Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 28

Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Þótt enginn sé að ferðast um þessar mundir er ekki bannað að láta sig dreyma um staði sem hægt er að heim- sækja í framtíðinni. Fyrir þá sem langar til að fara á nýja staði eru Mið-Austurlönd skemmtilegur kostur. Það er svolítið eins og að koma í annan heim að heimsækja Dúbaí, Abú Dabí og Katar. Þarna flæða peningar olíukónganna og þess sjást merki víða í glæsilegum byggingum. Allar þessar borgir hafa verið að byggjast upp á undanförnum árum og byggingarnar því nýjar eða nýlegar. Áður en olían kom til sögunnar bjuggu í borgunum fátækir hirðingjar. Það var ekki fyrr en á fjórða áratugnum sem vinnanleg olía fannst í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og lífið tók heljarstökk inn í lúxusinn hjá heimamönnum. Samkvæmt TripAdvisor er Grand-moskan í Abú Dabí í þriðja sæti yfir vinsælustu staði sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Á undan koma Péturskirkjan í Vatíkaninu í Róm og Taj Mahal á Indlandi. Á fyrri hluta síðasta árs komu fjórar milljónir gesta í Grand-moskuna í Abú Dabí. Moskan er engin smásmíði og ekkert var til sparað til að gera hana sem glæsilegasta. Hún er ein af þeim stærstu í heiminum. Vinna við byggingu á Grand- moskunni hófst árið 1996 og það tók tólf ár að ljúka henni. Bygging- in kostaði um 545 milljónir dala en hún nær yfir svæði sem jafngildir fjórum stórum fótboltavöllum. Moskan komst í Heimsmetabók Guinness fyrir stærsta handofna teppið sem prýðir bænasvæðið en það er án allra samskeyta. Auk Ein glæsilegasta moska í heimi Hin glæsilega Sheikh Zayed Grand-moska í Abú Dabí hefur gríðarmikið aðdráttarafl og laðar milljónir ævintýragjarnra ferðamanna frá öllum heimshornum til borgarinnar á hverju ári. Grand-moskan í Abú Dabí er engin smásmíði og glæsileg eftir því. Núna er moskan lokuð á COVID-19 tímum. Bænahúsin gerast vart fegurri. Þarna er stærsta teppi í heimi án samskeyta. þess er stærsta ljósakróna í heimi í hvelfingunni og sú eina sinnar tegundar í heiminum. Það eru 82 hvítar marmarasúlur í moskunni, skreyttar með dýrmætum gim- steinum og ljósakrónur með 24 karata gullhúð og Swarovski-krist- öllum hanga eins og demantar í loftinu. Moskan dregur nafn sitt af fyrsta forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, sjeik Zayed bin Sultan Al Nahyan, sem átti hug- myndina að byggingunni. Eftir andlát hans árið 2004 var lík hans grafið í garði moskunnar. Þessi stórbrotni minnisvarði var hannaður af sýrlenska arki- tektinum Yousef Abdelky. Hann sagðist innblásinn af persneskum arkitektúr en um 3.000 verkamenn hvaðanæva úr heiminum komu að byggingunni. Smáatriðin voru útfærð á glæsilegan máta, til dæmis flókið blómamynstur á súlum og inn- felldir gimsteinar. Það var breski listamaðurinn, Kevin Dean, sem kom að blómaskreytingunum en hann hefur sagt að það hafi verið skemmtilegasta verkefni hans. Kevin vann náið með syni Zayed sjeiks og segist hafa fengið frjálsar hendur með listsköpunina. Það tók hann fjögur ár að klára skreyt- inguna sem er ótrúlega falleg. Hann leitaði innblásturs í blóm sem vaxa í Mið-Austurlöndum. Moskuna hafa heimsótt margir mektargestir frá því hún var opnuð árið 2007. Karl prins og Kamilla eru þar á meðal. Þau heimsóttu moskuna í opinberri heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna árið 2016. Tónlistarfólk hefur einnig komið þarna við á ferðum sínum og má þar nefna Selenu Gomez, Justin Bieber, Rihönnu og marga fleiri. Það geta allir heimsótt moskuna, hún er opin daglega í eðlilegri tíð og það er ókeypis aðgangur. Ströng öryggisgæsla er við innganginn en konur fara ekki inn í bygg- inguna nema í síðum kufli og með slæðu. Konur þurfa sem sagt að hylja fætur, handleggi og höfuð. Karlmenn þurfa að klæðast síðum buxum. Ef farið er inn í bænahúsið þarf að taka af sér skó og sokka. Hægt er að fara í ókeypis klukkustundarlanga leiðsögn og fá fræðslu um trúarbrögð og menningu. Þegar rökkva tekur á kvöldin er moskan fallega upplýst. Nauðsynlegt er að hafa sólgleraugu ef komið er að degi þar sem sólin endurspeglast í marmaranum. Best er að heimsækja moskuna fyrst á morgnana eða seinni- partinn. Það eru auðvitað allir með myndavélar eða síma með sér til að mynda herlegheitin. Sérstakir staðir eru merktir þar sem má taka myndir. Moskan er vissulega töfrandi og þar er hægt að ná afar fallegum myndum. Til að komast í moskuna frá miðbæ Abú Dabí er f ljótlegast að taka leigubíl. Það tekur 20 mínútur og leigu bíla far gjöld eru sanngjörn. Fyrir þá sem eru í Dúbaí er hægt að taka rútu eða leigubíl. Einnig útvega hótel loftkælda einkabíla fyrir þá sem það vilja. Þeir sem vilja fara í ferðalag um moskuna á netinu geta skoðað heimasíðuna: szgmc.gov.ae/en/ Home AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR 2O2O Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í Valsheimilinu Hlíðarenda (salur á 2. hæð) laugardaginn 16. maí. kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning nýrra fulltrúa í stjórn samtakanna og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.