Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 42

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 42
PYNGJA ÚR LEÐRI Framhlið og bakhlið úr 2—3 mm nautshúð. Á innra borði er fóðurskinn. Innan á bakhlið er hólf úr sauðskinni. Saumað er saman með svörtum hörþræði og tveimur nálum. Límt með Jötungripi eða öðru snertilími. Snúran er úr svörtu kamb- garni. Munstrið er fléttusaumað með kambgarni í tveimur litum í stramma. Grófleiki strammans er 5 spor á cm. Ráðlegast er að byrja á að sauma munstrið til þess að sjá nákvæma stærð þess. Báðar hliðar eru sniðnar úr leðrinu eftir teikningunni. Átthyrnt gat skorið á framhlið. Fóðurskinn sniðið eins og hliðar, en án gatsins. Leður og fóður- skinn er litað svart með sprittlit. Þegar liturinn er þurr er nuddað yfir með gæruskinnsbút til að festa litinn og ná fram gljáa. Útsaumurinn er limdur innan á gatið, síðan er fóðurskinnið límt innan á báðar hliðar. Saumað er í kringum átthyrninginn og í brúnir framhliðar frá A til B, sjá ör við A. Sauðskinnið i hólfið eða sjálfa pyngj- una er sniðið eftir teikningu (punkta- línu) og Iitað á sama hátt. Brot að ofan límt niður, síðan er hólfið límt við brúnir bakhliðar frá A að B og teknar um leið smá fellingar eða rykkingar að neðan ef þurfa þykir. Hólfið er síðan saumað við bakhlið. Tveir Ieðurbútar, 2,5 X 7,5 cm að stærð, límdir saman og síðan efst milli fram- og bakhliðar. Þá er saumað í beinu framhaldi af saum á framhlið frá B að A gegnum fjórfalt leðrið. Tvö göt höggvin með höggpípu í gegnum leðrið efst, sjá teikningu. Nú eru kantar litaðir með fínum pensli þar sem með þarf. Band snúið eða krílað, um 130 cm langt, er kappmell- að í annað gatið og bundið í hitt. Hildur Sigurðardóttir Pyngja þessi er hönnuð og unnin af Hildi Sigurðardóttur á námskeiði í leðursmíði í Heimilisiðnaðarskólan- um. Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason. 42 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.