Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 20
með kollegum sínum frá sex öðrum löndum. „Ég er í stóru alþjóðlegu samstarfi að vinna að því að skilja betur hina sterku tengingu geðraskana við hjarta- og æðasjúkdóma. Í byrjun mars áttum við símafund þar sem allir fundarmenn voru staddir í eld- húsinu heima hjá sér og í misgóðri aðstöðu til að funda. Þá ákváðum við að við yrðum að skoða þetta ástand og fórum að undirbúa þessa rannsók n. R annsók na rhópu r okkar hér heima útbjó spurninga- lista sem er þýddur á tungumál hverrar þjóðar og lagður fyrir í eftirfarandi löndum: Íslandi, Nor- egi, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Eistlandi og Bandaríkjunum. Svo við búumst við að mörg hundruð þúsund manns muni á endanum svara spurningalistanum og þann- ig getum við jafnframt borið saman mismunandi viðbrögð milli landa.“ Talandi um mismunandi við- brögð þá má heyra á Unni að hún sé sátt við hvernig tekið hafi verið á málum hér á landi. „Við erum rosa- lega heppin að mínu mati. Stjórn- málamenn hafa borið algjört traust til sinna fagmanna sem síðan hafa reitt sig á vísindi til að tækla ástand- ið eins vel og hægt er og miðla því til okkar hinna. Þetta er ekki svona alls staðar og það verður áhugavert að bera þetta saman á milli landa.“ Vísindin mikilvæg lífi okkar Ísland var fyrst þjóðanna sjö til að setja rannsóknina af stað og er öllum Íslendingum, 18 ára og eldri, boðið að taka þátt. „Hér eru stuttar boðleiðir og við bjuggum að því að eiga innviði til gagnaöf lunar frá Áfallasögu kvenna sem við getum aðlagað nýrri rannsókn.“ Unnur segir Íslendinga jákvæða gagnvart vísindarannsóknum og að hér sé auðvelt að ná til almennings auk þess sem við búum að góðum gagnagrunnum. „Líklega höfum LÍKLEGA HÖFUM VIÐ ALDREI UPPLIFAÐ ÞAÐ JAFN STERKT HVERSU MIKILVÆG VÍSINDIN ERU FYRIR LÍF OKKAR. Unnur Anna Valdi-marsdóttir, prófess-or við læknadeild Háskóla Íslands, hratt af stað einni u m f a n g s m e s t u rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi fyrir rúmum tveimur árum. Rannsóknin Áfallasaga kvenna náði til tæplega þriðjungs kvenþjóðar- innar og eru fjölmargar vísinda- greinar væntanlegar út frá henni. Unnur hlaut 240 milljóna króna styrk frá Evrópska rannsóknarráð- inu til rannsóknarinnar en um er að ræða einn hæsta rannsóknarstyrk sem úthlutað hefur verið til fræði- manns hér á landi. Unnur sem lærði sálfræði við Háskóla Íslands sérhæfði sig í klín- ískri faraldsfræði við Karolinska Institutet og lauk doktorsprófi þaðan árið 2003. „Ég er vissulega faraldsfræðingur en sá faraldur sem ég hef einbeitt mér að tengist áföllum og streitu og heilsufarsaf leiðingum sem því tengjast. Faraldsfræði sem fræðigrein byrj- aði í smitsjúkdómum enda vorum við aðallega að fást við smitsjúk- dóma fyrir 150 árum. Í dag eru far- aldsfræðingar í alls konar inntaki, sumir í næringarfaraldsfræði og skoða þá hvaða áhrif það sem þú borðar hefur á þig. Aðrir, eins og ég, eru meira í geðrænum þáttum eins og áföllum og hvaða áhrif þau hafa á heilsufar okkar. Aðrir eru svo sannarlega í smitsjúkdómum. Faraldsfræði er í raun aðferða- fræði til að skilja tengsl mismun- andi áhættuþátta við heilsufar og byggir á því að skoða stóra hópa eða heilar þjóðir fólks. Á sama tíma og við fórum að ráða við smitsjúk- dóma með tilkomu pensilíns og bólusetninga varð til heimsfaraldur kyrrsetulífsstíls og offitu. Aukning offitu hefur verið svo hröð í okkar samfélagi að við höfum skilgreint hana sem faraldur. Það sama má segja þegar við uppgötvum eða verðum meðvituð um þætti í sam- félaginu sem hafa veruleg áhrif á heilsufar, eins og til að mynda áföll kvenna sem er auðvitað ekki nýr far- aldur heldur hefur alltaf verið til. En nú eru konur farnar að segja frá því sem er hvergi skráð og þá fer maður að nálgast vandann eins og hvern annan faraldur og setja á kortið sem áhættuþátt fyrir heilsutjóni.“ Þróaði spálíkön um COVID-19 Unnur hefur undanfarið verið hluti teymis sem hefur þróað spálíkön um þróun COVID-19 faraldursins hér á landi. „Við höfum aðstoðað þríeykið góða við að reyna að spá fyrir um þróun faraldursins einhverjar vikur fram í tímann. Þar var stóra mark- miðið að reyna að sjá það fyrir og koma þannig í veg fyrir að faraldur- inn myndi sliga heilbrigðiskerfið. Það var mjög gaman að vera í þessu samtali við samfélagið en sem rannsakandi og vísindamaður er maður alltaf undir það búinn að það taki ár eða áratugi að koma þekkingunni áfram inn í samfélag- ið. Þarna vorum við aftur á móti í daglegum samskiptum við bæði þá sem hafa ákvörðunarvaldið í heil- brigðiskerfinu en líka samfélagið sjálft en mjög margir höfðu skoðun á því sem við vorum að gera og vildu koma henni á framfæri. Það var lærdómsríkt og skemmtilegt en líka áskorun. Óttinn sem fylgir far- aldrinum getur gert suma nokkuð aggresíva en flestir höfðu einlægan áhuga á því að leggja okkur lið. Það var einhvers konar blanda af þessu tvennu sem við upplifðum.“ Unnur segir hópinn vera sáttan við árangur spánna. „Þegar upp er staðið voru spárnar kannski heldur svartsýnar en það er líklega betra að vera það upp á viðbrögðin að gera.“ Hugmynd sprottin í eldhúsum Hugmyndin að rannsókninni Líðan þjóðar á tímum COVID-19 spratt upp þar sem Unnur var á fjarfundi Rannsakar líðan þjóðar Unnur Anna Valdimarsdóttir er doktor í faraldsfræði og því ekki að undra að aldrei hef- ur verið meira að gera hjá henni en núna. Í gær setti hún ásamt teymi sínu af stað rann- sókn sem ætlað er að kanna áhrif heimsfaraldursins COVID-19 á líðan þjóðarinnar. Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R20 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.