Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 16
2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Merkileg meiðsli
Steve McNally, læknir Man Utd, sagði í vikunni að
það væri ekkert minna að gera hjá sér. Leikmenn
liðsins væru sumir að lenda í stórfurðulegum
meiðslum. Þeir eru þó ekki þeir einu sem hafa
lent í furðulegum meiðslum. Fréttablaðið fór á
stúfana og fann önnur góð, já, eða slæm.
Andy Van Der Meyde
Blóð í beinni
Hollendingurinn fljúgandi var sífellt til vandræða.
Sóaði öllu sínu fé í vændiskonur og eiturlyf. Hann
spilaði 17 landsleiki í fótbolta og í aðdraganda eins
þeirra var hann rifinn í viðtal en stóð of hratt upp svo
að hann svimaði. Hrasaði á hátalara og fékk stærðar-
innar skurð í kjölfarið.
Emil Hallfreðsson
Fagur fiskur í sjó
Emil bloggaði um fyrstu árin í atvinnumennskunni á
emmihall.com og sagði frá því árið 2005 þegar hann
missti af varaliðsleik með Tottenham eftir að hafa
skorið sig í eldhúsinu. Hann fékk sýkingu í sárið og var
settur á sýklalyfjakúr í kjölfarið.
Oliver Sigurjónsson
Lærið að ganga
Oliver gat ekki spilað gegn
Fylki í fyrstu tveimur umferð-
um Pepsi-deildarinnar árið
2015 eftir að hafa meiðst
í læri. Í síðasta æfingaleik
Blika fyrir mót gegn Grinda-
vík var Oliver að labba út í
bíl þegar hann fékk í lærið
og meiddist. Hann sagði
söguna í útvarpsþættinum
fótbolta.net.
Charles Barkley
Betur sjá augu en auga
Árið 1994 var Barkley bestur í NBA-deildinni með
Phoenix Suns þótt þeir hafi ekki unnið deildina. Um
sumarið skellti hann sér á tónleika með sjálfum Eric
Clapton sem er svo sem alveg fínt en Barkley tók eitt-
hvert krem með sér og nuddaði því í auga og missti
þar með af fyrstu leikjum liðsins næsta tímabilið.
Michael Jordan
Sigurvindillinn
Sá besti reykti vindla. Þá þarf víst að skera áður en þeirra er notið og
kappinn var eitthvað utan við sig árið 1999 þegar hann skar sig illa í putt-
ann. Hann þurfti að fara í aðgerð og allan pakkann. Jordan hefur sagt að
þetta slys hafi enn áhrif á golfsveifluna sína.
Orlando Brown
Blindaðist við flagg
Meiðsli eru algeng í NFL-deildinni en Brown
varð fyrir einum af þeim furðulegustu. Eftir að
hafa þjófstartað kastaði dómarinn flaggi sínu
beint í augað á varnartröllinu. Algjört óviljaverk
en Brown blindaðist við atvikið og missti af
þremur árum. Hann fór í mál við NFL-deildina
og fékk 25 milljónir dollara í skaðabætur.
Jimmie Johnson
Flaug úr golfbíl
Á golfmóti sat NASCAR-kappaksturshetjan
Jimmie Johnson í golfbíl með félaga
sínum og var á leiðinni eftir boltanum í
rólegheitum. Eitthvað fór þó úrskeiðis
og keyrði bíllinn á kant sem varð til
þess að kappaksturshetjan flaug út úr
bílnum og handleggsbrotnaði. Sem
betur fer fyrir Johnson gerðist slysið
utan keppnistímabilsins.
Dustin Johnson
Stórhættulegur stigi
Einn besti golfari heims, Dustin Johnson, þurfti að af-
bóka sig á Masters-mótinu 2017 eftir að hafa runnið
niður stiga heima hjá sér svo hann meiddist í baki.
Johnson var þá á toppi heimslistans og var talinn lík-
legur til afreka á mótinu.
Sammy Sosa
Sterahnerri
Sosa er einn frægasti sterahaus íþróttanna. Árið
2004 missti hann af nokkrum leikjum vegna þess að
hann tognaði í baki. Hans útskýring var að hann hefði
hnerrað svo rosalega. Trúlega var það fyrsta vísbend-
ingin um að sterarnir væru að taka líf hans yfir.
benediktboas@frettabladid.is