Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 50
Sjaldan hafa jafn margar stoðir
lent í vandræðum og núna og gildir
það um allan heiminn. Þetta er
ekki búið, það segja það allir sem
vit hafa og er ljóst að við munum
eiga við þessa veiru og afleiðingar
hennar töluvert lengi til viðbótar.
Við höfum upplifað okkur nokkuð
örugg undanfarin ár og treyst á það
að geta haldið ýmsum sjúkdómum
í skefjum, þá ekki síst smitsjúk-
dómum sem í gegnum tíðina hafa
valdið miklum usla.
Fólk sem lifir í bómull
Í dag erum við með bólusetningar
við mörgum þessara sjúkdóma og
í heilsu- og forvarnarskyni höfum
við náð gífurlegum árangri á heims-
vísu og meira að segja útrýmt, eða
því sem næst, fjölmörgum slíkum
ógnum. Það er því algerlega óskilj-
anlegt þegar fólk fer með f leipur
og af þekkingarleysi gagnrýnir
þá nálgun að bólusetja. Það lifir
í bómull um það að ekki neitt illt
geti hent það sjálft eða börnin þess
og jafnvel að bólusetningar almennt
séu skaðlegar.
Mikill misskilningur er þar á
ferð og sannast einmitt í faraldri
sem þessum sem við glímum við
núna hvað markvissar bólusetn-
ingar hafa skilað okkur gríðarlegum
framförum og bjargað milljónum
mannslífa tengt þeim sjúkdómum
sem hafa herjað á mannkyn í gegn-
um tíðina.
Líftími bóluefna mismunandi
Sjúkdómar líkt og mislingar, barna-
veiki, kíghósti, mænusótt, stíf-
krampi og heilahimnubólga eru
hluti af þeim alvarlegu sem við
hindrum með bólusetningum
barna hérlendis líkt og víðast annars
staðar. Það eru fjölmargir aðrir sjúk-
dómar sem við getum varast með
þessum sama hætti og má þar nefna
lifrarbólgu, gulusótt, heilabólgu og
taugaveiki svo dæmi séu tekin.
Það er því augljóst að ef við ættum
ekki tæknina til að geta þróað og
framleitt bóluefni sem nokkuð
örugglega verja okkur gegn þessum
vágestum værum við í býsna slæm-
um málum. Líftími bóluefna er mis-
munandi hvað varðar þá vörn sem
þau veita og getur þurft að bólusetja
aftur og aftur. Margir sjúkdómar
sem falla undir sama flokkinn eru
í raun talsvert frábrugðnir ár frá ári
og þurfa reglulega bólusetningu,
frægasta dæmið hér er auðvitað
inflúensan.
Það er ekki ofsögum sagt þegar maður veltir fyrir sér ónæmiskerfinu að það sé eitt
það f lóknasta í líkama okkar. Við
skiljum það ekki enn til hlítar, þrátt
fyrir að við höfum nokkuð góða
innsýn í virkni þess. Við finnum
alla jafna ekki mikið fyrir því sem
það er að gera f lesta daga þrátt
fyrir að það unni sér aldrei hvíldar
svo fremi sem það er í lagi. Mann-
eskjan samanstendur af frumum í
grunninn sem mynda mismunandi
líffæri og kerfi líkamans, þar með
talið ónæmiskerfið. Það má með
mikilli einföldun líkja því við her
eða varnarviðbúnað sem er ætlast
til að þekki óvini okkar og útrými
þeim áður en þeir fara að valda
okkur einkennum eða skaða. Flesta
daga ævi okkar er einmitt verið að
vinna slíka vinnu og við verðum
hreinlega ekki vör við eitt eða neitt.
Mikilvægi kerfisins
Örverur ýmiss konar eru allt um
kring og það er stöðugt verið að
hreinsa þær og afvopna. Það er
auðvelt að skilja hversu mikilvægt
ónæmiskerf ið er okkur öllum
þegar við horfum á þá sem hafa
ekki slíkt og hversu viðkvæmir þeir
eru. Dæmi eru sjúklingar í krabba-
meinsmeðferð eða ónæmisbælandi,
þeir sem hafa ónæmisgalla, eru
sýktir af sjúkdómi eins og HIV og
með langt genginn sjúkdóm sem þá
kallast AIDS. Við höfum öll heyrt af
því að slíkt fólk sé sett í einangrun
til að verja sig frá umhverfinu. Það
er í hnotskurn þegar kerfið er bilað
með einhverjum hætti og varnar-
lítið eða varnarlaust.
Aðstoð við ónæmiskerfið
Ónæmiskerfið hefur þann ein-
staka eiginleika að þekkja sitt
eigið og greina það frá öðru, það er
í grunninn hluti varnarkerfisins.
Líkami okkar ræðst á það óþekkta,
örverur eða sníkjudýr, og leysir
vanda okkar. Stundum fylgja þessu
einkenni eins og hiti eða almenn
veikindi sem venjulega ganga yfir,
f lestir veirusjúkdómarnir eru þann-
ig. Stundum þarf ónæmiskerfið
aðstoð í formi lyfja eða annars
konar meðferða líkt og við sýkingar
af bakteríutoga eða öðrum örverum
eins og sveppum. Ónæmiskerfið er
líka að verki þegar líkaminn hafnar
ígræddu líffæri þar sem hann þekk-
ir það ekki sem sitt eigið og svona
má áfram telja.
Sjálfsónæmissjúkdómar
Öllu f lóknara verður þegar líkam-
inn ræðst gegn sjálfum sér og hættir
að greina á milli með réttum hætti
sem getur verið lífshættulegt og/
eða krónískt ástand eins og margir
sjúklingar þekkja sem eru með
liðagigt eða aðra sjálfsónæmis-
sjúkdóma. Það þarf þá að feta mjög
þröngan stíg meðhöndlunar sem
byggir á að minnka eða eyða ein-
kennum án þess að lama í leiðinni
mótstöðuafl líkamans til að berjast
við daglega vágesti.
Frekari þróun læknavísinda og
möguleika til meðferðar á sjúk-
dómum felst að miklu leyti í því að
annars vegar nýta ónæmiskerfið
til meðferða, veikla það markvisst
án þess að valda skaða, eða hvort
tveggja. Vonandi berum við gæfu til
að auka þá þekkingu verulega sjúkl-
ingum til hagsbóta á næstu árum.
Ónæmiskerfið þitt
Gildi bólusetninga
Heimurinn er gerbreyttur og við lifum tíma sem fæst okkar, ef nokkur, hafa upplifað
áður, lokun heilu samfélaganna og verulega miklar áskoranir á mörgum vígstöðvum.Fastandi blóðsykur hjá hraustum einstaklingi
Lágt 1,7-3,9 mmol/l
Eðlilegt 4,0-5,5 mmol/l
Vægt hækkað 5,6-6,9 mmol/l
Hækkað >7,0 mmol/l
Blóðsykurinn
Fjölmörgum ógnum hefur verið því sem næst útrýmt með bólusetningum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Teitur
Guðmundsson
læknir
Verjum þá veikustu
Við verjum alla jafna þá sem veik-
astir eru og hafa lítið mótstöðuafl,
unga sem aldna og hina allt þar á
milli. Við verjum líka hrausta ein-
staklinga og ferðamenn þannig að
þeir geti með öruggum hætti farið
á milli svæða sem bera með sér þær
hættur í umhverfi sem bólusett
er gegn. Sumir þessara sjúkdóma
eru bundnir við ákveðin skilyrði,
heimshluta og svo framvegis en með
breyttum venjum nútímamanns-
ins er hægt að dreifa þeim hratt um
heiminn og valda þannig usla líkt og
við sjáum núna.
Langt í land
Fræg kórónaveira sem geisar er
dæmi um nýjan sjúkdóm sem við
þekkjum ekki fram til þessa og
enginn hefur mótstöðuaf l gegn.
Eina leiðin til varnar er líklega að
sýkjast og læknast af honum með
öllu því f lækjustigi og áhættu sem
við höfum fylgst með undanfarið,
eða með einhvers konar forvörn
eins og bóluefni eða virkri meðferð.
Þar sem við þekkjum sjúkdóminn
ekki nægjanlega vel og erum að læra
núna mjög hratt eigum við fá úrræði
nema þau gömlu í bókinni sem eru
að halda okkur í fjarlægð hvert frá
öðru og þvo og spritta hendur. Við
munum sigrast á þessum vágesti
líkt og öllum hinum en það er langt
í land með bóluefni og virkar með-
ferðir sem skila okkur til baka því
öryggi sem við þekktum í nóvem-
ber á síðasta ári. Það er ekki lengra
síðan téð veira sneri heiminum á
hvolf og hefur ekki sleppt takinu
enn.
Lítill ósýnilegur vágestur
Allar þær aðferðir sem við notum
í baráttunni og gagnast eru mikils
virði, bólusetning er líkleg til að
verða ein af þeim. Allir þeir sem
núna horfa upp á heiminn og þann
vanda sem hann er kominn í vegna
einnar lítillar ósýnilegrar veiru
ættu að vera farnir að skilja mikil-
vægi bólusetninga og framþróunar
í heilbrigðisvísindum og hætta að sá
óvissu og hræðsluáróðri gegn jafn
mikilvægri vörn og þær eru og hafa
verið.
ÞAÐ ER ÞVÍ ALGERLEGA
ÓSKILJANLEGT ÞEGAR
FÓLK FER MEÐ FLEIPUR
OG AF ÞEKKINGARLEYSI
GAGNRÝNIR ÞÁ NÁLGUN
AÐ BÓLUSETJA.
Það er merkilegt hvað er hægt að lesa út úr litnum á þvag inu okkar. Vökvinn sem við skil-
um frá okkur daglega er því spenn-
andi viðfangsefni, sérstaklega fyrir
heil brigðisstarfsfólk, því hann segir
okkur talsvert til um starfsemi
líkam ans.
Venjulega skilar hver einstakl ing-
ur sér nokkrum sinnum á klósettið
á dag og því sér hann greinilega
ef breyting verður á. Venjulega er
þvag ið glært til létt gulleitt á lit inn
sem er hinn hefðbundni litur. Ef við
er um ofvökvuð og höfum dr ukk ið of
mik inn vökva verður þvag ið fremur
tærara og sömuleiðis ef við erum í
skorti þá verður þvagið dökkgult eða
jafnvel með brún leitan tón.
Þar sem þvagið er vökvi sem síast í
gegnum nýrun úr blóðinu eru ýmsir
möguleikar til litabreytinga. Rauður
litur er oftar en ekki merki um blæð-
ingu sem getur komið allt frá nýrum
að þvagrás, skærgulur litur og nær
sjálf lýsandi er merki um inntöku
B-vítamíns, bláleitt eða grænleitt
þvag kann að vera sýking í blöðru en
getur líka verið litarefni sem við inn-
byrðum til dæmis úr orkudrykkjum.
Appelsínugulur getur verið merki
um inntöku eða jafn vel bent til
lifrarsjúkdóma. Mat ur líkt og rætur
eða rabarbari getur litað þvagið
bleikt. Lyf geta einn ig breytt litnum
svo það er að mörgu að hyggja. Ef þú
tekur eftir lita breytingu eða öðrum
breyting um á þvagi sem þú kannast
ekki við né getur skýrt, hafðu sam-
band við lækni.
Hvað segir litur
þvagsins okkur
Það er auðvelt að skilja hversu mikilvægt ónæmiskerfið er okkur öllum
þegar við horfum á þá sem hafa ekki slíkt og hversu viðkvæmir þeir eru.
Vökvinn sem við skilum frá okkur
daglega getur sagt sína sögu.
2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð