Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 66
Sumartískan í ár er litrík og glaðleg, enda um að gera að halda í það jákvæða þrátt fyrir f lókna tíma. Það er alls ekki vitlaust að skella sér í blómaskreyttan kjól
í fallegum lit til að lífga aðeins upp
á lífið. Við þurfum ekki að bíða eftir
sólinni til að finna sólina í hjartanu
og klæða okkur eftir því.
Oft er talað um að tískan fari í
hringi, allt kemur aftur, og er það
eflaust hárrétt. Það er gaman að sjá
ákveðin trend sem hafa ekki verið
áberandi áður, líkt og að binda
utan um skálmar á víðum buxum
eða girða þær ofan í opna skó. Þetta
trend var áberandi á tískuvikunni í
Kaupmannahöfn og í París, og virð-
ist ætla að halda velli út í sumarið.
Púffermar í viktoríönskum stíl
verða áberandi, hvort sem er á
kjólum eða skyrtum. Ekki skemmir
fyrir ef þær eru í djörfum lit eða með
skemmtilegu munstri. Rykfrakkinn
heldur svo velli og er áfram vinsæll,
þá helst í síðari útgáfum.
steingerdur@frettabladid.is
Sumartískan
2020
Púffermar, blómakjólar og rykfrakkar.
Sumartískan er litrík og glaðleg, einmitt
það sem við þurfum á að halda.
Hér hefur Jeanette Madsen reyrað buxnafaldinn niður með skónum, en þetta trend virðist ætla verða vinsælt í sumar.
Skálmarnar
bundnar ofan
við ökkla, en skór
með ferkantaðri tá í
anda Bottega Veneta
verða mjög vinsælir
líka.
MYNDIR/
Litríkir
kjólar með áberandi púffermum og áberandi ermum og kápur með öðruvísi efni í ermum verða á vinsældalistanum í sumar. Sumarlegir
kjólar verða
vinsælli þeg
ar
nær dregur
sumri,
eins og svo
oft
áður.
Ryk-
frakkinn
er klassískur og
hefur verið vinsæll
síðustu árin, en
núna er hann víð-
ari og síðari.
Söng-
konan
Ashley Roberts í
flottum blóma-
kjól í London á
dögunum.
2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ