Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Nú er tími fyrir forræktun á matjurtum og blómum og það er gott að nota vorið í klippingar á trjám, limgerðum og berjarunnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK gleði og ánægju, en líka sorg ef hlutir fara úrskeiðis. Við erum með slagorð í garðyrkjunni í sumar, sem er „ferðumst innangarðs í sumar“. Hugmyndin er að rækta plöntur frá mismunandi löndum og ferðast svo á milli blómabeðanna, fyrst enginn kemst til útlanda,“ segir Gurrý. „Við sjáum það nú þegar að fólk sækir mikið í garðyrkju og ég held að pottaplöntur landsins hafi aldrei fengið eins frábæra umhirðu og síðustu vikur. Það er líka gott að hafa verkefni heima við, þetta hentar fyrir alla fjölskylduna og veitir tilbreytingu.“ Borgar sig margfalt „Það þarf ekki að vera mikil vinna að vera með fallegan garð, en það er mikil vinna að koma honum upp. En það er fyrirhafnarinnar virði,“ segir Gurrý. „Þegar hann er kominn er þetta yfirleitt hreins- unarvinna fyrst á vorin og svo almennt viðhald yfir sumarið. En þeir sem hafa helgað sig þessu líta ekki á þetta sem vinnu heldur áhugamál. Maður fær vinnuna margfalt til baka og nýtur afrakst- ursins árum saman. Þú uppskerð eins og þú sáir. Það gilda engar lögformlegar reglur um hvað á að vera í fal- legum garði, það fer bara eftir smekk hvers og eins. Það eina sem skiptir máli er að garðurinn henti eigandanum og gleðji hann,“ segir Gurrý. „Ég hef skoðað marga garða í gegnum tíðina. Ég man eftir einum sem hafði engar plöntur og var malbikaður en nokkur grasstrá voru á pallinum á gömlum vörubíl sem stóð við tjörn í garðinum. Svo hef ég líka skoðað garð sem inni- hélt úrval plastblóma, fólkinu þar fannst æðislegt að fá svona mikla litadýrð og þurfa ekki að leggja mikla vinnu í garðinn.“ Framhald af forsíðu ➛ Tími trjáklippinga „Núna er tími trjá- og limgerðis- klippinga, það er ágætt að byrja núna þegar mesti snjórinn er farinn og áður en gróður fer að lifna við,“ segir Gurrý. „Það þarf að grisja berjarunna til að opna inn í þá til að fá meira af blómum og berjum. Það er gott að fara í vaxt- armótandi klippingar á meðan það eru engin lauf blöð á trjánum, þá sjáum við betur hvaða greinar þarf að taka, svo sem skemmdar og brotnar greinar og þær sem geta nuddast saman í vindi. Trjágróður er ágætt að klippa á vorin og fram á sumar en ekki sniðugt að gera það á haustin. Þá er mikið af sveppagróum í loftinu sem geta tekið sér bólfestu í sárum á trjánum á sama tíma og varnarkerfi þeirra fer í dvala,“ segir Gurrý. „Fólk getur komist upp með það, en þetta er óþarfa áhætta. Ef maður er ekki með allt á hreinu er um að gera að fá fagmann til að klippa fyrir sig, það er hverrar krónu virði og þá er maður viss um að plönturnar njóti sín.“ Forræktun og hreinsun „Vorið er líka tíminn fyrir forrækt- un á matjurtum fyrir matjurta- garða. Það er til dæmis gott að hafa þær í litlu gróðurhúsi eða á svölum stað úti í glugga. Þessar plöntur eru svo tilbúnar til plöntunar úti um mánaðamótin maí-júní, eftir um 4-6 vikna forræktun,“ segir Gurrý. „Svo má líka kaupa forræktaðar matjurtir í garðyrkjustöðvum og planta þeim út. Hörðustu sumarblómaræktend- ur eru líka farnir af stað, því sumar tegundir þurfa langan undirbún- ingstíma,“ segir Gurrý. „En það eru líka til f ljótsprottnar tegundir sem er hægt að sá núna og þær ná að blómstra í sumar. Það er líka gott að hreinsa beð um þetta leyti og harðgerðar illgresistegundir eru nú þegar farnar að stinga upp kollinum. Það er um að gera að taka þetta strax, það er auðveldara en að bíða,“ segir Gurrý. „Fljótlega verður líka kominn tími til að kantskera grasf latir. Það er gott að gera það á vorin og yfirleitt er það nóg, svo þarf bara að halda því við yfir sumarið.“ Matjurtarækt er málið „Stærsta málið í sumar tel ég verða matjurtaræktun. Maður fann sama mynstur eftir hrunið, þá var fólk heima og mörg heimili reyndu að drýgja tekjurnar með því að rækta grænmeti í garðinum,“ segir Gurrý. „Fólk borðar líka miklu meira grænmeti núna en áður og maður sá þessa þróun líka fyrir COVID-19, sérstaklega hjá yngra fólki. Kolefnisfótspor heima- ræktaðs grænmetis er líka sama og ekkert, svo þetta er umhverfis- vænt. Ég er líka ekki í vafa um að margir vilja fylla garðinn með litríkum sumarblómum eftir þennan ömurlega erfiða vetur,“ segir Gurrý. „Það verður blómahaf hjá mér og ég get ekki beðið eftir að komast út og vera innan um blómin. Í bili nýt ég þess að hafa fallega afskorna íslenska túlípana.“ Fáum fagmann í verkið „Ef fólk langar að koma upp fal- legum garði en veit ekki hvar á að byrja er best að fá garðyrkju- fræðing til sín til að leiðbeina sér,“ segir Gurrý. „Það er fullt af frábærum garðyrkjufræðingum á Íslandi sem geta gefið góð ráð og jafnvel hjálpað við fyrstu skrefin. Þá er gott að geta lýst því hvers konar garð mann langar í og hvaða þörfum hann á að sinna. Svo er líka hægt að ganga enn lengra og fá hjálp frá landslagsarkitekt við hönnun og skipulag garðsins. Á Íslandi snýst garðyrkja mikið um að koma sér upp skjóli, sérstaklega í yngri hverfum og stundum þarf líka að skipta um jarðveg. Svo má alltaf gera breytingar þangað til fólk er ánægt og færa plöntur til. Garðar breytast með árstíðum og árunum,“ segir Gurrý. „Ef fólk kaupir hús með garði er gott ráð að búa í garðinum í eitt ár til að sjá hvernig fólk kann við garðinn. Eftir það er auðveldara að vita hvað virkar og hvað ekki og gera þá viðeigandi breytingar. Stundum koma plönt- urn ar manni skemmtilega á óvart.“ Áburðargjöf stundum ábótavant „Áburðargjöf er lykilatriði og allar plöntur þurfa áburð. Líf- rænn áburður eins og safnhauga- mold eða húsdýraáburður gefur langtímanæringu og stuðlar að frjósemi jarðvegs,“ segir Gurrý. „Lífrænt efni minnkar að rúm- máli þegar það brotnar niður og því þarf að bæta því ofan á beðin á hverju ári. Hins vegar er ekki gott að dreifa miklu magni af húsdýraáburði ofan á beð því þá verður úrvalið af illgresi ævintýra- legt. Húsdýraáburður ætti frekar að fara niður í holuna þegar við gróðursetjum plöntur en safn- haugamoldin ofan á beðin. Einnig er hægt að nota tilbúinn áburð, en hann er mjög sterkur og því er betra að nota lítið í einu og oftar og fylgja leiðbeiningum, annars verður jarðvegurinn of saltur. Eitt gott ávaxtatré þarf til dæmis bara eina matskeið af til- búnum áburði í hvert sinn, tvisvar til þrisvar sinnum yfir sumarið,“ segir Gurrý. „Þessi áburður virkar hratt og vel en mælt er með því að nota lífrænan áburð líka til að viðhalda frjósemi jarðvegsins. Það er heldur ekki gott að nota tilbúinn áburð mjög seint á sumrin, eins og í ágúst. Það gæti platað plönturnar aftur í vöxt og þá eru þær viðkvæmari þegar veturinn kemur.“ Það gilda engar lögformlegar reglur um hvað á að vera í fallegum garði, það fer bara eftir smekk hvers og eins. Það eina sem skiptir máli er að garður- inn henti eigandanum og gleðji hann. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R 00000 www.veidikortid.is Gleðilegt veiðisumar! Fæst hjá N1 - OLÍS og veiðiverslunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.