Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 28

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 28
Merkingunni „Svenskullgarn“ er ekki að treysta. Það hefur lengi verið notað um gróft prjónagarn í sauðarlitum og þarf hreint ekki að vera úr sænskri ull. En nú er sameiginlega unnið að því að fá fram nýtt vörumerki fyrir litlu spunaverkstæðin sem á að tryggja að bandið sé úr sænskri úrvals ull. Árið 1985 var myndaður starfshóp- ur um ullarmál innan nefndar sem fjallar um heimilisiðnaðarmál. Hann vinnur m.a. að því að auka gæði ullar- innar. Við hinn mikla áhuga á flókagerð sem kviknaði um allt land á 8. ára- tugnum jókst þekking á eiginleikum ullar. Farið var að framleiða og selja sérstakar ullarkembur ætlaðar fyrir flókavinnu og sinna mörg spunaverk- stæði því verkefni. Vaxandi áhugi á að spinna á halasnældu og rokk hefur einnig haft áhrif í þá átt að auka vitn- eskju um ull og næmari tilfinningu fyrir gæðum. Bein afleiðing af þessu er að verkfærasmiðum hefur fjölgað um leið og markaður hefur myndast fyrir verkfærin. Það er ekki langt síð- an að í Svíþjóð var aðeins einn starf- andi rokkasmiður, nú er rokkasmiður líklega í hverju léni. Við verðum einnig vör við að áhug- inn á ævagömlum og tímafrekum að- ferðum leiðir til aukinnar efnisþekk- ingar, því að það svarar ekki kostnaði að leggja í mikla vinnu nema efnið sé af allra bestu gerð. Viðskiptavinir sem vita hvað þeir vilja hljóta að hafa hvetjandi áhrif á fjáreigendur. Katarina Ágren 1. Hrútur af lantras-stofni með vel rækt- aða togmikla ull (ryaull). 2. Hrútur af lantras-stofni með þelmikla ull (fínull). 3. Grár hrútur af lantras-stofni frá Got- landi (pálsull). Ljósmyndir úr Textil materiallára (LTs Stokkhólmi 1976). 28 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.