Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 45
sýndir hattar, skór ýmiss konar og
leikföng. Með munsturprjóninu er
norski heimilisiðnaðurinn að hefja
framleiðslu á nýrri gerð af heimilisiðn-
aðarvörum. Farin var sú leið að eitt af
norsku heimilisiðnaðarfélögunum
hafði samband við textílhönnuð.
Hann sótti hugmyndir sínar að munst-
urprjóninu í gamlar fyrirmyndir og
hannaði nýtísku fatnað. Með þessu
móti hefur heimilisiðnaðarfólk fengið
nýjar fyrirmyndir að vinna eftir.
Tréskálarnar eru unnar með hefð-
bundinni aðferð, en formin hafa
breyst og eru orðin mjög nýtískuleg.
Danir sýndu muni úr horni, beini og
mýrareik. Einnig útsaum, Hedebo-
saum, sem kenndur er við Hedebohér-
að. Þar var unninn mjög vandaður út-
saumur um 1750 til 1870. Efnið, sem
venjulega var notað, var heimaunninn
hör. Danska heimilisiðnaðarsam-
bandið hefur kennt þennan útsaum á
námskeiðum og aðlagað að nútíman-
um. I Danmörku hafa horn og bein
verið notuð öldum saman í ýmsa hluti,
m.a. fiskiöngla, drykkjarhorn og skó-
horn. Heimilisiðnaður úr horni varð
mjög vinsæll um 1950, en hvarf að
mestu um tíma þangað til nú á síðustu
árum að aftur er farið að vinna úr
horni og beini. Á sýningunni mátti sjá
marga nýja fallega gerða muni úr þess-
um efnum.
Færeyjar sýndu kríluð og brugðin
bönd svo og tólf þátta bönd, sem eiga
það öll sameiginlegt að vera búin til án
áhalda. Notagildi bandanna er marg-
breytilegt. Brugðnu böndin eru aðal-
lega notuð sem belti, hálsbindi eða
sokkabönd. Tólfþátta böndin eru ein-
göngu notuð til að festa skeiðarhnif-
ana við beltið. Kríluðu böndin eru
notuð til að styrkja og prýða brúnir á
fatnaði.
í Færeyjum er hefð að hringprjóna
peysur. Ef peysan á að vera hneppt,
þarf að klippa upp úr henni að fram-
an. Síðan eru kríluð bönd saumuð við
brúnirnar til að styrkja þær.
1. Veggteppi eftir Elísabetu Þorsteinsdóttur
ofið úr handspunnu hrosshári.
2. Sænskir sýningarmunir.
3. Færeyskir sýningarmunir.
4. Danskir sýningarmunir.
5. Norskir sýningarmunir.
HUGUR OG HÖND