiðsluna og einnig tískan. Elstu munirnir, sem sýndir voru, eru frá siðustu aldamótum og unnir úr handspunnu þelbandi. Um 1950 er handspunnið band að mestu horfið af markaðinum. Aðalbjörg Jónsdóttir byrjar að prjóna kjóla úr vélspunnu eingirni um 1970. Einn nýlega gerður var á sýningunni. Einnig voru sýndar FÉLAGSMÁL Síðastliðinn vetur voru haldnir þrír félagsfundir og farið i eitt ferðalag. Fyrsti fundurinn var haldinn í Heimilisiðnaðarskólanum og hann kynntur. Jólafundurinn var haldinn síðast í nóvember og var viðfangsefnið laufabrauðsskurður og gátu fundarmenn skorið út nokkrar kökur undir leiðsögn hús stj órnarkennara. Á fundinum í mars kynnti Jens Guð- jónsson iðn sína, silfursmíði, og sýndi smíðisgripi, og Sigríður Halldórsdóttir sagði frá blaðinu Hugur og hönd. í maí var efnt til ferðar upp á Akranes til að skoða byggðasafnið, komið var við í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og þar tók séra Jón Einarsson á móti okkur og sýndi kirkjuna og sagði frá Hallgrími Péturs- syni. Aðalfundur var haldinn 9. apríl. Jakobína Guðmundsdóttir lét af for- mennsku í félaginu og var Hildur Sigurð- ardóttir kosin formaður til tveggja ára, aðrir í stjórn eru: Brynja Runólfsdóttir, varaformaður, Sigrún Axelsdóttir, gjaldkeri, Guðbjörg Hannesdóttir, ritari, Matthías Andrésson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigríður Haraldsdóttir, Varastjórn: Björn Loftsson, Margrét Kjærnested, Elín Helgadóttir. Tekið var á móti norrænni farandsýn- ingu og er hennar getið annars staðar í blaðinu. Formannafundur í Norrænu heimilis- iðnaðarsamtökunum var haldinn hér 29. ágúst í boði Heimilisiðnaðarfélags Is- lands. Ingegárd Oskarsson sem nú er for- maður samtakanna, stýrði fundinum. En hann var m.a. undirbúningsfundur fyrir XX þingið sem verður í Svíþjóð 1989. Kynntur var staðurinn sem þingið verður haldið á en hann er Sunne í Vermalandi. Á fundinum var samþykkt að Heimil- isiðnaðarfélag Færeyja yrði fullgildur aðili að Norrænu heimilisiðnaðarsam- tökunum. Einnig var ákveðið að halda norrænt fjölskyldumót hér á landi næsta sumar og verður það væntanlega haldið seinni hluta júlímánaðar, en allar nánari upplýsingar varðandi það verða sendar félagsmönnum síðar. Mót þessi hafa ver- ið haldin undanfarin ár til að koma til móts við hinn almenna félagsmann. Á þessum fundi voru mættir formenn allra norrænu félaganna ásamt starfsmönnum þeirra, alls 15 manns. Ég sat fund þennan ásamt varaformanni Brynju Runólfsdótt- ur. í sept. 1987, Hildur Sigurðardóttir 46 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.