Feykir


Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 20

Feykir - 29.11.2017, Qupperneq 20
2 01 720 meðan þau voru öll lítil, voru þetta 4x13 gjafir, okkur finnst það alveg yfirdrifið til viðbótar við jóladagatal og jólagjafirnar.“ Þorvaldur og Kristín segja að undirbúningur jólanna sé svipaður hjá Dönum og okkur. Þeir byrji mjög snemma að skreyta, reyndar sé minna um aðventuljós, en þeir skreyti líka mjög mikið eins og við. Það sem helst sé frábrugðið er að Dan- inn hefur gjarnan jólatréð uppi frá byrjun desember en hendir því svo út á annan í jólum og danskar fjölskyldur syngi og dansi kringum jólatréð sem flestir hér heima eiga að venjast að sé aðeins gert á jólaböllum. En tókuð þið upp einhverja svona danska siði hjá ykkur? „Nei, ekki nema þetta með aðventugjafirnar. Annars finnst mér, og það er ekkert endilega eitthvað danskt, bara það sem hefur breyst hjá manni sjálfum í gegnum tíðina er að ég vil alls ekki hafa einhverja ringulreið,“ segir Kristín. „Ég panta jólagjafirnar á netinu eins mikið og ég get, ég vil helst ekki vera að fara mikið í verslanir af því þar er bara svo margt fólk. Og okkar jólahefð er líklega helst að hafa ekki það sama í matinn og var í fyrra, kannski prufa eitthvað nýtt. Við erum ekki svona háð því að það komi ekki jól nema hafa malt og appelsín.“ Þorvaldur heldur að ástæðan geti verið sú að fjölskyldan var oft bara ein á jólum úti. „Við vorum líklega alveg að koma að því að fara að taka upp nýja siði, opnari fyrir því með aldrinum.“ „Stærsti gallinn var að það voru engin jólaboð,“ segir Kristín, „það erfiða við að búa ekki nálægt fjölskyldunni er að hátíðisdagar og afmæli eru einmanalegri. Krakkarnir þekkja ekkert að það sé eitthvert fjölskylduafmæli, það erum bara við, bara morgunkaffi með einhverju góðu meðlæti og pökkum. En erfiðast er þó ef eitthvað kemur upp á að hafa ekkert bakland til að leita til.“ Allt hefur sinn tíma Það er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér og fjölskyldan veit ekki hvort þau eru komin heim til að vera. Þau segjast hafa lært það af öllum þessum flutningum að maður tekur bara ákvarðanir fyrir líðandi stund og svo hefur allt sinn tíma og það er engin leið að spá fyrir um hvað verður. Þorvaldur segir þó að planið sé að vera áfram í Hrútafirðinum næsta vetur enda líkar honum vinnan við skólabúðirnar vel og þykir gaman að elda ofan í krakkana sem séu mjög þakklátur hópur, „en svo má maður skipta um skoðun ef maður vill.“ „Það er frelsandi að finnast maður vera frjáls að því að skipta um skoðun án þess að vera hræddur við hvað fólk segir,“ bætir Kristín við. „Mér hefur alltaf fundist það vera vaxandi kostur að geta ákveðið eitthvað bara fyrir mig í mínu lífi án þess að hafa áhyggjur af að fólk tali, það hefur líka kannski borið okkur hingað og þangað sem ég hefði ekki viljað missa af. Hvorki hvað varðar búsetu eða atvinnu eða tækifæri fyrir krakkana eða neitt.“ Og Þorvaldur bætir við: „Svona hefur þetta alltaf verið, kannski stundum farið aðeins of hratt.“ „Já, kannski,“ segir Kristín, „sumir vilja kalla þetta rótleysi, að geta ekki verið kyrr einhvers staðar, en það fer eftir því hvað maður gerir við það, hvort það sé kostur eða galli.“ Kristín hefur fleiri járn í eldinum en vefsíðuhönnunina en hún heldur úti vefverslun með garn (https://vatnsnesyarn. is/) sem hún flytur inn og litar sjálf. „Ég hef alltaf verið svolítið flækt í garn en ég byrjaði síðasta vetur að lita og það er bara það skemmtilegasta sem ég geri í dag,“ segir hún. Kristín vill ekki gera mikið úr vandanum við litunina en Þorvaldur segir að þetta líkist nú einhverri tilraunastofu hjá henni, grímur og sprautur og margir pottar og allt á fleygiferð. Meira að segja þurfi hún að vita hvað hver dropi af lit sé þungur en Kristín segir að það sé nauðsynlegt til að hún geti náð að blanda sama litinn aftur. Þegar innt er eftir frístunda- starfi hjá þeim hjónum kemur greinilega í ljós að þar er af ýmsu að taka. Þau voru í hópi þess unga fólks sem á sínum tíma áttu upphafið að unglistahátíðinni sem nú ber nafnið Eldur í Húnaþingi og segja það hafa verið alveg frábæra reynslu. Nú er Kristín komin í kirkjukórinn og í tónlistaskólann í áframhaldandi þverflautunám og einnig í leikfélagið sem um miðjan desember ætlar að frumsýna á Íslandi verk sem hefur fengið íslenska nafnið Hérumbil, Húnaþingi. Þorvaldur segist hins vegar lítinn tíma hafa utan vinnunn- ar þar sem vinnudagurinn sé fram á kvöld. „Það frábærasta við svæðið hér í Húnaþingi er hvað það er alltaf mikið um að vera, virkilega virkt félagslíf,“ segja þau. „Okkur fannst mikið erfiðara að taka þátt í félagslífi á stærri stöðum eins og í Reykjavík eða Kaup- mannahöfn.“ Nú er liðið langt á daginn og framundan hjá fjölskyldunni er árshátíð hjá Grunnskólanum á Hvammstanga. Blaðamaður þakkar fyrir sig og heldur á braut, fullviss um það að það hafi verið góður fengur fyrir Húnaþing að fá þetta kraftmikla fólk aftur á heimaslóðir. Kristín með börnin fjögur. Framtíðin er björt.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.