Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 16
KRÍLUÐ BÖND
Til eru ótrúlega margar aðferðir
við að búa til bönd eða linda,
brugðin á ýmsan hátt með
fingrunum einum án áhalda. Af að-
ferðum sem þekkjast frá gamalli tíð á
Islandi mætti t.d. nefna að bregða
(gjörð), flétta (reipi), ríða starkóng,
stima, fingra og kríla. Síðast nefnda
aðferðin, að kríla, verður tekin hér til
umfjöllunar.
Kríluð bönd eru gerð úr mismun-
andi mörgum lykkjum sem fingrum
beggja handa er smeygt í. Lykkjurnar
fléttast saman í band við að flytja þær
á sérstakan hátt milli handa. Þó að
grunnaðferðir við að kríla bönd séu í
megindráttum eins, þ. e. að draga
lykkju milli handa í gegnum eina eða
fleiri næstu lykkjur á sömu hendi, er
hægt að beita við það ýmsum tilbrigð-
um sem gefa mismunandi áferð og
Iögun.
II
Um uppruna þessarar bandagerðar
er ekki vitað annað en að hún mun
vera ævagömul. Ekki er heldur vitað
hvenær eða hvernig hún barst til ís-
lands, en talið víst að kunnáttan hafi
lengi verið til staðar og allmikið not-
16
HUGUR OG HÖND