Fréttablaðið - 25.04.2020, Blaðsíða 41
Viltu flytja til Flateyrar?
- Nýtt starf við Lýðskólann
Lýðskólinn á Flateyri auglýsir eftir starfsmanni. Við bjóðum
sveigjanlegan vinnutíma og krefjandi starfsumhverfi sem
reynir á félagsfærni og áhuga á fólki. Meðal verkefna er
þróun nýrrar alþjóðabrautar skólans og þátttaka í stjórnun
og skipulagningu daglegs skólastarfs í samvinnu við aðra
starfsmenn skólans. Mögulegt er að kennsla einstakra
námskeiða verði hluti starfsins. Á litlum vinnustað göngum
við öll störf eins og að aðstoða nemendur, bera stóla, raða
í uppþvottavél og semja námsskrá.
Við leitum að dugmiklum einstaklingi sem státar af skipu-
lags- og samskiptahæfni og hefur getu til að hugsa út
fyrir boxið. Við viljum ráða ábyrgðarfulla manneskju sem
brennur fyrir sköpun og hefur vilja til þess að gera betur
og ná lengra. Reynsla af því að vinna með ungu fólki á
öllum aldri er kostur. Þekking á skólastarfi og reynsla af
skipulagningu og þróun námskeiða er æskileg.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Guðmunds-
dóttir skólastjóri í síma 699 7535 eða í netfanginu skola-
stjori@lydflat.is
Umsóknir sendist á skolastjori@lydflat.is fyrir 15. maí.
Ráðið verður í starfið frá 1. ágúst.
Verkefnastjóri á grunnskólahluta fagskrifstofu
Skóla- og frístundasvið
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu verkefnastjóra á grunnskólahluta fagskrifstofu.
Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöðva, starfsemi Námsflokka Reykjavíkur,
skólasafnamiðstöð og skólahljómsveitir.
Hlutverk grunnskólahluta fagskrifstofu er að hafa forystu í fagmálum grunnskóla, þróun starfshátta og skólastarfs á grunni
grunnskólalaga, aðalnámskrár grunnskóla og skóla- og frístundastefnu Reykjavíkurborgar. Í öllu starfi skóla- og frístunda-
sviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur „Látum draumana rætast“ þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka
barna, aukið samstarf og fagmennska.
Verkefnastjóri kemur að mati á skólastarfi og eftirfylgni, stuðningi og ráðgjöf við skólastjórnendur auk þátttöku í þróun fag-
legra starfshátta og símenntun kennara. Verkefnastjóri tekur þátt í starfshópum og vinnur náið með öðrum deildum sviðsins.
Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Þátttaka í stefnumótun.
• Ráðgjöf við stjórnendur í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
• Þátttaka í mati á skólastarfi og eftirfylgni með mati.
• Stuðningur og ráðgjöf við kennara varðandi skólaþróun,
þ.m.t. leiðsagnarnám.
• Öflun upplýsinga fyrir skóla- og frístundaráð.
• Þátttaka í starfshópum á vegum sviðsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi og kennslureynsla
á grunnskólastigi.
• Stjórnunarreynsla æskileg.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í
skólastarfi.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Frumkvæði í starfi, skipulagshæfileikar og sjálfstæð
vinnubrögð.
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
• Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Enskukunnátta og kunnátta í Norðurlandamálum kostur.
Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf kennara og stuttur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Starfið er laust frá 1. júní 2020. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí 2020.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf
Nánari upplýsingar veitir Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu, sími 411-1111.
Netfang: soffia.vagnsdottir@reykjavik.is.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra
Mannauðs- og starfsumhverssvið Reykjavíkurborgar leitar að öugum lögfræðing til að stýra skrifstofu sviðsstjóra.
Mannauðs- og starfsumhverssvið er kjarnasvið innan stjórnskipulags Reykjavíkurborgar. Meginhlutverk sviðsins er
stefnumótun á sviði mannauðsmála, eftirlit með framkvæmd kjarasamninga, ráðgjöf, að innleiða og tryggja samræmda
framkvæmd mannauðsmála hjá Reykjavíkurborg.
Nánari upplýsingar um hæfniskröfur starfsins er að sjá á heimasíðu Reykjavíkurborgar og skulu umsóknir ásamt
fylgiskjölum berast í gegnum vef borgarinnar www.reykjavík.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 11.maí n.k.
Nánari upplýsingar um starð veitir Lóa Birna Birgisdóttir sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverssviðs í gegnum
tölvupóstfangið loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is.
Stjórnun og dagleg ábyrgð á starfsemi skrifstofunnar ásamt áætlanagerð.
• Utanumhald um stjórnsýsluerindi, skýrslu- og upplýsingagjöf.
• Lögfræðiþjónusta við skrifstofur sviðsins og fag- og kjarnasvið.
• Lögfræðileg ráðgjöf og fræðsla um starfsmanna- og vinnuréttarmál til
stjórnenda og mannauðsþjónustu fagsviða.
• Túlkun vinnuréttar, gerð greinargerða og álita um vinnuréttarmál.
• Hefur frumkvæði að umbótaverkefnum á sviði vinnuréttarmála.
• Fer fyrir vinnuréttarteymi Reykjavíkurborgar.
• Fer fyrir jafnlaunanefnd Reykjavíkurborgar.
• Tekur þátt í stefnumótun og innleiðingu á stefnu Reykjavíkurborgar í
mannauðsmálum.
Ábyrgðarsvið skrifstofustjóra:
SÖLUSTJÓRI
Síld og fiskur ehf óskar eftir að ráða
sölustjóra. Æskilegt er að viðkomandi hafi
þekkingu á matvælamarkaði.
Meðal helstu verkefna eru:
• Rekstur söludeildar
• Gerð söluáætlana
• Samskipti við viðskiptavini
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi með
áhuga og þekkingu á matvælamarkaði.
Viðkomandi þarf að vera þjónustulipur og
eiga auðvelt með mannleg samskipti.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
•Menntun á sviði kjötiðnaðar er kostur
• Almenn tölvukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Auðvelt með að vinna undir álagi
Upplýsingar um starfið veitir Sveinn Jónsson
í síma 660 9600 milli 9.00 og 16.00
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á
atvinna@ali.is fyrir sunnudaginn 3. maí.