Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 164

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2017, Side 164
 Ópersónuleg notkun sagnarinnar hlakka til var dæmi um slíka samtímalega málbreytingu sem rædd var í viðtölunum. Að segja mig eða mér hlakkar í stað ég hlakka. Nemendur væru mjög sáttir við að málbreytingin yrði samþykkt, þó að þeir telji það ekki í þeirra valdi né kennara og skilja að þeir verði að læra persónu- legu notkunina, að minnsta kosti fyrir próf. Forskriftin hefur haft þau áhrif að þeir nota sögnina helst persónulega í 1p. et. annars ekki og segja ég hlakka en honum og henni hlakkar. Margir finna til málóöryggis því að þeir vita ekki hvernig eigi að nota sögnina og eru orðnir alveg ruglaðir. Auk þess sem áherslan á þessa málbreytingu hefur eflt fordóma gagnvart henni, ekki hvað síst því að hún er svo útbreidd. Nemendur gera sér grein fyrir útbreiðslu breytingarinnar og eiga það til að koma með skynsamlegar athugasemdir í því sambandi. 9. Hlutverk kennara og markmið Kennarar telja mjög mikilvægt að kenna „rétt mál“ og sjá það sem hlutverk sitt. Hluti af því er að kenna málfræðihugtökin en þekkingu á þeim telja þeir á einhvern hátt forsendu þess að tala rétt mál. Rétt mál kenna þeir annars af tveimur ástæðum. Annars vegar í persónuverndarskyni svo að nemendur kunni það málsnið sem gagnast þeim hvað best í framtíðinni, meðal annars innan skólakerfisins. Hins vegar kenna þeir rétt mál í málverndarskyni til að standa vörð um málið, sér í lagi beyg- ingarkerfið og til að halda enskum áhrifum á orðaforðann í lágmarki. Kennarar bregðast við málbreytingum á ólíkan hátt. Þeir líta svo á að sumar málbreytingar, sem eru þá málvillur, eigi ekki nokkurn tíma við og þá er gerð krafa til nemenda að þeir breyti málkunnáttu sinni. Aðrar málbreytingar eiga einna síst við í formlegu máli. Kennarar eru með öðrum orðum missveigjanlegir þegar kemur að málbreytingum. Það sem stýrir þessu er mismunandi mat kenn- ara á útbreiðslu málbreytinganna í málsamfélaginu almennt en líka máltilfinning þeirra sjálfra og hvað þeim sjálfum hefur verið innrætt. Þetta getur eins og gefur að skilja verið misjafnt á milli kennara. Nemendur líkt og kennarar sjá það sem aðalmarkmið málfræðikennslunnar að kenna rétt mál en eiga erfitt með að sjá hvernig hugtakakennslan gagnast í því samhengi eða til hvers yfirleitt sé verið að kenna hugtökin. Þó samþykkja þeir sem og kennarar, þegar þeir eru sérstaklega spurðir út í það, að hugtökin geti gagnast við nám í erlendum tungumálum, þó einna síst í enskunámi. 10. Áhrif kennslunnar Eins og fram hefur komið reyna kennarar annars vegar í einhverjum tilvikum að hafa áhrif á málkunnáttu nemenda, það er þeirra innri málfræði og máltilfinn- ingu. Hins vegar reyna þeir í öðrum tilvikum að hafa áhrif á málnotkun þeirra og þá við formlegar aðstæður, aðallega líklega í ritun. Sé þetta mátað við fræðin eru Hanna Óladóttir164
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.