Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 10
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2020, kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi. Umsóknargögn og leiðbeiningar er að finna á www.rannis.is/sjodir/menntun/vinnustadanamssjodur/ Umsóknum skal skilað á rafrænu formi. Nánari upplýsingar veitir Skúli Leifsson, sími 515 5843, skuli.leifsson@rannis.is Vinnustaðanámssjóður Umsóknarfrestur til 20. nóvember H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n BRETLAND Vefsíða breska ríkisins þar sem fólk getur skráð sig í sýna­ töku fyrir COVID­19 var borin ofur­ liði skömmu eftir að hún opnaði. Hátt í 10 milljón manns í landinu eiga nú rétt á því að fá sýnatöku fyr­ ir COVID­19. Um er að ræða starfs­ menn í framlínustörfum og fjöl­ skyld ur þeirra. Ríkisstjórnin stefnir á að næsta fimmtudag verði hægt að taka 100 þúsund sýni í land inu á hverjum degi. Hátt í tuttugu þúsund manns hafa látist af völdum COVID­19 í Bret­ landi, þar af 684 á fimmtu dag inn. Ríkið hefur opnað vefsíðu þar sem fólk getur skráð sig og fengið heim til sín sýnatökusett. „Tveimur mín­ út um eftir að vefurinn var opn aður var búið að panta fimm þús und sett. Það er allt magnið sem var í boði í dag,“ sagði talsmaður ríkis stjórn­ ar inn ar við Telegraph í gær. Er búist við að fimmtán þúsund sýnatökur fari fram á degi hverjum í gegnum bílalúgu. Eru vonir bundnar við að um 18 þúsund sýnatökusett ætluð til heimsendingar verði í boði á degi hverjum í lok næstu viku. Ríkis­ stjórnin er sannfærð um að almenn­ ingi sé treystandi til að taka prófið heima. „Það eru til myndbönd sem sýna fólki nákvæmlega hvernig á að gera þetta, svo eru leiðbeiningarnar skýrar,“ sagði talsmaðurinn. „Við vonum að allir geti framkvæmt þetta.“ Sýnin eru svo send til baka og eiga niðurstöður að liggja fyrir innan þriggja sólarhringa. – ab Breskur COVID-19 vefur hrundi á skammri stund Stækka þarf kirkjugarða Heldur fámennt var í hópjarðarför í Nossa Senhora Aparecida-kirkjugarðinum, sem heitir á íslensku Kirkju- garður vorrar frúar í Aparecida, í Manaus í Brasilíu í gær. Kirkjugarðurinn hefur verið stækkaður til muna eftir að fjöldi fólks lést úr COVID-19 sjúkdóminum. Alls hafa 3.407 látist í Brasilíu í faraldrinum. MYND/EPA Sjúkraflutningamenn í Lundúnum að störfum. MYND/EPA Það er alltaf stutt í þægilega bankaþjónustu Þjónustuverið er opið kl. 9 –17 alla virka daga í síma 444 7000. Ef erindið krefst afgreiðslu í útibúi þá bókum við fund og klárum málið í útibúi. arionbanki.is BRETLAND Breski höfuðsmaðurinn Tom Moore, sem brátt fagnar 100 ára afmæli sínu, bætti enn einni rósinni í hnappagatið þegar nýtt lag hans og söngvarans Michaels Ball krækti í efsta sæti breska vinsælda­ listans í lok vikunnar. Er Moore þar með langelsti „tónlistarmaðurinn“ sem afrekar slíkt. Umrætt lag er útgáfa af „You never walk alone“, sem er stuðnings­ mönnum Liverpool og fleiri knatt­ spyrnuliða afar kært. Moore og Ball nutu aðstoðar kórs heilbrigðis­ starfsfólks við flutninginn. Lagið sló í gegn og er söluhæsta lag ársins það sem af er árinu. Moore mun halda upp á aldarafmæli sitt þann 30. apríl næstkomandi og nú er ljóst að hann verður á toppi breska vinsældalist­ ans þegar sá stóri áfangi næst. Höfuðsmaðurinn var afar kátur með áfangann í samtali við breska dagblaðið Telegraph. „Þetta eru yndislegar fréttir að eiga metsölu­ lag. Börnin mín trúa ekki að ég sé á toppnum.“ Óhætt er að fullyrða að Tom Moore hafi fangað hug og hjörtu heimsins á meðan kórónafaraldurinn geisar og hann er orðinn þjóðhetja í heima­ landi sínu. Í tilefni þess að hann hafði lokið árangursríkri meðferð við mjaðmarbroti og krabbameini ákvað hann að freista þess að safna 1.000 pundum til þess að styðja við breska heilbrigðisstarfsmenn. Ákvað hann að gera það með því að reyna að klára 100 hringi í garð­ inum sínum fyrir aldarafmælið en hver hringur er 25 metra langur. Um leið og greint var frá söfnuninni á samfélags­ og fjölmiðlum fór hún á mikið f lug og um tíma hrundi áheitasíðan sem hélt utan um verk­ efnið. Þegar þessi orð eru skrifuð hafa safnast um 29 milljónir punda – andvirði rúmlega fimm milljarða íslenskra króna. Reikna má með því að ágóðinn af hinum nýja smelli muni bæta dug­ lega við þá upphæð enda mun allur ágóði af laginu renna í söfnunina. – bþ Sá elsti á toppi breska vinsældalistans Tom Moore er elsti einstaklingurinn sem nær toppi breska vinsældalistans. 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.