Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 21

Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 21
við aldrei upplifað það jafn sterkt hversu mikilvæg vísindin eru fyrir líf okkar. Sem faraldsfræðingur get ég aftur á móti ekki rannsakað hvað sem er á Íslandi vegna fæðarinnar og fer hluti rannsókna minna fram í Svíþjóð þar sem rannsóknir eru mögulegar á 10 milljónum manna.“ Við erum þrautseig þjóð Unnur segir spurningalistann snúa að líðan, lífsstíl og almennu heilsu- fari fólks í faraldrinum en einnig um seigluþættina sem gera það að verkum að við náum að lifa af erfiða tíma. „Við erum of boðslega þrautseig þjóð en það eru hópar í samfélaginu sem ég hef áhyggjur af. Hér á landi hafa um 1.800 ein- staklingar sýkst og hjá þeim og fjöl- skyldum þeirra hefur ríkt óvissa um það hvernig sjúkdómurinn þróast og mögulega ótti um frekara smit. Einstaklingar hafa einnig misst vinnuna og eldra fólk hefur verið meira og minna einangrað í tvo mánuði. En það er líka hlutverk vís- indanna að auðkenna hvaða leiðir fólk hefur notað til að lifa þennan tíma af. Hvað gerði fólk? Söng það og birti á internetinu til að gleðja sjálft sig og aðra? Ég sé möguleika í því að komandi kynslóðir geti lært af því. Ef ég horfi yfir félagahópinn minn er áhugavert að sjá hvernig þetta einfalda líf passar fólki misvel, persónuleikaþættir ráða því hvort fólk kann vel við sig í þessu rólega tempói eða hvort það verður rosalega óþreyjufullt. Það verður svo rosalega skýrt hverjir eru góðir kandídatar í afdalalíf og hverjir eru það ekki,“ segir Unnur og hlær. Áfengisneysla og ofbeldi Unnur segir aðalmálið þessa stund- ina vera að átta sig á stöðunni en svo vilji þau geta fylgt fólki eftir og skoðað hvort þessi breyting á lifn- aðarháttum eða líðan hafi áhrif á heilsufar þess til lengri tíma. „Eru einhverjar nýjar þarfir í heilbrigðis- þjónustu sem þarf að koma til móts við? Við erum nú þegar farin að sjá aukningu símtala í hjálparsíma Rauða krossins vegna einmana- leika. Það er aukning á erindum til heilsugæslu vegna ótta við smit og fleira. Það er aukning á sölu áfengis í Vínbúðum og það er nánast enginn ferðamaður á landinu. Auðvitað er minni sala á veitingastöðum svo þetta jafnast kannski eitthvað út en þetta eru vísbendingar um mögu- lega aukningu í áfengisneyslu. Það eru einnig vísbendingar um aukn- ingu á heimilisof beldi og börn í hættu og því er mikilvægt að skoða alla þessa þætti. Síðasti álíka heimsfaraldur var árið 1918 og við hefðum gjarnan viljað að samfélagið þá hefði haft möguleika á að skilja áhrifin sem hann hafði á sálarlíf og heilsufar þjóðarinnar í víðara samhengi. Þá var ekki þekking til þess en nú getum við skoðað þetta og veitt þeirri vitneskju fram til komandi kynslóða og mögulega grætt líka þekkingu sem nýtist okkur til að skipuleggja heilbrigðiskerfið betur.“ Sálfræðiþjónusta fyrir alla Eins og fyrr segir setti Unnur ásamt teymi sínu rannsóknina Áfallasaga kvenna af stað árið 2018 og svaraði nánast þriðjungur kvenna hér á landi ítarlegum spurningalista. Unnur segir 10 til 15 ólík rannsókn- arverkefni vera í vinnslu úr þeim grunni. „Við erum á fullu að vinna úr þeim gögnum sem söfnuðust og vinna nýjar vísindagreinar um áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Annar vængur í þessu er að reyna að þróa meðferðir fyrir konur. Sér- staklega langar okkur að geta þróað hagkvæm meðferðarúrræði sem eru öllum aðgengileg því sálfræði- meðferð er dýr og ekki aðgengileg öllum. Við höfum því verið að leggja heilmikla vinnu í það í alþjóðlegu samstarfi og vonandi verður hægt að bjóða konum úr Áfallasögu kvenna í þúsundavís að taka þátt í slíku verkefni.“ Lamandi áhrif á annað kynið Unnur og teymi hennar höfðu undirbúið rannsóknina lengi en sáu ekki fyrir Metoo-baráttuna sem spratt upp haustið áður og hafði góð áhrif á rannsóknina að hennar mati. „Samfélagið var að vakna og átta sig á því að áföll sem aldrei voru sett í orð væru að hafa lamandi áhrif á annað kynið. Þetta þyrfti að skoða. Konur sem höfðu kannski aldr- ei sagt það upphátt að þær hefðu orðið fyrir áreitni eða of beldi voru farnar að geta það í krafti Metoo- byltingarinnar.“ Unnur segir að niðurstöðurnar bendi til að yngri konur séu líklegri en þær eldri til að tilgreina að brotið hafi verið gegn þeim. „Hvort sem það er þeim sem yngri eru ferskara ÞAÐ ER ALVEG ÓTRÚLEGT AÐ SJÁ HVAÐ KONUR HAFA Í RAUNINNI LENT Í MIKLU. HVERSU ALGENG ALVAR- LEG ÁFÖLL OG OFBELDI ERU. Unnur er einn okkar fremstu vísindamanna og beinir augum sínum nú að líðan þjóðar- innar á tímum COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI í minni eða að þær átta sig frekar á því að brotið hafi verið á þeim er óljóst. En ég er þó fullviss um að ástæðan er ekki sú að eldri konur hafi síður orðið fyrir ofbeldi en þær sem eru yngri.“ Óskiljanlegt en raunverulegt „Það er alveg ótrúlegt að sjá hvað konur hafa í rauninni lent í miklu. Hversu algeng alvarleg áföll og of beldi eru. Það er ákveðið menn- ingarsjokk að átta sig á því, þrátt fyrir að ég sé búin að vera í þessum áfallarannsóknum töluvert lengi. Að sjá að fjórar af hverjum tíu konum hafi lent í alvarlegu kynferðislegu eða líkamlegu of beldi er erfitt að horfast í augu við. Þetta er óskiljan- leg tölfræði en hún er raunveruleg.“ Unnur segir tölurnar ekki ósvip- aðar í þeim löndum sem við oftast berum okkur saman við. „Maður hélt að í jafnréttissamfélögum, eins og okkar, mætti maður búast við lægri hlutföllum en það er ekki þannig. Það segir mér bæði að við konur í þessum samfélögum vitum þegar á okkur er brotið en sýnir líka að þessi af brot eiga sér stað hvar sem er.“ Hálfgerður durtur Unnur segist njóta sín vel í starfi og það að skapa þekkingu sem kemur þolendum áfalla og samfélaginu í heild til góðs drífi hana áfram. „Svo er bara alltaf gaman að leysa gátur og staðfesta fyrirframgefnar til- gátur, eða hafna þeim. Það er ótrú- legt að horfa á gögnin sín og hugsa: Svona er manneskjan!“ Eins og fyrr segir hefur sjaldan verið eins mikið að gera hjá Unni sem hafði í upphafi séð fyrir sér að hún tæki upp prjónana á þessum tímum og læsi allar bækurnar sem setið hafa á hakanum. „Ég held ég sé hálfgerður durtur þegar það er svona mikið að gera hjá mér,“ segir hún í léttum tón. „Það er líklega ekkert þægilegt að vera í kringum mig þegar ég set hornin undir mig og hamast áfram.“ Unnur segir rytma vísindanna seigf ljótandi og henta ekki hverj- um sem er. „Maður er í mörg ár að vinna að rannsókn sem svo kemur kannski út í einni vísindagrein, sem enginn les nema þröngur hópur sér- vitringa. Þetta getur verið einmana- legt nema þegar maður er í góðum hóp eins og ég er, það gerir starfið skemmtilegt og skapandi og biðina þolanlegri.“ Aðspurð segist Unnur viss um að við sem samfélag verðum ekki söm eftir þá erfiðleika sem við nú göng- um í gegnum. „Við verðum ekki söm aftur. Við höfum í senn orðið hrædd og upplifað sorgir, en einn- ig látið reyna á þrautseigju okkar og tileinkað okkur ýmsa tækni til að gera hlutina á annan hátt. Svo hræðist maður líka að það verði ákveðin fjarlægð. Fólk talar um að handabandið hverfi en það fer auðvitað eftir því hversu lengi við verðum í þessari stöðu að þurfa að halda fjarlægð við annað fólk. En við finnum alltaf leiðir og það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samfélagið okkar og heimsmyndin þróast. Þessi heims- faraldur markar svo ótrúlegan við- snúning á mannlífi á jörðinni.“ H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.