Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 62
VIÐ FINNUM AÐ FÓLK KANN AÐ META ÞAÐ FRAMTAK OG ER ÞAKKLÁTT FYRIR AÐ FÁ FALLEGAR BARNA- BÆKUR Á ÍSLENSKU. Sverrir Norland og Cerise Fontaine stofnuðu árið 2018 AM forlag. Forlagið hefur gefið út tvö svoköll-uð bókaknippi, eitt með þremur barnabókum eftir Tomi Ungerer og annað með fimm litlum bókum Sverris. Nú bætast tvær barnabækur við, Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sen- dak og Í morgunsárið eftir Junko Nakamura. Þau segja hvatann að því að þau stofnuðu bókaforlag hafa verið löngun til að gefa út fallegar barna- bækur. Cerise er frá París og hefur starfað fyrir Gallimard-útgáfuna þar í borg og vann um árabil í bóka- útgáfudeild MoMA í New York. Hún hannar og setur upp bækurnar sem AM forlag gefur út og er í samskipt- um við rétthafa og Sverrir þýðir yfir á íslensku. Þau selja bækurnar jafnt í bókabúðum landsins sem og á heimasíðu sinni, amforlag.com, og senda þær heim til fólks sem pantar þær á netinu. „Vinir og vandamenn aðstoða okkur og þetta er því í senn mjög heimagert og fagmannlegt því við höfum unnið með fremstu bókagerðarmönnum í Evrópu við prentun bókanna,“ segir Cerise og brosir. Klassískt meistaraverk Þar sem óhemjurnar eru er heims- fræg barnabók. „Hún er klassískt meistaraverk sem við höldum bæði mikið upp á, kom út árið 1963 og hefur selst á heimsvísu í um 20 milljónum eintaka,“ segir Sverrir. „Þetta er bók sem höfðar til fólks á svipaðan hátt og Litli prinsinn, er fyrir alla aldurshópa og fólk kaupir hana á ýmsum tungumálum og safnar henni. Það er gaman að finna fyrir eftirvæntingunni sem byggst hefur upp í kringum hana hér heima. Þetta er falleg táknsaga um ímyndunaraflið. Í byrjun skammar mamma ungan son sinn og sendir hann inn í herbergi án kvöldmatar. Hann er fullur af reiði. Skógur vex upp í herberginu og hann siglir á bát á fjarlæga eyju þar sem óhemjurnar eru og verður konungur þeirra. Hann fer að sakna foreldra sinna og siglir til baka inn í herbergið sitt þar sem heitur matur bíður hans á borði.“ Í morgunsárið er eftir japönsku listakonuna Junko Nakamura. „Hún skrifar á frönsku og býr í París. Þetta er bók sem við heilluð- umst af og er fyrir yngstu börnin,“ segir Cerise. „Litirnir eru svo bjartir og hressandi. Í morgunsárið minnir okkur á að hver nýr dagur er undur og sýnir börnum hversu ljúft það er að eiga sér skemmtilega morgunrútínu. Ef við hefjum daginn ánægð og brosmild aukast líkurnar á því að framhaldið verði gott. Bókin brýnir líka fyrir okkur að sýna hvert öðru áhuga og virðingu og halda að lok- inni góðri morgunstund út í heim- inn með opin móttökuskilyrði fyrir öllu því sem veröldin hefur upp á að bjóða.“ Ástríða fyrir bókum Þau segjast vera í bókaútgáfu af ástríðu fremur en af gróðavon. „Við bjuggum um tíma í París og þar er mikið af fallega myndskreyttum bókum þar sem myndirnar eru jafn mikilvægar og textinn. Slíkar bækur eru listaverk, eins og þessar tvær. Okkur langaði til að auka vægi slíkra bóka hér á landi. Við finnum að fólk kann að meta það framtak og er þakklátt fyrir að fá fallegar barnabækur á íslensku, sem gleður okkur og styrkir til áframhaldandi verka,“ segir Sverrir og bætir við: „Það þarf að gera barnabókum hærra undir höfði. Það ætti að vera til bókabúð sem sérhæfir sig í sölu á þeim og það ætti að vera áberandi barnabókadeild í hverri bókabúð. Börn eru lesendur og hugsuðir fram- tíðarinnar. Og svo hafa fullorðnir auðvitað gaman af því að lesa vand- aðar bækur með börnunum.“ Heimagert og fagmannlegt Sverrir Norland og Cerise Fontaine reka AM forlag. Tvær barnabækur eru ný- komnar út, önnur þeirra er klassísk. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Cerise og Sverrir vilja leggja sitt af mörkum til að auka vægi fallegra barnabóka hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR AÐALFUNDIR 2020 OG SAMEINING FÉLAGANNA Félag tæknifólks í rafiðnaði, Félag sýningarstjóra við kvikmyndahús og kjaradeild Félags kvikmyndagerðarmanna hafa samþykkt sameiningu. Haldinn verður stofnfundur nýs sameinaðs stéttarfélags síðar á árinu. Í ljósi þeirra aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu og með tilliti til væntanlegrar sameiningar er ljóst að fresta verður venjubundnum aðalfundastörfum félaganna. Engu að síður boðar Félag tæknifólks í rafiðnaði hér með til aðalfundar sem fram fer kl. 17, 29. apríl 2020. Kynning verður á undirbúningi sameiningar og lykiltölum úr reikningum og að því loknu verður fundi frestað til hausts. Fundað verður í fjarfundi. Félagar í FK og FSK eru velkomnir á fundinn sem áheyrnarfulltrúar. Skráning er nauðsynleg, áhugasamir sendi tölvupóst á ftr@ftr.is þar sem fram kemur fullt nafn, netfang og kennitala. 1. Skýrsla stjórnar um stöðu sameiningar og starf félaganna í ljósi heimsfaraldurs 2. Kynning á fyrirliggjandi tölum úr ársreikningum 3. Fundum frestað DAGSKRÁ: Reykjavík 21. apríl 2020 Sýnum samstöðu á erfiðum tímum! Kveðja stjórnir FK, FSK og FTR FK Félag kvikmyndagerðarmanna The Icelandic Filmmakers Association STOFNAÐ 1945 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R38 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.