Feykir


Feykir - 29.11.2017, Page 3

Feykir - 29.11.2017, Page 3
32 01 7 Gamlar minningar eru óvenju áleitnar fyrir þessi jól. Minningar mínar frá fyrstu árunum sem prestur hjá Húnvetningum og Skagfirðingum. Fyrsta jólamessan mín á Sauðárkróki var 1980. Mér þótti að vonum mikið liggja við að messan yrði falleg og snerti þá strengi sem vera bæri við upphaf jólanna. Jóla- boðskapurinn myndi ná sínum helga hljómi í hverri sál. Á Þorláksmessu fórum við Jón Björnsson organisti yfir messuna í kirkjunni. Kirkju- kórinn var þá fullæfður og allt klárt og kvitt hjá honum og hinum dug- og hugmikla organista. Auðvitað kom ekki til mála að lækka hátíðatón séra Bjarna. „Við syngjum þetta allt og sláum ekki af neinu,“ sagði Jón. En það var einn tónn sem ég réð ekki við. Þegar prestur tónar „Önd mín lofar Drottin og minn andi gleður sig...“. Á sjálfum andanum er hæsti tónninn, E minnir mig. Jón sagði: „Þú getur þetta vel, bara dregur djúpt andann og sprengir þetta fram.“ Svo voru jólin hringd inn og messan byrjaði. Fram eftir messunni var ég öðrum þræði með hugann við þennan háa tón. Þegar svo að honum kom dugðu góð ráð organistans ekki. Ég sprengdi engan tón fram. Ég sprakk! Jólagleðin dvínaði svolítið, hátíðarljóminn fölnaði. Á sjálfu aðfangadagskvöldinu var ég jafnvel að hugsa um það að svona messuspjöll yrðu ekki liðin, allra síst í frægasta sönghéraði landsins sem fóstrað hafði tónskáld og stór- söngvara með öllum kynslóðum. Þar sem margradda söngurinn liggur í loftinu. Sjálfsagt brostu einhverjir að þessu atviki en vonandi spillti það ekki jólagleði nokkurs manns. En mér var þetta kennsla í auðmýkt. Við búum ekki til jólin. Við tökum á móti þeim, við erum þiggjendur guðlegrar náðar. Jólasálmarnir enduróma það, jólaguðspjallið þar sem engillinn segir: „Verið óhrædd, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum. Yður er í dag frelsari fæddur...“ Þessi orð og erindi, fagnaðarerindi jólanna, Sr. Hjálmar Jónsson Jólahátíðin er framundan, ár að verða liðið, enn eitt ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Páll Friðrikssn palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR Fríða Eyjólfsdóttir frida@feykir.is LAUSAPENNAR Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is FORSÍÐUMYND Róbert Daníel Jónsson AUGLÝSINGASÖFNUN Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húna- vatnssýslum. 20 17 eru alltaf jafn kærkomin. Tími óttans og áhyggjunnar á að vera liðinn. Fátt sagði Kristur oftar við fólk en það að óttast ekki, hræðast ekki, vera ekki áhyggjufull. Jólin eru gjöf, hin eiginlega jólagjöf. Gefnar gjafir eru bergmál þess kærleika sem fæðing Krists færði heiminum. Að eiga jólin með fjölskyldum okkar og samfélaginu er besta gjöfin. Til þess er líka hugsað að tíminn líður. Vinir kveðja og eru kvaddir af þessum heimi. Þótt oft sé haft á orði að jólin séu hátíð verslun- ar og fjárausturs þá vita nú flestir hver hin raunverulegu verðmæti eru, þau sem við best eignumst í þessu jarðlífi. Að þeim er ljúft að hlúa. Þar er það þakklæti fyrir samvistir og samfylgd í lífinu, fyrir félagsskap og vináttu, samkennd, samhjálp. Þetta eru vissulega tíma- bundin gæði og þess vegna verður það ekki nógsamlega undirstrikað, sem blessunarlega hefur heyrst oft á síðustu misserum, „Lífið er núna.“ Þannig er ljúft að ganga inn í jólin, þiggja þau og anda þeirra, andann sem gleður, andann sem styrkir og gerir gott samfélag betra. Ég sprakk þegar ég tónaði „andann“ forðum í Sauðárkrókskirkju. Það gerði jólunum ekkert til. Málið er að andi manns gleðjist í Guði, frelsara vorum. Gleðileg jól Sr. Hjálmar Jónsson Jólin mín Agnes Hulda Agnarsdóttir Blönduósingur á Króknum Góð bók er alltaf vel þegin Jólin eru... samvera með fjölskyldunni inni og úti, spil, leikir, kósý stundir, góður matur og nammi. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólaljós, sérstaklega í gluggum, fólkið mitt að koma heim í jólafrí og hangikjötsilmur. Hvert er besta jólalagið? O helga natt með Jussi Björling. Eiginmaðurinn hefur blastað því fyrir jólin síðan við kynntumst. Ef ég nenni með Helga Björns er líka ómissandi. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Fara í aftansöng í kirkjunni á aðfangadag. Hvað langar þig í jólagjöf? Góð bók er alltaf vel þegin t.d. bókin um Rúnu Einars eða nýja ljóðabókin hennar Eydísar Blöndal. Bakar þú fyrir jólin? Já, nokkrar smákökusortir, best að borða þær fyrir jól, nóg annað til að borða um jólin. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Blúndur sem við Arna mín bökum alltaf saman fyrir jólin. Jólin koma... Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir Sauðárkróki ... þegar ég heyri jólakveðjurnar á Rás 1, hangikjötið og laufabrauðið á aðfangadag. Og messan á aðfangadagsnótt. Freyja Ólafsdóttir Bólstaðarhlíð ... þegar klukkurnar hringja inn jólin kl. 18.00 á aðfangadag og fjölskyldan sest að skrýddu veisluborði hlöðnu kræsingum sem beðið hefur verið með mikilli eftirvæntingu. Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir Sauðárkróki ... þegar klukkurnar hringja inn jólin klukkan 18:00 á aðfangadag. Guðmundur Baldvinsson Reykjavík ... þegar jólakveðjurnar byrja í útvarpinu, kökuilmur í loftinu og ég finn að jólafriðurinn nálgast. Ilmur af hangikjöti á aðfangadag, jólaljósin. Á aðfangadag fer svo að færast einstök ró yfir mig, það hægist á öllu. Jólin eru endanlega komin með sínum helga frið, þegar jólaklukkurnar hringja kl. 18.00. Magnús Bjarni Baldursson Blönduósi ... með ljósamergð, angan hvaðanæva, tónlist, skilaboðum, vinum, mat og drykk í góðum félagsskap, og án nokkurs vafa með klukkna- hljómi klukkan átján á aðfangadegi. b b b

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.