Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 35

Fréttablaðið - 25.04.2020, Side 35
Í góðu sambandi við framtíðina Hvers vegna Veitur? Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og við leggjum áherslu á jafnvægi vinnu og einkalífs, sí- og endurmenntun og möguleika til að vaxa í starfi. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu. Nánari upplýsingar á starf.veitur.is Framtíðin er snjöll – mótaðu hana með okkur Umsóknarfrestur er til og með 7. maí 2020. Jafnrétti er okkar hjartans mál! Vilt þú komast á spennandi samning í málmiðn, pípulögnum eða rafvirkjun? Við leitum að jákvæðum og námsfúsum iðnnemum sem hafa lokið grunndeild málmiðnaðar eða rafvirkjun og langar að bætast í hóp þeirra iðnnema sem vinna sinn námssamning hjá okkur í Veitum. Við bjóðum upp á metnaðarfullan námssamning þar sem þú getur klárað allt starfsnám á einum stað og fengið góðan undirbúning fyrir sveinspróf. Þú færð skemmtilega og hagnýta reynslu af því að vinna með fagfólki okkar á fjölbreyttum og lifandi vinnustað sem leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð. Við veljum í iðnnemastöður þannig að tryggt sé að fjölbreytileiki kynja sé í nemahópnum – öll kyn eru hvött til að sækja um. Framkvæmdastjóri lækninga Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Leitað er að öflugum leiðtoga til að taka þátt í innleiðingu á endur- nýjuðu stjórnskipulagi og endurskipulagningu á með- ferðarstarfi Reykjalundar. Um er að ræða 100% starf og ráðið er í það til fimm ára frá 1. júní n.k. Möguleiki er á að sinna klínískri vinnu samhliða stjórnunarstörfum. Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og vinnur samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing með það að markmiði að bæta lífsgæði, færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Um þjónustuna gildir þjónustu- samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjalund- ar. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði kennslu og heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Framkvæmdastjóri lækninga heyrir undir forstjóra og situr í framkvæmdastjórn. Hlutverk og ábyrgðarsvið. Framkvæmdastjóri lækninga er sviðstjóri á meðferðar- sviði 1 og ber ábyrgð á starfsemi og rekstri sviðsins og meðferðarteyma sem því tilheyra. Framkvæmdastjóri lækninga er faglegur yfirmaður lækninga og ber ábyrgð á allri læknisfræðilegri meðferð og að hún sé í samræmi við lög um heilbrigðisþjónustu, lög um réttindi sjúklinga og lög um heilbrigðisstarfs- menn. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að færsla og varðveisla sjúkraskrár sé samkvæmt lögum og reglu- gerðum. Framkvæmdastjóri lækninga ber ábyrgð á að skapa aðstæður fyrir klínískt nám læknanema, ásamt fram- kvæmd sérnáms í endurhæfingarlækningum á Reykja- lundi og er tengiliður Reykjalundar við háskóla. Menntunar- og hæfniskröfur. • Íslenskt sérfræðileyfi í endurhæfingarlækningum og reynsla á sviði endurhæfingarlækninga • Þekking og reynsla af þverfaglegri teymisvinnu • Leiðtogahæfileikar og stjórnunarreynsla • Þekking og reynsla af mannauðsmálum • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður í starfi Umsókn skal fylgja staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, vísindavinnu og reynslu af stjórnunarstörfum. Umsóknarfrestur er til 9. maí 2020. Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar lækna hjá Landlæknisembættinu. Umsókn skal skilað á sérstöku eyðublaði, sem aðgengi- legt er á vef Landlæknis, til Önnu Stefánsdóttur starf- andi forstjóra anna@reykjalundur.is, sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið eða Guðbjargar Gunnars- dóttur mannauðsstjóra gudbjorg@reykjalundur.is ATVINNUAUGLÝSINGAR 7 L AU G A R DAG U R 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.