Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 12
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Það er mikilvægt að opinberu fé sé ekki ráðstafað að nauðsynja- lausu jafnvel þó það sé í nafni lýð- ræðisins. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Það ætti að vera óhætt að fullyrða að veturinn sem nú hefur loksins kvatt hafi verið einn sá erfiðasti fyrir land og lýð í manna minnum. Menn varpa öndinni léttar og ekki veitir af. Hver raunin hefur rekið aðra með illviðri, hamförum, mannskaða og ekki síst veirunni ljótu sem þrengt hefur sér um allt og truflað alla. Senn líður svo að því að slakað verði á hömlum á samskiptum fólks og lífið verður bærilegra. Okkur sem nú lifum hættir til að gleyma því að tilvera manna er hættuspil. Ekki þarf að líta langt aftur til að sjá að farsóttir ollu reglulega stráfelli fólks. Hamfarir kipptu fótum undan fjölda manna, búfjársjúkdómar þrengdu að lífsviðurværinu og þannig má lengi telja. Við getum því ekki annað en hrósað happi að hafa náð þeim tökum á örlögum okkar og ógnunum að veiran sem áður hefði höggvið stórt skarð í raðir Íslendinga náði ekki fram vilja sínum nema að litlu leyti. Engu að síður stytti hún líf nokkurra svo sorg- legt sem það er. En happinu hrósum við ekki. Við höfum gleymt því hversu lánsöm við erum og ætlumst til að allt gangi alltaf sinn ljúfa vanagang. Reynsla genginna kynslóða erfist ekki. Svo er um fleira. Allt stefnir nú í að efna verði til kosninga til embættis forseta lýðveldisins eftir að tveir karlar hafa tilkynnt um framboð, auk sitjandi forseta. Að óbreyttu gefst landsmönnum í sumar kostur á að mæta á kjörstað víða um land og greiða atkvæði. Að þessum framboðum fram komnum virðist tilefni til slíks umstangs ekki ærið. Sú regla er í gildi að forsetaframbjóðendur þurfa að leggja fram lista með meðmælum minnst 1.500 kosn- ingabærra manna, sem skiptist á alla landsfjórðunga. Þetta lágmark hefur verið óbreytt frá árinu 1952. Tilgangur þessa miðar að því að tryggja að forseta- frambjóðandi hafi lágmarksstuðning í embættið og líkur á því að hljóta kosningu séu raunhæfar. Þegar fjöldinn var ákveðinn voru Íslendingar rúmlega helmingi færri en þeir eru nú. Með réttu ætti krafan um lágmarksfjölda meðmælenda forsetaefna því að vera ekki lægri en þrjú þúsund. Auðvitað fylgir lýðræðinu ýmis kostnaður. Í fjár- lögum ársins eru 400 milljónir ætlaðar til að standa straum af kostnaði við forsetakosningar þetta árið. Það er mikilvægt að opinberu fé sé ekki ráðstafað að nauðsynjalausu jafnvel þó það sé í nafni lýðræðisins. Í því sambandi verður að treysta því að menn bjóði sig ekki fram nema að þeir telji að þeir eigi raunhæfa möguleika á kosningu. Bresti frambjóðendum dóm- greindin munu kjósendur eiga síðasta orðið og, eftir atvikum, koma í veg fyrir slys. Til að minnka líkur á að á það þurfi að reyna ætti að laga kröfuna um lágmarksfjölda meðmælenda að mannfjöldaþróun hérlendis. Það er ýmislegt sem hægt er að gera fyrir 400 milljónir, ekki síst þegar fé streymir úr ríkissjóði til að vernda störf og tryggja þjóðarhag. Þeir sem stofna til slíks kostnaðar ættu að hugsa sinn gang. Sumargjöf Hverjum þykir sinn fugl fagur, segir málshátt-urinn. Að sama skapi þykir hverjum sín raun einstök. En þótt hún kunni að virðast einstök frá smáum sjónarhóli sjálfsins er hún það sjaldnast í raun. Við stöndum frammi fyrir því sem okkur sýnist fordæmalaus áskorun, COVID-19 faraldr- inum. Einn fylgikvilli veirunnar sem okkur virðist einnig einstakur eru falsfréttir um sjúkdóminn og upptök hans. En hvorki farsóttir né falsfréttir eru nýjar af nálinni: n Fyrir rétt rúmum hundrað árum reið yfir heiminn skæðasti f lensufaraldur sem sögur fara af. Talið er að 50 milljónir hafi látist í hinni svo nefndu spánsku veiki. En heiti faraldursins er rangnefni byggt á falsfréttum. Ritskoðun sem ríkti á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar er talin hafa staðið í vegi fyrir tilraunum til að hefta útbreiðslu flensunnar. Stríðandi fylkingar leyndu fréttum af skæðum inflúensufaraldri í eigin röðum til að skaða ekki móralinn. Spánverjar, sem voru hlutlausir í styrj- öldinni, f luttu hins vegar samviskusamlega fréttir af þessari nýju pest og var þeim í kjölfarið kennt um upptök hennar. n Í ágúst árið 1835 birti dagblaðið The New York Sun greinaröð um nýja vísindauppgötvun. Líf var sagt hafa fundist á tunglinu með aðstoð háþróaðs sjón- auka. Á tunglinu sprönguðu um verur sem líktust elgjum, bjarndýrum með horn og nagdýrum sem gengu upprétt. Um fátt annað var talað í New York. Í september viðurkenndi dagblaðið að fréttin hefði verið uppspuni, til þess gerður að auka fjölda áskrif- enda sem hafði einmitt rokið upp. n 17. september 1903 birtist sorgleg frétt í dagblaðinu Daily Telegram í Clarksburg í Bandaríkjunum. Tveir slavneskir innflytjendur rifust um hund þegar annar mannanna varð fyrir voðaskoti. Hinn látni hét Mejk Swenekafew. Næsta dag flutti dagblaðið Clarksburg Daily News einnig fréttir af harmleiknum. En ekki var allt sem sýndist. Daily Telegram hafði lengi grunað Daily News um að stela frá sér fréttaefni. Fréttin var uppspuni, gildra sem sannaði sekt keppinautarins. Nafn hins látna lesið aftur á bak var: „We fake news“, eða við fölsum fréttir. n Vorið 1917, mitt í hryllingnum sem var heims- styrjöldin fyrri, höfðu bresk dagblöð eftir ónafn- greindum heimildarmanni að í Þýskalandi væri að finna svo kallaðar „lík-endurvinnslur“ þar sem fita var fjarlægð úr líkamsleifum hinna föllnu og henni breytt í sápu. Síðar kom í ljós að um var að ræða falsfrétt sem runnin var undan rifjum MI7, áróðurs- deildar breska stríðsmálaráðuneytisins. Manninum mun seint takast að útrýma flensu- faröldrum. Það sama gildir um falsfréttir. Að lifa með falsfréttum er furðu líkt því að lifa með pestarfaraldr- inum sem nú geisar. Þegar smit kemur upp er lítið annað hægt að gera en að leita upprunans og fanga athygli þeirra með upplýsingu og upplýsingum sem kunna að hafa smitast. Ástæður að baki falsfréttum geta verið margar: pólitík, fjárhagslegir hagsmunir, skemmtun eða misskilningur. En hvað sem falsfréttasmiðum gengur til geta lygar haft ófyrirséðar afleiðingar. Tuttugu og fimm árum eftir að Bretar spunnu upp fréttir af þýskum „lík-endurvinnslum“ hófu Þjóð- verjar að reisa „förgunarstöðvar“ fyrir fólk. Þegar fréttir bárust fyrst af helför nasista í heimsstyrjöld- inni síðari tortryggðu þær margir. Þær hljómuðu eins og „afgangs hryllingssögur úr síðasta stríði“, eins og einn bandarískur diplómat komst að orði. Svo kann að vera að helsta hættan við falsfréttir sé ekki sjálf lygin heldur skaðinn sem lygin veldur sann- leikanum. Ímyndum okkur að Donald Trump ritaði á Twitter: „Kæra mannkyn, allir í skjól, óvinveittar geimverur eru við það að ráðast á jörðina.“ Myndi ein- hver trúa honum? Hvað ef hann segði satt? Hvað ef hann segði satt? Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 ÖLL BRAUÐ Á 25% AFSLÆTTI ALLA MÁNUDAGA • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS www.bjornsbakari.is 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.