Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 67

Fréttablaðið - 25.04.2020, Page 67
Frábær vinnukraftur! Birt m eð fyrirvara um verð- og textab rengl. 3.137.000 kr. VIVARO CARGO Listaverð 3.890.000 kr. Verð án vsk. 4.024.000 kr. VIVARO COMBI - 6 – 9 manna Listaverð 4.990.000 kr. Listaverð 5.490.000 kr. Verð án vsk.2.411.000 kr. COMBO CARGO Listaverð 2.990.000 kr. Verð án vsk. 4.427.000 kr. MOVANO CARGO Verð án vsk. Bílabúð Benna hækkar ekki verð Einnig hagstæð kjör í langtímaleigu Reykjavík Krókhálsi 9 590 2000 Reykjanesbæ Njarðarbraut 9 420 3330 Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur Opið virka daga frá 12 til 17 Verið velkomin í reynsluakstur GENGIÐ FRYSTUM opel.is Það er mesta furða að ein-hver geti látið sér leiðast í  dásamlegri einverunni sem er nú loksins  orðin samfélagslega ásættan- leg. Eina mögulega skýringin er að viðkomandi sé ekki með puttann á púlsinum í heimi tölvuleikja sem hafa aldrei verið fjölbreyttari. Með-fylgjandi er tossalisti yfir nokkra nýja og nýlega leiki sem ættu að drepa tímann þangað til faraldur-inn er yfirstaðinn, og gott betur.arnartomas@frettabladid.is Tölvuleikir fyrir styttra komna SLAY THE SPIRE Hundruð klukkutíma hafa orðið þessari tímaryksugu að bráð. Settu saman þinn eigin spilastokk til þess að takast á við ógnir spírunnar. Virkilega aðgengilegur en um leið afar djúpur leikur sem er öðruvísi við hverja spilun. Meistaraverk. A HAT IN TIME Litríkt og krúttlegt indíhopp og -skopp þar sem þú ferðast um heiminn og safnar höttum. Líttu við í Mafíubæ, hjálpaðu fuglum í kvikmyndagerð og seldu sál þína til eilífrar glötunar. Góður húmor og frábær tónlist. BABA IS YOU Brjóttu heilann í púslu- spili sem er engu öðru líkt og öllum reglum er snúið á hvolf. Ef ekki dugir að leggja höfuðið í bleyti þarf að leggja bleyti í höf- uðið – þessi myndlíking er skiljanleg öllum þeim sem hafa prófað leikinn. DOOM: ETERNAL Afi skotleikjanna er mættur aftur til að klöngrast í gegnum helvíti og sýna okkur hvernig maður á að drepa allan and- skotann, bókstaflega. Þið þekkið þetta. Góður leikur þarf ekki að koma manni á óvart ef hann stenst væntingar. RESIDENT EVIL 3 Þegar kemur að hryll- ingi er erfitt að láta sama hlutinn hræða sig tvisvar, en endur- gerðirnar af Resident Evil leikjunum eru svo vel heppnaðar að það er eiginlega ógnvæn- legt. THE LEGEND OF ZELDA: BREATH OF THE WILD Zelda leikurinn sem braut formúluna hefur hlotið mikið en verð- skuldað hrós. Gríðarlega stór og opinn heimur sem gefur leikmanninum frelsi til að takast á við ævin- týrið upp á eigin spýtur. BATTLE BROTHERS Safnaðu ófríðu föru- neyti af ruddum og ribböldum sem eiga líklega flestir eftir að deyja úr stífkrampa eftir að fá ryðgaðan kuta í síðuna eða eftir að hafa náð sér í kvef við að vaða í gegnum freðna mýri. Virkilega erfiður herkænsku- leikur sem sækir sitt- hvað til gamla skólans. HOLLOW KNIGHT Gullfallegur leikur sem gerist í ævintýralegum heimi skor- dýranna. Leikurinn er algjört listaverk og mikil natni er lögð í tónlist, teikningar og spilunina sjálfa. Tryllings- lega erfiður á köflum en aldrei ósanngjarn. DISCO ELYSIUM Það er greinilega enn þá hægt að finna vel skrif- aða tölvuleiki og Disco Elysium er ansi framar- lega í þeirri röð. Dásam- legur sálfræðitryllir og frumlegt sögusvið. Það er best að skella sér í þennan blindandi. L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 43L A U G A R D A G U R 2 5 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.