Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Blaðsíða 15
málið. Þannig getur þetta gengið koll af kolli (sbr. Romaine 1995:122–125,
Li Wei 2000:13–14, Poplack 2004).
Málvíxl eru af margs konar tagi og alls ekki einsleitt fyrirbæri. Út -
breidd skoðun er að tjáningarörðugleikar búi fyrst og fremst að baki mál-
víxlum: menn grípi til stakra orða og orðasambanda úr öðru málinu vegna
þess að þeir þekki ekki viðkomandi orð á hinu málinu, eða hafi gleymt
þeim í svipinn (sjá t.d. Li Wei 2000:13). Vissulega er oft um slíkt að ræða
í máli tvítyngdra, einkanlega ef menn eru ekki jafnvígir á bæði málin, og
þá má segja að málvíxl séu leið málnotandans til að halda samtalinu gang-
andi. Hins vegar er þetta ekki alltaf svo einfalt að um sé að ræða undan-
komuleið málnotanda sem skortir kunnáttu í öðru málinu því rannsóknir
hafa einnig sýnt að oftar en ekki víxlar fólk á orðum sem það þekkir og
notar í báðum málum (sjá Romaine 1995:143).
Ein tegund orðbundinna málvíxla tengist menningarbundnum
orðaforða, orðum sem ná til sértækra hluta eða hugmynda fyrir menningu
annars hvors málsamfélagsins sem málnotandi hrærist í og hafa tiltekna
vísun í því samfélagi. Í mörgum tilvikum er ekkert orð yfir þetta tiltekna
fyrirbæri til í hinu málinu af því það þekkist ekki í því samfélagi og víxl
því óhjákvæmileg. Í þeim tilvikum þar sem finna má sambærileg fyrirbæri
í báðum samfélögum og þá orð einnig er hugsanlegt að málnotandi velji
að víxla málum af því að hann vill vera nákvæmur í orðavali svo ekkert fari
á milli mála fremur en að hann þekki ekki hið sambærilega orð í hinu mál-
inu (sbr. Auer 1998:6–7). Hér eru málvíxlin því ekki undankomuleið
heldur fæst með þeim ákveðinn ávinningur í orðræðuna.
Málvíxl á menningarbundnum orðum, og að vissu leyti einnig þegar
mælanda skortir orð, má flokka undir það sem Blom og Gumperz (1972),
en þeir voru var einna fyrstir manna til að fjalla um málvíxl á skipulagðan
hátt og greina þau eftir eðli og gerð, skilgreindu sem aðstæðubundin mál-
víxl (e. situational code-switching), þ.e. víxl sem ráðast af kringumstæðum,
þátttakendum eða umræðuefni (sjá einnig Gumperz 1982).
En málvíxl er ekki alltaf hægt að skýra út frá ytri aðstæðum heldur
hafa þau oftar en ekki hreint málsamskiptalegt hlutverk (samtalsstrategía)
og eru leið málnotandans til að koma til skila upplýsingum um hvernig
beri að skilja það sem sagt var umfram orðanna hljóðan (sbr. Gumperz
1982:61) og er þeim stundum líkt við áhrifamátt stílbragða eða tónfalls hjá
eintyngdum (sjá t.d. Romaine 1995:143). Þau falla þá undir hina megin-
gerð málvíxla samkvæmt skilgreiningu Blom og Gumperz sem kalla
mætti samræðuleg málvíxl (e. metaphorical/nonsituational code-switching)
Bein ræða og málvíxl hjá tvítyngdum Dönum 15