Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 9

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 9
7. SfEUÍIVHí í JE 8. 6. mvnd. Altarisklæði frá Kálfafelli í Fljótshverfi, með mynd af heilögum Niku- lási. Frá um 1500. Saumað með skakkagliti og, að litlum hluta, með glitsaumi, blómst- ursaumi, varplegg og gamla krosssaumn- um. Marglitt ullarband og svolítið málm- garn og mislitt silkigarn í hörléreft. Stærð 99x97,5 cm. Þjms. 10885. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson / Imynd. 7. mvnd. Hluti af borða á altarisvæng frá dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Frá síðmiðöldum. Altarisvængir voru ávallt tveir saman, sinn til hvorrar hliðar við altari, en aðeins hefur varðveist þessi eini vængur. Lagðar útlínur, refilsaumur og blómstursaumur. Málm- og mislitt silki- garn í rask. Hæð útsaums um 13,5 cm. Þjms. 10951. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson / ímynd. 8. mynd. Aletrun sem verið hefur á borða efst á altarisvæng frá dómkirkjunni á Hól- um í Hjaltadal (sbr. 7. mynd): INGIBIORG ÞORVARDZDOTTER HEFER SAUMAT ÞA, þ.e. vængina; síðustu sex stafirnir í fóður- nafninu eru burtmáðir af borðanum, en teiknaðir hér eins og líklegt er að þeir hafi verið. Þess má geta að á öðrum af tveimur vængjum sem enn héngu í Hóladómkirkju 1725 en eru nú glataðir, var letrað að Þóra Tumasdóttir hefði saumað vængina Maríu. Teikning: EEG. 9. mynd. Altarisklæði frá Skarði á Skarðs- strönd. Með myndum af sex nafngreind- um dýrlingum. Talið efst frá vinstri: Þor- lákur helgi, Olafur helgi, heilagur Bene- dikt, Magnús Eyjajarl helgi, heilagur Egidíus og Hallvarður helgi. Aletrunin abbadis solve [ ig rafns ] dotter i reynenese er ofantil á klæðinu. Frá fyrri hluta 16. aldar. Saumað með varplegg með marglitu ullar- bandi í hörléreft. Stærð 114x75 cm. Þjms. 2028. Ljósmynd: Guðmundur Ingólfsson / Irnynd. HUGUR OG HÖND 9

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.