Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 33
Breiðafjörð, á Vestfjörðum og Norð-
urlandi. Bændur hafa af því hlunnindi
að hlú að æðarfuglinum og varpi hans
og hirða dúninn sem hann fellir um
varptímann. Til skamms tíma var
dúnninn einnig hreinsaður heima á
bæjunum og frásögnin, sem hér fer á
eftir, er höfð eftir konu sem þekkir
vinnubrögðin af eigin raun, Sigríði
Guðmundsdóttur frá Syðra-Lóni á
Langanesi, en þar var og er enn allgott
æðarvarp.
„Það var byrjað að hugsa fyrir
verkun dúnsins þegar varpið var geng-
ið. Þegar fuglinn fór að reyta sig og
verpa var farið að taka dún úr hreiðr-
inu strax og hægt var, en þess auðvitað
gætt að skilja nóg eftir til að halda
hita á eggjunum. Þetta var besti dúnn-
inn, því þegar skriðið var úr eggjunum
varð dúnninn, sem þá var eftir, klesst-
ur og óhreinn. Þegar heim var komið
með dúninn var hann þurrkaður í sól
eins og mögulegt var. Þegar hann var
orðinn þurr mátti geyma hann þannig
þar til tími vannst til að verka hann til
fulls. Þá var líka hægt að hrista úr
honum stórgerðasta ruslið.
Næsta verk var að breyskja dúninn
sem kallað var, þ.e. hita hann þannig
að strá, skurn og annað rusl sem í hon-
um var varð stökkt. Meðan búið var
við hlóðaeldhús heima, var dúnninn
breysktur á hlóðunum, ýmist i potti
eða á þunnri grjóthellu. Þetta var sein-
legt, því ekki var hægt að breyskja
nema litla dúnvisk í einu, og allan vara
þurfti að hafa á að ekki kviknaði í
dúninum, sérstaklega ef breyskt var í
potti. Hellan hitnaði ekki eins skarpt,
hélt hitanum betur og jafnar, og því
var minni hætta á íkveikju. Síðar voru
smíðaðir sérstakir ofnar til að
breyskja í, skúffur hver upp af ann-
arri, sem hitaðar voru á olíuvél. Þá var
hægt að vera við þetta annars staðar
en í eldhúsinu, en íkveikjuhættan var
alltaf fyrir hendi.
Því betur sem breyskt var, þeim mun
auðveldara var að brjóta í dúninum,
það var næsti liður í hreinsuninni. Þá
var tekin visk, haldið þéttingsfast um
hana og núið fast eftir dúngrindinni til
að brjóta í henni, mylja ruslið sem í
henni var. Siðan var takið losað og
viskinni nuddað allmiklu lausar eftir
grindinni til að hrista úr henni rusl og
ryk. Það var kallað að raspa dún að
hreinsa á handgrind.
Dúngrindin var rammi, smíðaður
HUGUR OG HÖND
úr þykkum, sterkum plönkum. Ann-
ars vegar í rammann voru boruð göt
fyrir strengina, en hins vegar var þver-
spýta fest með boltum og róm, og í
hana boruð göt til að þræða strengina
í á móti. Þetta var gert til þess að hægt
væri að strekkja á strengjunum, því
nauðsynlegt var að þeir væru vel
2.
strekktir. Undir strengina, á endun-
um, þar sem þeir nudduðust við tréð,
voru oft settir litlir tréfleygar eða
kubbar til að grindin entist betur. Tréð
eyddist smám saman upp undan
strengjunum, og vitanlega var auð-
veldara að skipta um fleyga en að
smíða nýja grind. í strengina var best
að nota fiskilínu. Þetta var handgrind.
Hún getur hafa verið u.þ.b. 60 X 80 cm
að stærð. Þá voru einnig til svokallað-
ar hrælgrindur, þær voru miklu
stærri. Þá var farið þannig að þegar
búið var að brjóta í, að dúnviskin var
lögð á grindina, síðan var hrælnum,
trépriki, strokið þvert á strengina, að
sér. Þannig hristist vel úr dúninum.
Hrælgrindin lék á ás, þannig að hægt
var að snúa henni við þegar dúntugg-
an var komin í gegn, og halda áfram
að hrista úr dúninum. Dúnninn loddi
við strengina.
Þegar þessu var lokið, var kallað að
búið væri að hreinsa. En þá var eftir
annað verk og ekki fljótlegra, að tína
dúninn. Þá var enn á ný farið höndum
um allan dúninn, tíndar úr honum
fjaðrir og fis, hrist úr honum ryk og
hann lífgaður upp. Þá var hann loks
fullhreinsaður. Það þótti gott dags-
verk konu að hreinsa þrjú pund á dag,
en talið að karlmaður gæti hreinsað
fjögur pund með góðu móti. Við
krakkarnir tókum til hendinni við
dúntínsluna eftir því sem við gátum,
síðan tók amma eða einhver annar
fullorðinn við og fulltíndi dúninn. Ef
amma átti í hlut, kom hún sér oftast
vel fyrir sitjandi uppi í rúmi, tíndi
dúninn og var óspör á sögurnar við
okkur krakkana á meðan hún vann“
Þar sem dúnhreinsun er erfið iðja,
kom að því á vélaöldinni að reynt var
að smíða vélar til að létta starfið. Það
var þó ekki fyrr en árið 1954 sem Bald-
vin Jónsson í Sylgju fann upp vél sem
gat gegnt þessu hlutverki. Hann smíð-
aði nokkrar dúnhreinsunarvélar sem
enn eru notaðar og þær sem síðar hafa
verið smíðaðar eru lítt breyttar frá
fyrirmynd Baldvins. Samband ís-
lenskra samvinnufélaga setti upp dún-
hreinsunarstöð á Akureyri árið 1950
og flutti hana til Reykjavíkur um
1970. Þar starfar hún enn og þar er nú
orðið hreinsaður dúnn frá flestum
æðarbændum á landinu, um 300 tals-
ins. Aðeins stærstu búin hafa sínar
eigin vélar til að hreinsa framleiðslu
sína. En nú sem fyrr er það manns-
höndin sem rekur smiðshöggið á verk-
ið — fjaðurtínir dúninn.
Gréta Þ. Pálsdóttir
HEIMILDIR:
1. Jónas Jónasson frá Hrafnagili:
Islenskir þjóðhættir, ísafoldarprentsmiðja,
Reykjavík 1961.
2. Lúðvík Kristjánsson:
íslenskir sjávarhœttir V, Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík 1986.
3. Hlynur, rit Landssambands ísl. sam-
vinnustarfsmanna, 1987/1, Reykjavík.
1. Æðarfuglshreiður.
Ljósmynd: Hjálmar R. Bárðarson.
2. Dúnn hreinsaður á dúngrind að Árnesi
í Trékyllisvík 1975.
Ljósmynd: Þór Magnússon.