Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 18

Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 18
verið gert, er afar erfitt með aðferð I, ef ekki ógerningur. Nota þyrfti alla fingur og krækja í nýja lykkju með þumalfingri, sem er mjög umhendis. Aftur á móti kunna Finnar ráð sem gerir auðveldara að krfla á 9. IV í 25 ára gömlu finnsku heimilisiðn- aðarblaði, Vár hemslöjd-Kotiteol- lisuus, 1962/1, er smágrein um kríluð bönd og lýsing á handbrögðum í texta (sænsk þýðing) og teikningum. Þar er m.a. sýnt hvernig krílað er á 5. Einnig þar er lykkja flutt milli handa með því að draga hana í gegnum eina aðra, en það er ekki gert með vísifingri heldur baugfingri og farin öfug leið við það sem áður er lýst. Baugfingur krækir í lykkju á vísifingri í gegnum lykkju á löngutöng, síðan eru lykkjur færðar til á fingrunum þannig að baugfingur verði laus á þeirri hendi sem næst á að krækja í lykkju, 4. mynd 1. og 2. Þessi bönd eru alveg eins og þau sem kríluð eru á 5 með aðferðinni sem áður er lýst, enda má rekja upp með annarri aðferðinni það sem krilað hefur verið með hinni, ef eins er krækt í lykkjuna. Eini mismunurinn er sá að lykkjuraðirn- ar tvær snúa í gagnstæðar áttir meðan krflað er, en sá mismunur verður ekki greindur á frágengnu bandi. í finnsku greininni er einnig lýst hvernig krílað er á 7 og 9. Þá er krækt í nýja lykkju með litlafingri, en hér er hún dregin í gegnum tvær næstu lykkjur 5. mynd 1. og 2. Þegar lykkj- urnar eru 7 mætti auðvitað einnig krækja í lykkjuna með vísifingri og draga í gegnum tvær með sama ár- angri, 6. mynd. Að draga nýja lykkju í gegnum eina er, eins og áður er getið, nefnt hér að- ferð I og að draga lykkju gegnum tvær aðrar verður þá aðferð II, hvort sem krækt er á íslenskan máta með vísi- fingri eða finnskan með litlafingri (eða baugfingri). Eins og áður er nefnt er tiltölulega auðvelt að krila á 9 á finnskan hátt. Þá er krækt með litlafingri í lykkju á þumalfingri og samkvæmt finnsku fyrirsögninni er hún dregin í gegnum tvær, þær sem eru á vísifingri og löngutöng. Eins mætti nota aðferð I og draga lykkju af þumalfingri aðeins í gegnum þá á vísifingri. Lítill munur er á þöndum, hvort heldur þau eru kríluð með aðferð I eða II, ef lykkjur eru 7 eða 9. Aðalmis- munurinn er á þeirri hlið sem upp snýr, þegar krílað er, 1. mynd c og f, d og g. E.t.v. gefur aðferð II örlítið breiðara band miðað við sama efni og lykkjufjölda. Breytingar eru einnig óverulegar, hvort heldur notað er bragð A eða B. Annað er uppi á teningnum þegar krílað er á 5. Með aðferð II myndast allt öðruvísi bönd en með aðferð I. Ef krækt er í lykkjuna með bragði A eða D myndast ferhyrnt band (ein hliðin þó aðeins mjórri en hinar), 1. mynd e, og 7. mynd a efst. Ef notað er bragð B verða til tvær fléttur úr 5 þáttum hvor. Svo er hægt að krækja öðrum megin með bragði A og hinum megin með B, myndast þá c-laga band sem flest út í tvær breiddir, 7. mynd a. Og það kem- ur einnig í ljós, ef krílað er á 7 og lykkjan dregin í gegnum 3 á hliðstæð- an hátt, myndast sams konar bönd, þ. e. ferhyrnd og c-laga. Nú hefur verið lýst tveimur grunn- aðferðum við að krila á 3, 5, 7 og 9 lykkjum með ýmsum tilbrigðum. Þó er langt frá að allir möguleikar séu tæmdir. Þótt venjan sé að kríla með stökum lykkjufjölda, er ekkert því til fyrirstöðu að kríla á hliðstæðan hátt með jafnri tölu, 4, 6 eða 8 lykkjum. Verða þá til skiptis jafnmargar lykkjur á báðum höndum eða tveimur lykkj- um fleiri á annarri en hinni, alltaf þeirri sömu. Með aðferðum I og II og brögðum A og B fást nokkur mismun- andi bönd. Hægt er að kríla á fleiri lykkjum en 9, en þá verða tveir eða fleiri að hjálp- ast að, krækja þá í lykkjur hver hjá öðrum til skiptis. Sýnishorn b á 7. mynd er krílað af tveimur á 11 lykkj- um. 8. mynd 1.—4. sýnir hvernig það var gert. Til er heimild frá 1937 um að í sænsku Dölunum hafi verið kríluð sérstök bönd úr 15 lykkjum, þar sem þrjár kríluðu en sú fjórða færði bragðið að bandinu. VI Það má vera ljóst að ekki verður krílað án hjálpar lengra band en fæst úr 75—100 cm löngum lykkjum. Eigi að kríla lengra band þarf aðstoðar- mann til að færa bragðið frá þeim sem krílar að bandinu, en þá er heldur engin fyrirstaða að kríla eins langt band og húsrýmið leyfir. Kríluðu böndin í skinnsaumuðu hempuborð- 18 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.