Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 15

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Síða 15
málið. Þannig getur þetta gengið koll af kolli (sbr. Romaine 1995:122–125, Li Wei 2000:13–14, Poplack 2004). Málvíxl eru af margs konar tagi og alls ekki einsleitt fyrirbæri. Út - breidd skoðun er að tjáningarörðugleikar búi fyrst og fremst að baki mál- víxlum: menn grípi til stakra orða og orðasambanda úr öðru málinu vegna þess að þeir þekki ekki viðkomandi orð á hinu málinu, eða hafi gleymt þeim í svipinn (sjá t.d. Li Wei 2000:13). Vissulega er oft um slíkt að ræða í máli tvítyngdra, einkanlega ef menn eru ekki jafnvígir á bæði málin, og þá má segja að málvíxl séu leið málnotandans til að halda samtalinu gang- andi. Hins vegar er þetta ekki alltaf svo einfalt að um sé að ræða undan- komuleið málnotanda sem skortir kunnáttu í öðru málinu því rannsóknir hafa einnig sýnt að oftar en ekki víxlar fólk á orðum sem það þekkir og notar í báðum málum (sjá Romaine 1995:143). Ein tegund orðbundinna málvíxla tengist menningarbundnum orðaforða, orðum sem ná til sértækra hluta eða hugmynda fyrir menningu annars hvors málsamfélagsins sem málnotandi hrærist í og hafa tiltekna vísun í því samfélagi. Í mörgum tilvikum er ekkert orð yfir þetta tiltekna fyrirbæri til í hinu málinu af því það þekkist ekki í því samfélagi og víxl því óhjákvæmileg. Í þeim tilvikum þar sem finna má sambærileg fyrirbæri í báðum samfélögum og þá orð einnig er hugsanlegt að málnotandi velji að víxla málum af því að hann vill vera nákvæmur í orðavali svo ekkert fari á milli mála fremur en að hann þekki ekki hið sambærilega orð í hinu mál- inu (sbr. Auer 1998:6–7). Hér eru málvíxlin því ekki undankomuleið heldur fæst með þeim ákveðinn ávinningur í orðræðuna. Málvíxl á menningarbundnum orðum, og að vissu leyti einnig þegar mælanda skortir orð, má flokka undir það sem Blom og Gumperz (1972), en þeir voru var einna fyrstir manna til að fjalla um málvíxl á skipulagðan hátt og greina þau eftir eðli og gerð, skilgreindu sem aðstæðubundin mál- víxl (e. situational code-switching), þ.e. víxl sem ráðast af kringumstæðum, þátttakendum eða umræðuefni (sjá einnig Gumperz 1982). En málvíxl er ekki alltaf hægt að skýra út frá ytri aðstæðum heldur hafa þau oftar en ekki hreint málsamskiptalegt hlutverk (samtalsstrategía) og eru leið málnotandans til að koma til skila upplýsingum um hvernig beri að skilja það sem sagt var umfram orðanna hljóðan (sbr. Gumperz 1982:61) og er þeim stundum líkt við áhrifamátt stílbragða eða tónfalls hjá eintyngdum (sjá t.d. Romaine 1995:143). Þau falla þá undir hina megin- gerð málvíxla samkvæmt skilgreiningu Blom og Gumperz sem kalla mætti samræðuleg málvíxl (e. metaphorical/nonsituational code-switching) Bein ræða og málvíxl hjá tvítyngdum Dönum 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.