Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 37
aðalsteinn hákonarson
Hljóðið é í yngri forníslensku
Tvíhljóð eða hljóðasamband?
1. Inngangur
Í þessari grein1 verður fjallað um nokkur atriði úr sögu hljóðsins é í ís -
lensku. Í nútímamáli er það hljóðasamband, [jɛ(ː)] (með stöðubundna
lengd), en var í fornmáli langt einhljóð, [eː]. Í elstu íslenskum handritum
er ritað „e“ (sjaldan „é“) fyrir é, en þegar á 13. öld ber við að það sé ritað
„ie“, þó mjög sjaldan fyrir um 1300 (sjá Björn K. Þórólfsson 1929a:232–
33).2 Því hefur langa einhljóðið é eigi síðar en á 13. öld tekið að þróast í átt
að hljóða sambandi nútímamáls.
Meginviðfangsefnið hér verður að skoða ítarlegar en áður hefur verið
gert hvers konar hljóð var útkoma breytingarinnar sem í stafsetningu
handrita birtist sem ritun „ie“ í stað „e“ fyrir é. Líkt og venja er verður
þessi breyting hér kölluð tvíhljóðun é. Það vísar til þess að í stað sérhjóðs
með því sem næst sama hljóðgildi frá byrjun til enda, [eː], kom runa
tveggja sérhljóðskenndra hljóða, hið fyrra nálægt hljóð í líkingu við [i] en
hið síðara e-hljóð, sennilega fjarlægara en upprunalegt é, þ.e. [ɛ]. Einnig
virðist líklegt að í hinu nýja hljóði hafi síðari hlutinn borið atkvæða áhersl -
una, enda með meira hljómmagn en fyrri hlutinn sem hefur þá verið hálf -
sér hljóð (ýmist táknað [] eða [j]). Hljóð af því tagi, sem hér er lýst, kallast
í göml um handbókum um hljóðfræði rísandi tvíhljóð (þ. steigende Diph -
Íslenskt mál 39 (2017), 37–71. © 2017 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Ég þakka ritstjóra, Haraldi Bernharðssyni, og tveimur ónafngreindum ritrýnum
fyrir að benda á margt sem betur mátti fara. Haukur Þorgeirsson, Jón Axel Harðarson og
Katrín Axelsdóttir eiga líka skilið þakkir fyrir góðar ábendingar.
2 Dahlerup (1889:248) benti þó á að elstu dæmi um ritun „ie“ í stað „e“ eru flest í
orðum þar sem í fornmáli var stutt e en ekki langt é, sbr. eftirfarandi dæmi í AM 673 a II
4to frá um 1200: „hieroþ“ heruð 1r10 og „ietr“ etr 2v9; og í AM 677 4to B frá um 1200–
1225: „iet“ et 41v8. Einnig er einu sinni ritað „hieðan“ heðan í AM 655 X 4to frá um 1250–
1300 (Konráð Gíslason 1846:40). Hins vegar eru einnig dæmi um „ie“ fyrir é í handritum
frá 13. öld, sbr. dæmið „hier“ hér 40r36 í AM 677 4to B og handritið Holm perg 2 4to frá
um 1250–1300 þar sem tíu sinnum er ritað „ier“ fyrir ér (sjá Jón Þorkelsson 1887:34 og
Björn K. Þórólfsson 1929a:232). Hér og eftirleiðis er um aldur handrita miðað við tíma -
setn ingar í Ordbog over det norrøne prosasprog — ONP.