Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 30
Framkvæmdastjóri lækninga Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Leitað er að öflugum leiðtoga til að taka þátt í innleiðingu á endur- nýjuðu stjórnskipulagi og endurskipulagningu á með- ferðarstarfi Reykjalundar. Um er að ræða 100% starf og ráðið er í það til fimm ára frá 1. júní n.k. Möguleiki er á að sinna klínískri vinnu samhliða stjórnunarstörfum. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing með það að markmiði að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Um þjónustuna gildir þjónustu- samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalund- ar. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði kennslu og heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Framkvæmdastjóri lækninga heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn. Hlutverk og ábyrgðarsvið. Framkvæmdastjóri lækninga er sviðstjóri á meðferðar- sviði 1 og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri sviðsins og meðferðarteyma sem því tilheyra. Framkvæmdastjóri lækninga er faglegur yfirmaður lækninga og ber ábyrgð á allri læknisfræðilegri meðferð og að hún sé í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisstarfs- menn. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að færsla og varðveisla sjúkraskrár sé samkvæmt lögum og reglu- gerðum. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að skapa aðstæður fyrir klínískt nám læknanema, ásamt fram- kvæmd sérnáms í endurhæfingarlækningum á Reykja- lundi og er tengiliður Reykjalundar við háskóla. Menntunar- og hæfniskröfur. • Íslenskt sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum og reynsla á sviði endurhæfingarlækninga • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla • Þekking og reynsla af mannauðsmálum • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður í starfi Umsókn skal fylgja staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, vísindavinnu og reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2020. Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar lækna hjá Landlæknisembættinu. Umsókn skal skilað á sérstöku eyðublaði, sem aðgengi- legt er á vef Landlæknis, til Önnu Stefánsdóttur starf- andi forstjóra anna@reykjalundur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið eða Guðbjargar Gunnars- dóttur mannauðsstjóra gudbjorg@reykjalundur.is Hlutfall: Fullt starf Tegund: Sérfræðingur Spennandi tækifæri hjá Ísafjarðarbæ Umsóknarfrestur til 12.05.2020 Sjá nánar á Job Byggingarfulltrúi hms.is Vilt þú taka þátt í að byggja upp framsækinn vinnustað sem leggur áherslu á nýsköpun, aðgengi upplýsinga og stafrænar lausnir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitar að öflugum liðsauka til að taka þátt í uppbyggingu stofnunarinnar á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála á Íslandi. Hlutverk okkar er að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði í þágu almennings auk þess að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og hafa virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Hagfræðingur á sviði stafrænnar stjórnsýslu HMS Hæfnikröfur • Háskólamenntun í hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Afbragðs greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti opinberlega, bæði á íslensku og ensku • Nákvæmni í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu Starfs- og ábyrgðarsvið • Rannsóknir og greiningar á húsnæðismarkaði, þ.m.t. fasteigna-, leigu-, byggingar- og lánamarkaði • Þátttaka í söfnun og úrvinnslu upplýsinga á sviði húsnæðismála • Útgáfa efnis og skýrslugjöf • Ráðgjöf til annarra sviða stofnunarinnar og þátttaka í verkefnum þeirra • Kynning á greiningingum hagdeildar innan stofununar og opinberlega Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að bætast í hóp öflugra sérfræðinga hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Hagdeildin annast rannsóknir og greiningar, tryggir gott aðgengi að upplýsingum um húsnæðismál og styður þannig við ábyrga stefnumótun og ákvarðanatöku í málaflokknum. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2020. Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Arnalds, framkvæmdastjóri stafrænnar stjórnsýslu HMS thorsteinn.arnalds@hms.is Sérfræðingur á lánasviði HMS Hæfnikröfur • Háskólamenntun í viðskiptafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði • Reynsla í sambærilegu starfi er skilyrði • Nám til vottunar fjármálaráðgjafa er kostur • Nákvæmni, skipulagshæfileikar og góður talnaskilningur er skilyrði • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði • Góð tölvukunnátta er nauðsynleg • Færni í mannlegum samskiptum og miklir hæfileikar til að starfa í hópi • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Starfs- og ábyrgðarsvið • Móttaka og vinnsla lána- og greiðsluerfiðleikaumsókna • Gerð greiðslumats • Undirbúningur mála fyrir lánanefnd • Lánaráðgjöf til viðskiptavina • Þátttaka í þróun verkferla og kerfa • Þátttaka í gæða- og umbótaverkefnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing í húsnæðislánum á lánasvið stofnunarinnar. Sérfræðingar lánasviðs sjá um móttöku og vinnslu lánsumsókna, greiðsluerfiðleikaumsókna og greiðslumats ásamt ráðgjöf við viðskiptavini vegna húsnæðislána, fasteignamarkaðar og leigumarkaðar. Í starfinu felst einnig þátttaka í þróun verkferla og uppbygging kerfa sem snúa að húsnæðislánum. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2020. Nánari upplýsingar veitir María Dungal forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar HMS - Maria.Dungal@hms.is Margmiðlunarfræðingur/stafrænn snillingur Hæfnikröfur • Menntun og reynsla á sviði grafískrar hönnunar og/eða margmiðlunar eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Hæfileikar til að vinna sjálfstætt og næmt auga fyrir smáatriðum • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu • Hæfileiki til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna • Frumkvæði og drifkraftur • Reynsla af vefumsjónarkerfum er kostur • Þekking á leitarvélabestun og auglýsingakerfi Facebook og Google er kostur Starfs- og ábyrgðarsvið • Uppfærsla á vef- og samfélagsmiðlum í samráði við vefstjóra • Hönnun og uppsetning auglýsinga, kynninga- og fræðslumyndbanda • Skapandi og lausnamiðuð hugmyndavinna • Ýmis önnur tilfallandi verkefni tengd markaðs- og kynningarmálum • Þátttaka í stefnumótun á sviði stafrænnar miðlunar Um er að ræða starf við hönnun á markaðs- og kynningarefni fyrir vef og prentmiðla, gerð fræðslumyndbanda og uppfærslu á vefum og samfélagsmiðlum stofnunarinnar. Unnið er náið með vefstjóra í stafrænni vegferð stofnunarinnar. Við leitum að árangursdrifnum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og hæfni á sviði hönnunar og framsetningu efnis fyrir vef- og prentmiðla. Umsóknarfrestur er til og með 8. maí 2020. Nánari upplýsingar veitir Hafþór Rafn Benediktsson, vefstjóri HMS – hafthor.benediktsson@hms.is Nánari upplýsingar Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og viðkomandi stéttarfélaga. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfinu. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Umsókn óskast sendar í gegnum netfangið mannaudur@hms.is Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.