Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 6
I samvinnu við: STÆRSTI DANSVIÐBURÐUR NORÐURSINS dansbandsveckan.se SAMFELLDUR DANS Í 7 KVÖLD 6 DANSGÓLF UNDIR ÞAKI SVÍÞJÓÐ, MALUNG, 12.-18. JÚLÍ 2020 82 HLJÓMSVEITIR Pakkaverð í boði frá 75.700 kr. Nánari upplýsingar gefur Gunnar í síma: 863 5100 ORKUMÁL „Það sem við sjáum almennt mjög jákvætt í þessu er að Landsvirkjun hefur áform um að stækka núverandi virkjanir í Þjórsá. Þeir ætla að nýta betur það rask sem þegar hefur átt sér stað og tengja það við nýtingu á vindorku,“ segir Tryggvi Felixson, formaður Land- verndar, um virkjunarkosti fjórða áfanga rammaáætlunar. Orkustofnun sendi í síðustu viku verkefnisstjórn fjórða áfanga rammaáætlunar gögn um 43 nýja virkjunarkosti. Af þeim eru 34 í vindorku. „Það er engin tilviljun að áhugi á vindorku fari vaxandi þar sem kostnaðurinn hefur farið lækkandi. Það er samt ekki fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir raforku verði mjög mikil á næstunni og það er enginn orkuskortur. Þetta eru framtíðar- mál en ekkert sem er beint aðkall- andi,“ segir Tryggvi. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, segir að kostnað- urinn við vindorkuna muni halda áfram að lækka. Hann bendir á að á tímabilinu 2010 til 2018 hafi kostn- aður á hverja orkueiningu lækkað um rúman þriðjung. Afgreiðslu Alþingis á þriðja áfanga rammaáætlunar hefur verið frestað til haustþings sem og frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Tvö verkefni í vindorku á vegum Landsvirkjunar voru í þriðja áfanga. Blöndu lundur, sem verkefnisstjórn setti í nýtingarf lokk, og Búrfells- lundur sem var settur í biðflokk. Landsvirkjun leggur nú fram breytta útfærslu á Búrfellslundi í fjórða áfanga en fyrirtækið hefur verið með tvær vindmyllur á svæð- inu í rannsóknarskyni. „Þarna eru aðstæður eins og þær gerast bestar í heiminum fyrir vindmyllur. Í öðrum löndum eru myllur settar út á sjó til að fá meiri vind og betri nýtni en við fáum þessa nýtni bara á landi þarna,“ segir Óli Grétar. Gert er ráð fyrir að 30 til 40 vind- myllur rísi í Búrfellslundi með samanlagt af l upp á 120 MW. Óli Grétar segir að við bestu aðstæður á Íslandi, eins og í Búrfellslundi, megi gera ráð fyrir 45 prósenta nýtni. Miðað við þær forsendur gæti Búrfellslundur framleitt um 470 gígavattstundir á ári. Árið 2018 var heildarraforkuframleiðsla á Íslandi tæplega 20 þúsund gígavattstundir en aðeins 4,4 þeirra komu frá vind- orku. Aðspurður segir Óli Grétar að Landsvirkjun sjái fyrir sér f leiri möguleika í vindorku. „Við sjáum auðvitað að það er gríðarlegur áhugi á vindorku og margir aðilar að senda inn margar hugmyndir. Við höfum verið að einskorða okkur við þessi svæði sem eru nálægt okkar rekstrarsvæðum. Þá erum við nálægt flutningskerfinu og auðvelt að tengja þessa vindorkugarða.“ Engu að síður séu mörg önnur áhugaverð svæði og veltir Óli Grét- ar því upp hvort það fari að verða kapphlaup um þau bestu. Tryggvi veltir því líka upp hvort vindorka gæti nýst á stöðum þar sem orku vanti og öflugar tengingar séu ekki til staðar. „Mér finnst líka spennandi að hugsa hvort þetta gæti leyst svona staðbundin við- fangsefni. Svo er kostur að ef við- komandi starfsemi hættir þá er hægt að f lytja vindmyllurnar eitt- hvert annað.“ sighvatur@frettabladid.is Vaxandi áhugi er á vindorkuverkefnum Mikill fjöldi verkefna á sviði vindorku er í tillögum sem verkefnisstjórn um fjórða áfanga rammaáætlunar hefur fengið sendar. Sviðsstjóri hjá Landsvirkj- un segir vindorku góðan kost á Íslandi. Kostnaður hefur lækkað mikið. Landsvirkjun setti upp tvær vindmyllur við Búrfell í desember 2012. Þær hafa gefið góða raun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SUÐURLAND Sveitarstjórnir allra sveitarfélaganna sem koma að rekstri Fjölbrautaskóla Suður- lands, FSu, eru orðnar þreyttar á aðgerðaleysi vegna heimavistar við skólann og segja ráðherra svara engu. Stjórn Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga, SASS, skorar á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að grípa tafarlaust til aðgerða vegna undir- búnings húsnæðisúrræðis fyrir nemendur við skólann. Rúmir þrír mánuðir eru síðan þarfagreiningu var skilað til ráðu- neytisins eins og óskað hafði verið eftir, segir í fundargerð SASS í byrj- un mánaðarins. „Þrátt fyrir marg- ítrekaðar beiðnir af hálfu formanns starfshóps á vegum SASS og þrátt fyrir ítrekuð loforð ráðherra um að svör muni berast þá hafa engin skýr svör borist frá ráðuneytinu um stöðu málsins,“ segir í harðorðri ályktun. Sveitarstjórnir allra sveitarfélaga sem koma að rekstri FSu sam- þykktu í haust samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að starfrækt verði heimavist við skólann. Ráðherra var afhent ályktunin á fundi í september. Þá bendir stjórn SASS á að aðdragandi málsins sé þó ekki nýr af nálinni. SASS hafi ítrekað ályktað um málið frá árinu 2016 þegar starfsemi heimavistar var hætt og því ekki um nýtt mál á borði ráðuneytisins að ræða. – bb Nóg komið af innantómum loforðum Lilja Alfreðsdóttir Tónlistarsjóður Átaksverkefni í menningu og listum Auglýst er eftir umsóknum um sérstaka styrki úr Tónlistarsjóði samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak með styrkveitingum til menningar- og listaverkefna fyrir almenning. Átakinu er ætlað að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs. Skilyrði fyrir veitingu sérstakra styrkja úr Tónlistarsjóði eru eftirfarandi: • Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021. • Verkefnið styðji við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í menningarlífi landsmanna. • Verkefnið uppfylli grunnmarkmið átaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum. • Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn. • Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmd verkefnis. • Ítarlegar upplýsingar og tímáætlun fylgi verkefnisumsókn. • Ekki verða veittir styrkir til þeirra sem njóta listamannalauna í 6 mánuði eða meira árið 2020. • Reglur um úthlutun þessara styrkja verða rýmri en alla jafna með úthlutanir úr Tónlistarsjóði. Allir sjálfstætt starfandi tónlistarmenn og skipuleggjendur tónlistarverkefna geta sótt um til afmarkaðra og vel skilgreindra verkefna. Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. á www.tonlistaratak.is. Umsóknarfrestur rennur út 8. maí 2020 kl. 16.00. Athugið að ekki er hægt að senda inn umsóknir eftir þann tíma. Tónlistarráð Svo er kostur að ef viðkomandi hættir starfsemi þá er hægt að flytja vindmyllurnar eitthvert annað. Tryggvi Felixsson, formaður Landverndarr 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.