Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 29

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 29
„NEYÐIN KENNIR NAKTRIKONU AÐ SPINNA“ Fyrir nokkrum árum sá ég eftir- tektarverðar og sérkennilegar smámyndir af jólasveinum með „þjóðlegu" yfirbragði. Stærð myndanna var um 7—10 cm. Mér lék forvitni á að vita hver hefði hannað og gert þessa gripi. Og komst að því að það var Hildur Sigurðardóttir kennari í Reykjavik. Hún fræddi mig um ástæðuna til þess að hún fór að búa til jólasveinana. „Það mun hafa verið í desember- byrjun 1969 að ég byrjaði á því að hanna og búa til þessa íslensku jóla- sveina. Ég var í kennaranámi og mað- urinn minn nýbyrjaður að kenna. Við höfðum reiknað með óskertum laun- um í launaumslagi hans en önnur varð raunin á því, þar voru aðeins 500 krón- ur, aðra peninga hafði skatturinn hirt. Jólin voru framundan og lítið um pen- inga til jólahaldsins. Ég ákvað að láta þetta ekki mikið á mig fá og fór að hugsa hvernig ég gæti unnið mér inn einhverja peninga til að greiða óhjá- kvæmileg útgjöld vegna jólahaldsins. Ég hafði mér til gamans búið til prjón- aðar og vafðar smámyndir af fólki og dýrum. Ég fór að hugleiða hvort ég gæti ekki hugsanlega framleitt og selt slíka muni og þannig aflað einhverra peninga. Ég fór með sýnishorn í versl- un Heimilisiðnaðarfélagsins og var þar hvött til að láta verða af þessu. Af því að jólin voru í nánd var auðvitað eðlilegast að búa til einhverskonar jólasveina og þá með „íslensku" yfir- bragði. Ég ákvað að nota lýsingu Jó- hannesar úr Kötlum á þessum fyrir- bærum og reyndi að ná þeim einkenn- um sem þessa sveina prýða. Ég vildi láta þá standa upprétta og þá varð að hafa þunga undirstöðu. Maðurinn minn átti sökkuhögl úr blýi. Þau tók ég og steypti skóá jólasveinana. Form- aði fyrst skóna úr kertavaxi og steypti svo mót úr gifsi. Nú var hægt að steypa blýskóna. Síðan var sest við og farið að framleiða jólasveina. Mörg voru handtökin við hverja mynd en með æfingunni kom meiri hraði í framleiðsluna. Má hér nefna til dæmis að húfur jólasveinanna voru hand- prjónaðar úr röktu garni, prjónaðar á mjög fíngerða prjóna. Heimilisiðnaðarverslunin tók jafn- óðum við framleiðslunni og allt seld- ist. Þannig bjargaðist fjárhagurinn fyrir þessi jól“ Jólasveinar Hildar urðu eftirsóttir og þekktir og fram á þennan dag hefur hún haldið áfram að búa til svipaða gerð af jólasveinum, en nú aðeins fyrir vini og kunningja. Lík- lega hefði aldrei orðið af þessari heimilisiðju ef mánaðarlaun manns Hildar hefðu komið óskert í jólamán- uðinum. Sannast hér gamla máltækið „Neyðin kennir naktri konu að spinna“. Þórir Sigurðsson 1. Sexíslenskir jólasveinar: Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Ketkrókur, Skyrjarmur, Kertasníkir og Gluggagægir. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. HUGUR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.