Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 21

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 21
um árangri. Þar vantar mikið á að hennar sögn. „Litir eru það sem ljósið gerir þá að,“ segir hún. „íslenska ullin er blandað tog og þel og er því of loð- in, gleypir í sig birtu og liturinn deyr í henni.“ Myndmál hennar I ofin teppi sín, sem mörg hver eru á annan fermetra að stærð, notar Ása ýmist hör eða ull í uppistöðuna. Myndefni hennar eru skýr form sem mynda eins konar forgrunn mynd- verkanna. í þeim nýjustu er það snák- urinn sem hringar sig um myndflötinn eða húsform/tjald í miðjum fletinum. í nokkrum fyrri verkanna eru það til dæmis víkmgur með spjót, spjótform, laufform, köttur með ævintýralega langa rófu, kindur á beit og sveitabær- inn íslenski eða hluti af honum. Sem bakgrunn fyrir þetta byggir Ása svo 3. eins konar hleðslumunstur, oft i mjög ljósum, fínlegum litum en upp á síð- kastið hefur hún tekið mjög dökka, blæbrigðaríka blásvarta liti fram yfir hina ljósu. Hún leikur sér hér að því að blanda áhrifum hvað varðar efnis- kennd, notar t.d. í ívaf snarpt norskt ullarband sem andstæðu við mjúka enska angórageitarull eða víxlar áhrif- um af ull og hör. Árangurinn verður afar skemmtilegur, myndirnar blæ- brigðarikar og hver flötur þeirra skilar sínum áhrifum. Ása segir mjög erfitt að vefa stór myndverk sér til gamans eða í von um að einhver vilji kaupa, það sé varla unnt hérlendis, því að opinberir aðilar kaupi lítið enn. í Svíþjóð var óhætt að vefa stór verk, þar er alltaf hægt að selja. Gott sé þvi þegar berst pöntun á verki, eins og þegar leitað var til Ásu um gerð verks fyrir Menntaskólann á Isafirði. Hún vann þrístæðu sína fyrir skól- ann með styrk úr Listskreytingasjóði árið 1984. Verkið erþrjú stórsamstæð teppi, þar sem dökkur flötur er rofinn af ljósu hallandi formi í hverju þeirra. Myndefni hennar í þessu verki var því talsvert ólíkt öðru sem hún hefur látið frá sér. Vinnubrögð og sjónarmið Undirbúningur eða forvinna að myndvefnaði Ásu er mjög misjafnt ferli og oft vinnur hún skissurnar að- eins svart/hvítar. Hún ákveður þá áð- ur en vefnaðurinn hefst hver efnis- áferð verður á hinum ýmsu flötum, en litavalið er óljósara. „Litirnir komaþá jafnóðumþ segir hún, „og það er ólíkt skemmtilegra að vefa þegar ekki er allt fyrirfram ákveðið. Þá er ég stöðugt að takast á við eitthvað.“ „Vinna við myndlist er tjáningþ heldur Ása áfram, „og speglar hvað myndlistarmaðurinn er að hugsa. Hver maður hefur sinn bakgrunn og bregst við á sinn hátt í lífinu. Hinn innri maður breytist ekki svo glatt, hann leitar e.t.v. að því sama allt lífið og festist í því. Hann þarf að fá útrás og beitir henni í myndlistinni að ein- hverju leyti!1 Og Ása segir frá því að þegar hún hélt síðustu einkasýningu sina í Gallerí Hallgerði á næstliðnu ári hafi ýmsir spurt um myndmál hennar, hvers vegna hún notaði snákinn eða tjald- og húsformið. Hún hafi ekki haft svar á reiðum höndum og þvi flett upp í sænskri bók sem er uppsláttarrit um tákn. Þar hafi hún fræðst um að tjald eða hús merki öryggi og að í fornum trúarbrögðum hafi gyðjur haft snák sér til trausts svo að hún sækist augljóslega eftir trausti og skjóli. Spjót sé aftur tákn um árásar- 1. Ása Ólafsdóttir við verk frá 1986, Nótt í Paradís. Stærð 109x87 cm. 2. Gluggi, 1986, collage, pappír/akrýl. Stærð 21x15 cm. 3. Speglun. 1983. Stærð 78x61 cm. 4. Behemot /, 1982. Stærð 72 x84 cm. HUGUROGHÖND 21

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.