Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 72

Fréttablaðið - 25.04.2020, Síða 72
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Óttars Guðmundssonar BAKÞANKAR LAUGARÁSVEGI 1 Pantaðu á skubb.is fyrir kl. 21 og við keyrum ísinn til þín sama kvöld Í minningunni tengist sumar-dagurinn fyrsti leiðinda-veðri og hópgöngu skáta frá Laugarneskirkju og niður í bæ. Við vorum klæddir í einkennis- búning breskra ung-njósnara í Búastríðinu í Suður-Afríku, stuttbuxur, sportsokkar, kakí- skyrta, hálsklútur og sumir með barðastóran hatt. Þessi búningur var ekki hannaður fyrir íslenska vorveðráttu með rigningu og roki í fangið. Samt gengum við af stað undir blaktandi fánum sem erfitt var að ráða við. Sérstök skáta- messa var í Fríkirkjunni þar sem við sátum skjálfandi, hlustuðum á guðsorð og sungum skátasöngva. Þegar þessi dagur var liðinn að kveldi var sumarið loksins komið. Einu sinni voru amerískir ætt- ingjar gestkomandi þennan dag. Þeir áttu erfitt með skilja þetta umstang eða þýðingu dagsins. Í þeirra augum var enn þá hávetur og stórlega ámælisvert að láta börn og unglinga marséra í stutt- buxum að hætti Baden Powell. Er engin starfandi barnaverndar- nefnd? sögðu þeir og horfðu á veðurbarða skátana. Kaldranalegt veðrið skipti þó engu máli. Við trúðum því að vorið væri komið sama hvað svo sem hitamælirinn sagði. Sumardagurinn fyrsti er alís- lenskur hátíðisdagur sem ber bjartsýni og æðruleysi þjóðar- innar gott vitni. Þjóðin fagnaði sumri eftir langan vetur með hátíðarbrag. Þessi dagur gefur okkur fyrirheit um betri tíð. Berleggjaðir skátarnir eru eins og viðkvæm blóm sem standa af sér vorhret með glæsi- brag. Öll él styttir upp um síðir. Kannski koma engir túristar en vorboðinn ljúfi kemur hvað sem tautar og raular. Þrátt fyrir mótlæti vetrarins, ofsaveður, snjóf lóð, og nú síðast drepsótt af kínverskum uppruna, kemur aftur vor í dal og vorið kemur til að hugga. Sumardagurinn fyrsti © Inter IKEA System s B.V. 2020 TILBOÐ TILBOÐ SUCCULENT þykkblöðungur 995,- 1.990,-

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.