Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 44
HEIMILISIÐNAÐAR-
SÝNING
Farandsýning norrænu heimilis-
iðnaðarsamtakanna var sett
upp í Listasafni ASÍ í Reykja-
vík og stóð frá23.—31. maí og í Amts-
bókasafninu á Akureyri 6.—15. júní
1987. Sýningin var hluti sýninga sem
Norðurlöndin settu upp í sambandi
við norrænt heimilisiðnaðarþing sem
var haldið í Kuopio í Finnlandi 1.—3.
júlí 1986. Farandsýningin fór um öll
Norðurlöndin og lauk hér á íslandi.
Sýning Finnlands í Kuopio var lang-
stærst, en það er venjan að það land
sem heldur þingið hverju sinni setji
upp allstóra yfirlitssýningu á sínum
heimilisiðnaði. Finnar eru þekktir
fyrir góða hönnun í iðnaði og eru
óhræddir við að koma fram með og
reyna nýjar leiðir í heimilisiðnaði. Það
sem vakti óskipta athygli að þessu
sinni voru grófar gólfmottur. Finnar
álíta að það sé vaxandi áhugi fyrir
gólfmottum ofnum úr grófu garni. Til
þess að koma til móts við þá sem vefa
eða leiðbeina í vefnaði, voru fengnir 8
ungir textílhönnuðir til að koma með
nýjar hugmyndir. Samtímis var fram-
leitt garn sem hentar sérstaklega vel
fyrir þessa gerð af mottum („hár-
garn“, unnið úr ull og dýrahári).
Árangurinn af þessu samstarfi
mátti sjá í sýningardeild þeirra, teikn-
ingar, prufur og mottur. Einnig var
þar bók með myndum og uppskriftum
af öllum mottunum sem hópurinn
gerði.
Finnar hafa endurvakið gamla
þjóðlega vefnaðargerð, einskonar
hálfdregil. Á sýningunni voru vinnu-
teikningar og prufur þar sem gefnar
voru hugmyndir um hvernig er hægt
að nota þessa vefnaðargerð fyrir nú-
tíma heimili, t.d. í áklæði, púða og
rúmteppi. Einnig voru veggteppi með
þessum vefnaði.
Margt fleira áhugavert var í finnsku
deildinni, t.d. munir úr skinnum,
flóka og steinum.
„Nýr fatnaður byggður á gamalli
hefð“ var yfirskriftin á aðalverkefni
sænska sambandsins. Sænska heimil-
isiðnaðarsambandið S.H.R., hefur
unnið að þessu verkefni í samvinnu
við tvo textílhönnuði. Hugmyndirnar
eru fengnar frá gömlum prjónuðum,
ofnum og útsaumuðum fatnaði. Not-
uð eru efni sem eru fáanleg í verslun-
um S.H.R. Fatnaðinn er hægt að
kaupa tilbúinn, en fyrir þá sem vilja
reyna sjálfir er einnig hægt að fá efni
og leiðbeiningar. Þetta verkefni hefur
vakið mikla athygli fjölmiðla, vegna
þess að þarna er höfð samvinna við
þekkta textílhönnuði.
Noregur sýndi flókagerð, munstrað
vélprjón, hnífa og tréskálar. Reynt var
að sýna ólíkar aðferðir við að nota
gamlan heimilisiðnað og menningu til
nýsköpunar. í flókagerðinni voru
44
HUGUR OG HÖND