Feykir


Feykir - 29.11.2017, Page 26

Feykir - 29.11.2017, Page 26
2 01 726 ketti og síðustu sumur höfum við einnig verið með kálfa og grísi. Við bæinn höfum við fossa og yndislegt útsýni yfir dalinn. Það gefur mikið af sér að gleðja aðra og höfum við gaman af að taka á móti fólki sem nýtur þess sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Rannveig. The Coolest Farmer in Iceland Fyrir sumarið 2016 var hluta af íbúðarhúsinu lokað af og útbúin þar gistiaðstaða sem opnaði fyrir gesti þá um sumarið. Í boði eru fjögur herbergi til útleigu og helst það, að mati þeirra hjúa, vel í hendur við það sem þau buðu upp á áður. „Gistingin gengur vel og fáum við mörg skemmtileg ummæli um hana, hestaleiguna og dýrin. Magnús vekur lukku og var t.d. í einni umsögninni nefndur The Coolest Farmer in Iceland,“ segir Rannveig en líkt og á Hólum forðum daga veigrar hann sér ekki við að grípa í gítarinn og syngja fyrir fólk. Hún segir að honum takist iðulega að fá ótrúlegasta fólk til að dilla sér og hafa gaman. Með heita vatninu sem leitt var að bænum sl. vor bættu bændurnir við heitum potti við gistiaðstöðuna. Potturinn er staðsettur á bak við garðinn, við bæjarfossinn, með glæsilegu útsýni yfir hann og dalinn. Magnús segir að að potturinn sé steyptur og klæddur með grjóthellum úr náttúrunni og hlær að tilhugsuninni þegar hann einn sunnudaginn bauð Ísólfi, nágranna sínum, í róm- aðan sunnudagsbíltúr upp á hálendi að tína níðþungt grjót. Að sögn Magnúsar var dýragarðurinn ekki nógu vel sóttur í sumar og duttum þau svolítið úr gírnum hvað hann varðar. „Svo við ætlum að leggja meiri áherslu á gistinguna, hestaleiguna og styttri hesta- ferðir. Dýrin eiga heima hér og verða að sjálfsögðu áfram og mun þeim sem gista og fara á hestbak bjóðast að kíkja á þau. Í maí er hægt að gista og upplifa sauðburðinn og með hækkandi sól bætast spennandi hlutir við það sem við erum að gera og bjóða upp á nú þegar. Aðventan og jólin „Það verður seint hægt að kalla Magnús jólabarn svo hann kemur lítið við sögu hvað jólaundirbúning innanhúss varðar,“ segir Rannveig glott- andi aðspurð um aðventu og jólaundirbúning. „Ég held að jólastemningin hjá honum sé svolítið í því að rýja og dunda sér við að vinna í hrossunum á meðan þykkar snjóflygsur falla mjúkt til jarðar. Svo kemst hann í sitt mesta jólaskap þegar hrútunum er hleypt í ærnar um eða upp úr miðjum desember. Ég og börnin finnum meira fyrir jólunum þegar við bökum smákökur, föndrum, spilum og skreytum. Að borða mandarínur finnst okkur rosalega jólalegt svo það þarf ekki að vera mikið eða flókið. Arnar Finnbogi, 12 ára, setti til dæmis appelsínur á jólagjafalistann sinn og sagði það vera, því þær væru jólalegar og hefðu glatt um jólin í gamla daga. Síðustu ár hefur ekki fest mikinn snjó hér svo það hefur lítið, í raun ekkert, verið hægt að renna sér á sleðum eða gera snjókarla en það er á óskalistanum okkar fyrir þessi jól að fá nægan snjó sem helst það lengi á jörðinni að við fáum tíma til að leika í honum.“ Rannveig segir að í rauninni sé engin sérstök jólahefð hjá fjölskyldunni á aðventunni heldur reyna þau að nýta og njóta þess sem hver dagur hefur að bjóða. „Við tökum daginn frá þegar kveikt er á jólatrénu á Hvammstanga og kíkjum á jólamarkaðinn svo höfum við mætt í jólaföndur hjá Foreldrafélagi grunnskólans. Annað er ekki planað með löngum fyrirvara og aðventan því aldrei eins hjá okkur. Stundum náum við að gera helling af jólalegum hlutum en önnur ár minna. Hefðbundin jól „Við reynum að byrja ekki að skreyta fyrr en aðventan er hafin eða 1. des. Í sveitinni er ansi dimmt í svartasta skammdeginu svo það læðast stundum ljós í gluggana eitthvað fyrr og yfirleitt fá þau að lýsa langt fram á nýja árið. Hingað til höfum við reynt að skreyta ekki jólatréð fyrr en 23. des. þar sem það var hefðin þegar við ólumst upp. En krökkunum hefur tekist að sannfæra mig um að setja það upp fyrr og skreyta svo það fái að njóta sín lengur,“ segir Rannveig sem efast um að Magnús hafi alveg látið sannfærast, enn að minnsta kosti, þar sem hann sé ekki á því að breyta út af vananum. „Að skreyta jólatréð kemur mér í jólaskap og ef við förum að gera það í byrjun desember þá bara er ég ekki viss um að jólaskapið hjá mér nái að haldast fram á aðfangadag, hvað þá lengur,“ segir Magnús glottandi en er samt alvarlegur í bragði. „Fyrir jól rúntum við á Sauðárkrók með pakka og jólakort. Það fer eftir veðri hvenær það er en við reynum að hafa það sem næst aðfanga- degi. Við keyrum líka með jólakortin um sveitina og á Hvammstanga og mér finnst viss jólastemning í því að rúnta um saman fjölskyldan, sjá öll jólaljósin og hlusta á jólalög.“ Magnús kinkar kolli og bætir við: „Á Þorláksmessu förum við stundum í skötu. það fyndist mér gaman að gera að hefð.“ Aðfangadag reyna þau Rannveig og Magnús að hafa sem rólegastan. Allir fara í jólabað og jólasveinarnir koma með pakka. „Við eldum góðan mat sem er ekki fastur í skorðum en reyktur svínahryggur verður oftast fyrir valinu því allir borða vel af honum. Heimalagaði ísinn minn er þó alltaf á sínum stað. Í ár ætluðum við að vísu að hafa annað á borðum og fór Magnús upp í fjall hjá okkur og freistaði þess að koma heim með nokkrar rjúpur í jólamatinn. Það fór þó ekki öðruvísi en svo að Magnús kom heim með fjórar rollur og tvö lömb úr fjallinu en enga rjúpu,“ segir Rannveig en tekur fram að kindurnar voru allar á fæti. Á meðan maturinn mallar á aðfangadag hjá Rannveigu fer Magnús út að sinna gegningum. Rannveig segir að þegar jólin eru hringd inn í útvarpinu, finnst henni það vera eina hefðin sem skiptir hana máli. Þá einhvern veginn koma jólin. „Svo er ósköp einfalt snið á kvöldinu. Við borðum, opnum pakka og eigum notalega og gleðilega stund saman hér heima í sveitinni,“ segir Rannveig sem finnst notalegast að vera heima á aðfangadag. „Ég vil því frekar bjóða fólki hingað en að fara annað, annars erum við yfirleitt bara hér fjölskyldan. En eftir aðfangadag taka við heimsóknir og jólaboð til vina og kunningja. Svo er stór partur af jólunum að óska þess að veðurguðirnir hleypi okkur á Jólamót Molduxa á Sauðárkróki en þar erum við Svæks-börnin með lið ásamt mökum og vinum. Það er gaman að hittast og gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt saman. Svo á Erla systir mín afmæli annan í jólum sem gerir þann dag að miklum merkisdegi.“ Nytsamar jólagjafir Rannveig segir að gjafirnar til hvers annars þurfi ekki að vera stórar eða miklar. „Ég hef til dæmis ýjað að því við Magnús, síðan ég flutti í sveitina, að mig vanti góða ullarsokka. Þá hef ég ekki eignast ennþá en ég fyllist nýrri von í hvert sinn sem líða fer að jólum,“ segir Rannveig og blikkar glettnislega til Magnúsar. „En fyrstu jólin okkar gaf hann mér skrautmun. Þetta er loðinn sauður sem stendur tignarlega á stofuhillu hjá okkur og mér þykir rosalega vænt um hann. Annars gefum við hvort öðru og börnunum aðallega eitthvað sem okkur vantar, oft reiðtygi og fatnað. Síðustu jól höfum við verið dugleg að gefa okkur fjölskyldunni upplifanir eins og leikhúsferð eða miða á tónleika.“ Svo er tilvalið að fá eina uppá- halds jólasmákökuuppskrift í lokin. „Lakkrístoppar og Sörur eru fljótar að hverfa á þessu heimili en smákökurnar sem er í mestu uppáhaldi að baka með börnunum og borðast jafn hratt og þær fyrrnefndu eru súkkulaðibitakökur sem krakkarnir elska,“ segir Rannveig. Fallegt bæjarstæði í fallegri sveit. MYNDIR ÚR EINKASAFNI Það er alltaf gaman þegar synir Grýlu mæta á svæðið. Súkkulaðibitakökur Einfaldar og fljótlegar súkkulaðibitakökur 125 g sykur 2 bananar 250 g smjör 150 g malaðar möndlur 375 g hveiti (má vera heilhveiti) 1 egg 20 vanilludropar 1 tsk kanill Öllu hrært saman og sett á plötu með skeið. Bakað við 180°C í u.þ.b. 10 mínútur. Uppskrift frá Stóru-Ásgeirsá

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.