Hugur og hönd - 01.06.1987, Blaðsíða 19
unum munu t.d. vera 5 /2 m hin
lengstu.
VII
Kríluð bönd eru ýmist höfð einlit
eða með fleiri litum. Fjöldi lita tak-
markast af lykkjufjöldanum, þó að
sjaldan séu þeir hafðir jafnmargir
lykkjunum. Algengast mun' að nota
VLB BLV VLB BLV
2—4 liti í sama bandi. En í rauninni er
möguleiki að nota allt að tvöfalt fleiri
liti en lykkjur, ef tveir litir eru hnýttir
saman i lykkju.
Litamunstur í bandi byggist á því
hvernig litum er raðað á fingurna í
upphafi og hvernig þeir fléttast eða
bindast saman. Ef t.d. er horft á
lykkjuraðirnar tvær sem myndast á
annarri hlið flestra banda kríluðum á
5, 7 og 9, sést að litirnir mynda sama
munstur í báðum röðunum, en stand-
ast þó ekki á. í hvorri röð koma litirnir
hver á eftir öðrum í sömu röð og
krækt er í þá, í annarri eins og hægri
höndin krækir í þá, í hinni eins og
vinstri höndin raðar þeim. Á hinni
hlið bandsins koma litirnir fram í
sömu röð, en binding þráðanna er
önnur og þar með litamunstrið. Að
öðru leyti er erfitt að lýsa hvernig litir
skipa sér í hinum ýmsu böndum og
verður ekki farið lengra út í þá sálma
hér.
VIII
Sögnin að kríla hljómar e.t.v. dálítið
undarlega og er hreint ekki augljóst
hvaðan hún kemur eða hvernig hún
myndast. I máli nágranna okkar er
verkið nefnt ólíkum nöfnum: Slindr-
ing á norsku, slingning á sænsku,
Danir tala um bregdet snor eða Fær-
ösnor, Finnar um isketyt nauhat og í
Færeyjum er krílað band nefnt bregd-
að band.
Færeyingar eru eina Norðurlanda-
þjóðin og e.t.v. Evrópuþjóðin, sem enn
notar kriluð bönd í ákveðnum tilgangi
á hefðbundinn hátt. Þeir kríla einlit
eða tvílit bönd á 5 og leggja þau á
brúnir prjónatreyjunnar sem heyrir til
þjóðbúningi þeirra. Bandið fær sömu
liti og eru í treyjunni. Kríluð bönd eru
þar einnig notuð sem slitbönd innan á
pilsfald kvenbúningsins, eins og sagt
er að hafi verið á samfellupilsum ís-
lenskum. Til skamms tíma hafa kríluð
bönd einnig verið notuð í Bergö, eyju
í finnska skerjagarðinum fyrir sunnan
Vasa, til að binda á sig selskinnsskó,
nefnd þar „sálskoband“. Þau voru
einlit hvít með marglitum skúfum,
kríluð á 5 með aðferð I.
Kríluð bönd eru til ýmissa hluta
nytsamleg eins og hér hefur verið
nefnt. Þau eru mjúk og liðleg, auðveld
að hnýta eða leggja í beinar og bognar
línur, geta verið skrautleg og eru
skemmtilega breytileg. Að lokum skal
bent á til gagns og gamans að verkið
sjálft er ágætis fingraþjálfun fyrir
unga sem aldna.
Sigríður Halldórsdóttir
RITASKRÁ:
Jónas Jónasson, 1961. íslenzkir þjóðhætt-
ir, Reykjavík.
Elsa E. Guðjónsson, 1965. „Um skinn-
saum“, Árbók hins íslenska fornleifafélags
1964, Reykjavík.
Martta Saarto, 1962. „Isketyt nauhat“,
Vár hemslöjd-Kotiteollisuus 1962/1, Hels-
ingfors.
Noémi Speiser, 1983. Themanualofbraid-
ing, Basel.
Margrethe Hald, 1975. Flettede Baand og
Snore, Danmörk.
Aud Kongshaug, 1973. „Snorer og band“,
Form og Forming, Tekstil, Norge.
Elisabeth Strömberg, 1950. „Fyrkantiga
snodder“, Rig 1950/2, Svíþjóð.
Nicolina Jensen, 1980. Ymisk bond, hand-
rit, Færeyjar.
Elsa E. Guðjónsson, 1980. „Kannist þið
við kriluð bönd?“, Ljóri 1980/1, Reykja-
vík.
Myndband, gert eftir upptöku finnska
sjónvarpsins um listakonuna Barbro
Gardberg, 1985, Helsingfors.
7. Band a er krflað á 5 með aðferð II. f efsta
hluta bandsins er krækt í lykkjuna með
bragðí A, bandið er þar ferhyrnt. f neðri
hlutanum er krækt með bragði A af ann-
arri hendinni og bragði B af hinni, bandið
flest út í tvöfalda breidd. Band b er krflað
af tveimur á 11 lykkjum, sjá 8. mynd.
Ljósmynd: Kristján Pétur Guðnason.
HUGUR OG HÖND
19