Hugur og hönd


Hugur og hönd - 2019, Side 65

Hugur og hönd - 2019, Side 65
 2019 HUGUR OG HÖND 65 Uppskrift 1 Tækni: Íslenskt glit á fjögur sköft og þrjú skammel. Stærð: 50 x 50 cm. Uppistaða: Hör 8/2, 8/4 eða bómull 12/6. Hægt er að nota bómull eða hör í uppistöðuna, allt eftir því hvað er til hverju sinni en mikilvægt er að þráðurinn sé sterkur því töluvert mæðir á honum. Ívaf: Einband, spólað tvöfalt, bæði í einskeftu og í munstur en einnig er hægt að nota kambgarn í munstrið eða hvort tveggja. Skeið: 30/10, einn þráður í hafald og einn þráður í tönn, tveir þræðir í tvær tennur á jöðrum til styrktar, 3 þr/cm. Breidd í skeið: 50 cm. Þráðafjöldi: (50 x 3) + 4 = 154 þræðir. Fjórir þræðir eru til styrktar og því þræddir með tveimur fyrstu og tveimur seinustu þráðunum í höföld og skeið. Hag- stæðara er að rekja 160 þræði vegna þess að þá eru 39 glitspor á breiddina í uppistöðunni. Hér er þó betra að láta það munstur sem á að vefa ráða ferðinni og ef það stendur ekki á oddatölu þá þurfa glitsporin heldur ekki að standa á oddatölu. Fyrirdragafjöldi á cm: 8–10 þræðir í einskeftu og u.þ.b. 4 glitumferðir/cm. Vendin er þannig að glitsporið liggur ofan á einskeftunni, líkt og það sé saumað í vefinn. Þar sem hér er um ívafsbrekán að ræða þá er uppistaðan alveg hulin. Á milli glitumferða eru 2–3 einskeftuumferðir, allt eftir smekk. Slöngulengd: Hún ræðst af því hvað á að vefa + 75 cm í framhnýtingar og afvikur. Þó er ráðlegt að setja ekki upp minna en 3 metra í einu. H e l s t u i n n d rá t t a r m u n s t u r f y r i r í s l e n s k t g l i t s e m h é r þ e k k j a s t .

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.