Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 25
KYNNINGARBLAÐ
Framhald á síðu 2 ➛
Helgin
L
A
U
G
A
R
D
A
G
U
R
2
5.
A
P
RÍ
L
20
20
Gurrý segir að það sé hægt að fá svo ótrúlega margt út úr garðyrkju að það sé ómögulegt að telja það allt upp. Garðyrkja getur til dæmis veitt skjól, næringu,
útivist, hreyfingu, útrás fyrir sköpun og afþreyingu. Þeir sem ekki kunna til verka geta fengið góð ráð og hjálp frá fagmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK
Gefur ró í hug og hjarta
Það er mikil vinna að koma sér upp fallegum garði, en þessi vinna skilar sér
margfalt til baka. Fallegur garður getur verið griðastaður og veitt mikla gleði.
Nú eru allir fastir heima langtímum saman og það stefnir í að enginn fari til útlanda í
sumarfríinu sínu, þannig að þessi
tími faraldurs hentar einstaklega
vel til gera fínt í garðinum heima.
Nú er sumarið hafið, svo það er
ekki seinna vænna að fara að taka
til hendinni.
„Fólk getur fengið ótrúlega
margt út úr því að vinna í garðin
um, það er eiginlega of margt til að
telja það allt upp,“ segir Guðríður
Helga dóttir garðyrkjufræðingur,
sem sumir þekkja sem Gurrý í
garð inum. „Í fyrsta lagi er frábært
að búa sér til sína eigin sæluveröld
og umvefja sig fegurð á sama tíma
og maður býr til skjól. Svo er það
örugglega vísindalega sannað að
ekkert grænmeti er betra en það
sem maður ræktar sjálfur.
Þetta býður líka upp á útiveru og
það gefur manni ró í hug og hjarta
að vera úti í garðinum að hlusta á
fuglana og flugurnar,“ segir Gurrý.
„Oft er þetta líka mikið puð, svo
mað ur getur komist í gott form.
En þegar maður er kominn með
vel hirtan garð þá minnkar erf
i ð ið og maður er frekar að njóta
umhverfisins, sem gefur andlega og
líkamlega gleði.
Garðvinna býður líka upp á
sköp un og það er gaman að fylgjast
með gróðrinum dafna og vita að
maður eigi þátt í að eitthvað svona
fallegt verði til,“ segir Gurrý. „Mað
ur elur plönturnar upp og hjálpar
þeim á legg eins og börn un um
sínum. Þetta getur veitt ómælda
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og www.heilsanheim.is
VERTU LAUS
VIÐ VERKI
BÓLGUEYÐANDI, VÖÐVASLAKANDI
OG VERKJASTILLANDI